Tölvumál - 01.02.2000, Síða 19
Windows 2000
Windows 2000
Magnús Björn Sveinsson
Þegar þetta er ski'ifað eru aðeins
nokkrir dagar í það að Windows
2000 komi á markaðinn. Microsoft
hefur verið að keyra Windows 2000 á
öllum vélurn sínum frá því í júní með
góðum árangri og fleiri fyrirtæki um víða
veröld hafa verið að keyra það síðustu
mánuði. Það kom mér satt að segja á óvart
hversu miklar breytingar hafa verið gerðar
frá NT 4.0. Auðvitað eiga að vera breyt-
ingar á milli útgáfa, ekki aðeins útlits-
breytingar. Windows 2000 er að sjálfsögðu
komið með nýtt útlit sem það fær að hluta
til frá Windows 98. En það eru
breytingarnar á sjálfum kjarnanum, og þær
nýjungar sem þar eru, sem mér þóttu
merkilegastar. Hér á eftir ætla ég að reyna
að stikla á stóru og fjalla aðeins um þær
nýjungar og breytingar sem íolgnar eru í
þessu nýja stýrikerfi.
Sem vinnustöð er auðveldara að nota og
stjórna Windows 2000 en eldra
stýrikerfinu. En það er ekki þar með sagt
að Windows 2000 sé fyrir heimili. Þvert á
móti er Windows 2000 gert fyrir fyrirtæki
þar sem stuðningur við leiki, og þess háttar
tómstundir, er ekki nauðsyn. Að vísu er
hægt að spila suma leiki í Windows 2000.
Windows 2000 kemur í fjórum útfærsl-
um:
• Windows 2000 Professional
Windows 2000 Professional er stýrikerfi
fyrir vinnuvélar og ferðavélar og hentar
öllum stærðum fyrirlækja.
http://www.microsoft.com/windows
2000/guide/professional/features/
default.asp
• Windows 2000 Server
Windows 2000 Server er fyrir lítil og
meðalstór fyrirtæki sem þurfa netstýri-
kerfi til að keyra file, print, internet,
samskipti við önnur net og búnað.
http://www.microsoft.com/windows
2000/guide/server/features/default.asp
• Windows 2000 Advancecl Server
Windows 2000 Advanced Server hefur
að geyma alla þá eiginleika sem
Windows 2000 Server hefur og að auki
býður hann upp á fleiri möguleika til að
Sem vinnuslöð er
aðveldara að nota
og stjórna Windows
2000 en eldra
stýrikerfinu
Active Directory
auðveldar stýringu á
staðarneti sem byggir
á Windows 2000
samanborið við
fyrirrennara þess
Windows NT 4.0.
auka notkunareiginleika hugbúnaðar.
Svo sem Load Balancing og Cluster
Servises
http://www.microsoft.com/windows200
O/guide/server/features/default.asp
• Windows 2000 Datacenter Server
Windows 2000 Datacenter Server er
nýjasti meðlimur Windows 2000 Server
fjölskyldunnar og er ætlaður fyrir
stórfyrirtæki sem gera kröfur um mjög
mikla stækkunarmöguleika.
Nýjungar
Nýja stýrikerfi Microsoft, Windows 2000,
hefur að geyma margvíslegar nýjungar og
hér á eftir verður fjallað í stuttu máli um
þær helstu.
Active Directory
Ein mikilvægasta nýjungin í Windows
2000 er „Active Directory“ sem auðveldar
stýringu á staðarneti sem byggir á
Windows 2000 samanborið við fyrirrenn-
ara þess Windows NT 4.0. Active Directory
er gagnagrunnur sem er dreifður yfir netið
og inniheldur allar lýsingar um netið svo
sem notendur, stillingar á forritum og
margt annað sem netstjórnendur og
fomtarar vilja setja þar inn. Active
Directory tekur við af Windows NT
Domain. Active Directory býður upp á
meiri sveiganleika og auðveldari umsjón
auk þess sem það gefur kost á því að dreifa
fomtsstillingum yfir staðarnetið. Orðið
„Directory" (skráaryfirlit) er eitt af þessum
ofnotuðu orðum sem merkir marga
mismunandi hluti fyrir fjölda fólks. Á
vinnustöðinni er „skráaryfirlit“ staður til að
geyma og skipuleggja skiár. Á Internetinu
eru Fourl 1 og WhoWhere „Skráaryfirlit"
til að l'inna fólk. Fyrir netstjórnandann er
mikilvægasta skráaryfirlitið það sem hefur
að geyma allar upplýsingarnar um
notendur, notendahópa, prentara og aðra
upplýsingar um staðarnetið. Skráaryfniitið
er sá staður sem að netstjórnandinn eyðir
mestum tírna sínum, t.d við að setja inn
nýja notendur, notendahópa og gefa/taka
aðgang að skrám. Active Directory heldur
Tölvumál
19