Tölvumál - 01.02.2000, Qupperneq 8
Staðall
Staðall fyrir alla - um öryggi upplýsinga
Hjörtur Hjartarson
Staðallinn er verkfæri
til að tryggja og
meta öryggi upplýs-
inga af öllu tagi
Miðlægur gagnagrunnur á heil-
brigðissviði" er fyrirbæri sem er
þjóðinni tamt í munni þótt að-
eins sé skammur tírni frá því það hafði
framandlegan hljóm. Ástæðan er að sjálf-
sögðu hin gríðarlega umræða sem orðið
hefur um gagnagrunninn. Hér er ekki ætl-
unin að bæta þar neinu við, en í nýlegri
frétt frá Tölvunefnd er vísað til staðla sem
ásamt öðru verður stuðst við til að tryggja
öryggi upplýsinga í grunninum. Þar á
meðal er ISO/IEC 15408 Information
technology - Security techniques - Evalu-
ation criteria for IT security. Þar sem
staðallinn er nefndur í sömu andrá og mið-
lægur gagnagrunnur á heilbrigðissviði
hlýtur að vera gráupplagt að segja frá hon-
um í örstuttu máli. Staðallinn er einnig
fréttnæmur vegna þess að stjórnvalds-
stofnanir-í Bandaríkjunum, Kanada,
Þýskalandi, Hollandi, Frakklandi og Bret-
landi - sem sinna eftirliti með meðferð og
öryggi upplýsinga, tóku sig saman um að
gera hann að veruleika. Stofnanir þessar
hafa einnig skuldbundið sig til að fylgja
staðlinum. En til hvers er staðallinn
ætlaður og fyrir hverja?
Skýrar kröfur
Fyrri spurningunni er fljótsvarað; staðall-
inn er verkfæri til að tryggja og meta ör-
yggi upplýsinga af öllu tagi, hvort sem
einstök tól eða upplýsingakerfi innihalda
upplýsingarnar. I staðlinum eru settar fram
almennar kröfur og aðferðir til að ganga
úr skugga um að þær séu uppfylltar. Hinar
almennu kröfur staðalsins gera kleift að
bera saman niðurstöður úr aðskildum ör-
yggisúttektum. Jafnframt gera kröfurnar
niðurstöður öryggismatsins auðskildari og
aðgengilegri, þar sem augljóst verður
hvaða kröfur eru gerðar, hvað þarf til
þannig að þær teljist uppfylltar og hvernig
á að sannreyna það. - Það skal undirstrik-
að hér að staðallinn tekur til öryggisþátta
sem snerta upplýsingatækni með beinum
Úttekt á öryggi upplýsinga
8
Tölvumál