Tölvumál - 01.07.2001, Page 8

Tölvumál - 01.07.2001, Page 8
FrumkvöðlasetriS Setrinu er þannig ætlað að hvetja börn og unglinga til skap- andi hugsunar og veita þeim aðstöðu til að vinna að hug- myndum sínum við kjöraðstæður Á Setrinu eiga frumkvöðlar framtíðarinnar að fá möguleika á því að vinna nýjurn hugmyndum brautargengi, takast á við út- færslu þeirra á vandaðan hátt og glíma við þau vandamál sem upp koma undir hand- leiðslu reyndra leiðbeinenda. Setrinu er þannig ætlað að hvetja böm og unglinga til skapandi hugsunar og veita þeim að- stöðu til að vinna að hugmyndum sínum við kjöraðstæður. Reynslan og þekkingin sem þátttakend- ur í starfi Frumkvöðlasetursins munu afla sér á án efa eftir að verða lyftistöng fyrir þjóðfélagið allt þegar þessir framtíðar- frumkvöðlar koma út í atvinnulífið. Og þekkingin mun ekki einungis nýtast þátt- takendunum einum, því þeir munu miðla þekkingu sinni og reynslu til annarra, bæði á meðan á þátttökunni stendur og ekki síður þegar kemur að því að nýta kunnáttuna síðar meir. í starii Frum- kvöðlasetursins verður þannig horft fram á veginn og reynt að veita þátttakendum gott veganesti á lífsbrautinni. Þar verður ungu fólki gefin innsýn í atvinnulíf fram- tíðarinnar og það gert hæfara til að takast á við ný og spennandi verkefni. Þeir sem vilja hafa samband við Frum- kvöðlasetrið geta gert það með því að senda tölvupóst á setrid@setrid.net. Nán- ari upplýsingar um Frumkvöðlasetrið og starfsemi þess má hins vegar finna á vef- slóðinni www.setrid.net. Höfundur er sagnfræðingur og félagi í undirbúningshópi vegna starfsemi Frumkvöðlasetursins. IIIIKMSTOIV BANKVNNA 8 Tölvumál

x

Tölvumál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Link to this issue: 3. Tölublað (01.07.2001)
https://timarit.is/issue/182528

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.

3. Tölublað (01.07.2001)

Actions: