Tölvumál - 01.07.2001, Blaðsíða 8

Tölvumál - 01.07.2001, Blaðsíða 8
FrumkvöðlasetriS Setrinu er þannig ætlað að hvetja börn og unglinga til skap- andi hugsunar og veita þeim aðstöðu til að vinna að hug- myndum sínum við kjöraðstæður Á Setrinu eiga frumkvöðlar framtíðarinnar að fá möguleika á því að vinna nýjurn hugmyndum brautargengi, takast á við út- færslu þeirra á vandaðan hátt og glíma við þau vandamál sem upp koma undir hand- leiðslu reyndra leiðbeinenda. Setrinu er þannig ætlað að hvetja böm og unglinga til skapandi hugsunar og veita þeim að- stöðu til að vinna að hugmyndum sínum við kjöraðstæður. Reynslan og þekkingin sem þátttakend- ur í starfi Frumkvöðlasetursins munu afla sér á án efa eftir að verða lyftistöng fyrir þjóðfélagið allt þegar þessir framtíðar- frumkvöðlar koma út í atvinnulífið. Og þekkingin mun ekki einungis nýtast þátt- takendunum einum, því þeir munu miðla þekkingu sinni og reynslu til annarra, bæði á meðan á þátttökunni stendur og ekki síður þegar kemur að því að nýta kunnáttuna síðar meir. í starii Frum- kvöðlasetursins verður þannig horft fram á veginn og reynt að veita þátttakendum gott veganesti á lífsbrautinni. Þar verður ungu fólki gefin innsýn í atvinnulíf fram- tíðarinnar og það gert hæfara til að takast á við ný og spennandi verkefni. Þeir sem vilja hafa samband við Frum- kvöðlasetrið geta gert það með því að senda tölvupóst á setrid@setrid.net. Nán- ari upplýsingar um Frumkvöðlasetrið og starfsemi þess má hins vegar finna á vef- slóðinni www.setrid.net. Höfundur er sagnfræðingur og félagi í undirbúningshópi vegna starfsemi Frumkvöðlasetursins. IIIIKMSTOIV BANKVNNA 8 Tölvumál

x

Tölvumál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.