Tölvumál - 01.02.2000, Qupperneq 16

Tölvumál - 01.02.2000, Qupperneq 16
Verkefnastjórnun Verkefnastjórnun 101 Þórður Víkingur Friðgeirsson Ef þú lesandi góður ert að fara að ráðast í hugbúnaðarverkefni af einhverju tagi þá eru 30% líkur á að hætt verði við verkefnið. Af þeim verk- efnum sem taka enda þá eru 50% líkur á að þau fari 190% eða meira framúr kostnaðaráætlun og 60% lrkur á að upp- haflegri hugmynd sé breytt verulega í framleiðslunni. Að minnsta kosti ef marka má nýlega sænska könnun. I sömu könnun voru menn spurðir hvað gera þyrfti til að bæta árangurinn og svöruðu 86% að bæta þyrfti verkefna- stjórnun. Hvað er verkefni og verkefnastjórnun Gæðapostulinn dv. Juran sagði að verkefni væri vandamál þegar að lausnin væri áætluð og tímasett. Þetta er snjöll skilgreining því hún gerir bæði að minna á að verkefni eru aðgerðir til að leysa vandamál, og ef vandamálið er ekki rétt skilgreint í byrjun þá rötum við í vand- ræði. Upphaf verkefnastjórnunar, eins og við skilgreinum hana í dag, má rekja aftur til sjötta áratugarins, en þá koma fram ýmsar aðferðir til að gera áætlun s.s. PERT og CPM. Verkefnastjórnun er þó auðvitað í raun miklu eldri og skal hér til gamans vitnað í Lúkasar guðspjallið (14:28) þar sem Jesús uppfræðir læri- sveinana um verkefnastjórnun: „Því efað einhver yðar œtlar að reisa turn þá sest hannfyrst niður og reiknar kostnaðinn, hvort hann hafi það sem þaiftil aðfull- gjöra hann; til þess að eigi fari svo að, þegar hann er búinn að leggja grund- völlinn, en getur ekki lokið við smíðina, þá fari allir sem það sjá að spotta hann og segja; þessi maðarfór að byggja en gat ekki lokið við. “ Gildi verkefnastjórnunar verður ekki betur lýst, en hér á eftir fylgja nokkur góð ráð um gerð verkefnisáætlunar. Má með sanni segja að ef þeim er fylgt þá eru góðar líkur á að verkefnisstjórinn verði hvorki að háði eða spotti. Upphaf verkefna- stjórnunar eins og við skilgreinum hana í dag má rekja aftur til sjötta áratugarins Þegar ráðist er í verkefni verður að hefjast handa með því að skilgreina hvert vandamáiið er Strategía og taktík Þegar ráðist er í verkefni verður að hefjast handa með því að skilgreina hvert vandamálið er. Stundum er verið að nota réttar aðferðir til að leysa röng vandamál og stundum leysum við rétt vandamál með röngum aðferðum. Við þurfum því að velja strategíu og leggja taktík sem hæfir viðfangsefninu. Að gefa sér nægan tíma til undirbúnings er lykilatriði. Hinn þekkti stjómarformaður Dupont fyrirtækisins Crawford Greenwalt hélt því fram að hverri stundu varið til undirbúnings verkefni borgaði sig fjórum sinnum í framkvæmdinni. Eftirfarandi er röð aðgerða sem miða að því að við skilgreinum verkefnið rétt í byrjun og veljum réttar aðferðir til að leysa það: Skilgreina vandamálið Hvaða vandamál á verkefnið að leysa og hvaða vandamál á verkefnið ekki að leysa. Þarna er Shakespeare sjálfur kominn og hið eilífa, „að vera eða ekki að vera, það er spurningin!" Þegar verkefnisþátttendur, sem að sjálfsögðu þurfa að hafa til að bera nauðsynlega þekkingu og forræði, hafa skilgreint vandamálið þá á að skrifa niðurstöðuna á blað. Stefnuyfirlýsing Ef einhver lesanda hefur lesið Lísu í Undralandi minnist hann kannski þegar Lísa, sem stendur á krossgötum, spyr Brosköttinn hvaða leið hún eigi að velja; Broskötturinn spyr á móti hvert Lísa ætli að fara? „Það veit ég ekki“ svarar Lísa. „Þá skiptir engu máli hvaða leið þú velur“ segir Broskötturinn þá. Stefnuyfirlýsing verkefnisins segir fyrir hvern við erum að vinna, hvert við ætlum og hvernig við komumst þangað. Stefnuyfírlýsing verður að vera skrifleg og samþykkt af verkefnis- þátttakendum. Markmið I kjölfar stefnuyfirlýsingar útfærum við verkefnismarkmiðin. Nú eru verkefnis- 16 Tölvumál

x

Tölvumál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.