Tölvumál - 01.02.2000, Qupperneq 25

Tölvumál - 01.02.2000, Qupperneq 25
Skýrsla stjórnar Starfsemi félagsins byggir að verulegu leyti á sjálfboðavinnu Tekin eru stöðluð próf í sjö greinum og er skírteinið gefið út þegar að þeim er lokið. Miðað er við kunnáttu í almennri tölvu- vinnslu og er hér einkum verið að höfða til almennings. Þar sem um alþjóðlega viður- kennt hæfnisskírteini er að ræða er hægt að nýta sér það við atvinnuleit jafnt á ís- landi sem og erlendis en stöðugt fjölgar þeim löndum sem tekið hafa þetta kerfi upp. Gefin hafa verið út um 400.000 TÖK skírteini og hafa frændur okkar á Norður- löndum verið þar framarlega. Þess má geta að Finnar þróuðu fyrstir TÖK en með styrk frá Evrópusambandinu var það að- lagað að alþjóðlegum þörfum. Skýrslutæknifélagið er umboðsaðili fyr- ir ECDL hér á landi í gegnum dönsku systursamtök okkar. Félagið vottar próf- miðstöðvar sem í flestum tilvikum eru menntastofnanir, einkaskólar eða fyrirtæki en alls hafa 4 aðilar fengið vottun til að prófa nemendur sína. Þróunin erlendis hefur verið sú að stærri fyrirtæki hafa tek- ið þetta upp á sína arma og stuðlað að því að starfsmenn fari í gegnum nauðsynlega þjálfun og taki tilskilin próf. Einnig er þetta sums staðar orðið hluti af námi til stúdentsprófs í framhaldsskólum. Erlent samstarf Afram var haldið á þeirri braut að efla er- lent samstarf með þátttöku okkar í CEPIS og norrænu samstarfi. Á vettvangi CEPIS ber hæst góður árangur tölvuökuskírteinis- ins í Evrópu en það styrkir verulega fjár- hag samtakanna. Ákveðið var að flytja skrifstofu CEPIS til Frankfurt og ráða fag- legan framkvæmdastjóra í fullt starf. Und- irbúningur er hafinn að evrópsku hæfnis- kerfi fyrir fagfólk í upplýsingatækni en mikil þörf er á vottun þekkingar sem er óháð einstökum stórfyrirtækjum á sviði tölvubúnaðar. Skýrslutæknifélagið er fullgildur aðili í þessu samstarfi Evrópuþjóða og væntum við mikils af því. Ákveðið hefur verið að skoða nánar möguleika sem felast í starfi alþjóðasamtakanna IFIP en þau halda uppi áhugaverðu starfi fyrir fræðimenn í upp- lýsingatækni. Afkoma Afkoma félagsins var viðunandi, en alls nam hagnaður félagsins 287 þ.kr., sem er þokkalegur árangur miðað við að verið er að fara inn á nýjar brautir með Tölvuöku- skírteini, félagið bar nokkurn kostnað af könnunum vegna 2000 vandans og eflingu skrifstofu félagsins. Faghópar Einn faghópur um 2000 vandann starfaði á liðnu ári en störfum hans er nú lokið. Unnið hefur verið að undirbúningi að stofnun faghóps urn upplýsingatækni í skólastarfi. Vonast er til að fleiri faghópar verði stofnaðir á árinu. Stiklað hefur verið á stóru í starfsemi félagsins á síðasta ári sem var rnjög við- burðaríkt eins og komið hefur fram. Starf- semi félagsins vakti einnig mun rneiri at- hygli fjölmiðla en áður hefur þekkst, en gera þarf enn betur í þeim ethum. Starf- semi félagsins byggir að verulegu leyti á sjálfboðavinnu en fjölmargir einstaklingar, innan og utan stjórnar, hafa lagt hönd á plóginn og eflt starfsemi félagsins. Þeim vil ég þakka sérstaklega og vonast til að þeir starfi áfram með félaginu að þeim áhugaverðu verkefnum sem fram undan eru. Einnig vil ég þakka starfsmönnum Skýrslutæknifélagsins þeim Svanhildi Jó- hannesdóttur framkvæmdastjóra og Ástu Jensdóttur fyrir gott starf á liðnu ári. Skýrsla stjórnar - viðauki Árið 1999 var 31. starfsár félagsins. Full- gildir félagsmenn voru 769 í lok starfsárs. Stjórn Aðalfundur var haldinn 12. febrúar 1999. I stjórn Skýrslutæknil’élags Islands sátu 1999: Óskar B. Hauksson, formaður Eggert Ólafsson, varaformaður Stefán Kjærnested, gjaldkeri lngi Þór Hermannsson, ritari Hulda Guðmundsdóttir, meðstjórnandi Magnús Sigurðsson, meðstjórnandi Einar H. Reynis, varamaður Sigríður Olgeirsdóttir, varamaður Haldnir hafa verið 19 hefðbundnir stjórnarfundir á starfsárinu, auk fjölda nefndafunda sem stjórnarmenn hafa sótt. Fjórmól Tekjur umfrarn gjöld á árinu voru kr. Tölvumál 25

x

Tölvumál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.