Tölvumál - 01.07.2001, Page 10

Tölvumál - 01.07.2001, Page 10
ebXML Skeytin eru byggð upp á staðlaðan hátt, í samræmi við ákveð- na röð í viðskiptaferli með skýrum orðaskil- greiningum og útskýr- ingum á viðskiptahug- tökum og í samræmi við útqefna staðla ISO nýtur ebXML stuðnings alþjóða- og evrópsku staðlastofnananna ISO og CEN. Með ebXML var stefnt að því að gera fyrirtækjum af öllum stærðum og gerðum, hvar sem er í heiminum, kleift að finna hvert annað og eiga viðskipti bókhald í bókhald á grunni staðlaðra XML skeyta. Til þess að svo mætti verða þurfti að skapa ramma fyrir samræmt verklag, hanna tæknilýsingar og skilgreina viðskiptaferli fyrir rafræn viðskipti á Netinu á grunni XML. Formlegt markmið var að skapa þannig alþjóðlega umgjörð um samræmt rafrænt markaðstorg á aðeins átján mán- uðum. Skeytin eru byggð upp á staðlaðan hátt, í samræmi við ákveðna röð í viðskiptaferli með skýrum orðaskilgreiningum og út- skýringum á viðskiptahugtökum og í sam- ræmi við útgefna staðla ISO eftir því sem kostur er. Leitast var við að venjuleg við- skiptakerfi gætu með lítilli fyrirhöfn að- lagast hinu skilgreinda vinnulagi og skeytaútfærslum. Þannig var megináhersla lögð á að uppfylla þarfir lítilla og meðal- stórra fyrirtækja en víðtæk notkun þeirra á rafrænum viðskiptum er forsenda al- mennrar útbreiðslu þeirra. Þá var tryggt í upphafi að skilgreiningarnar væru öllum aðgengilegar og án endurgjalds. Til Vínarborgar Reglulegir vinnufundir ebXML á þessum 18 mánuðum fóru fram um allan heim. Auk San José var með jöfnu millibili fundað í Brússel, Boston, Tokyo, Vancou- ver og loks í Vínarborg í maí sl. Skemmst er frá því að segja að í byrjun höfðu marg- ir sem stóðu utan við þessa vinnu mikla vantrú á því að þetta ætti eftir að takast, en reyndin varð önnur. Greinarhöfundur tók þátt í hinum 5 daga lokafundi í Vínarborg ásamt Tryggva Þórðarsyni hjá Hugbúnaði hf., formanni rvXML-stýrihóps ICEPRO. Það var sér- stakt að verða vitni að því hvernig fulltrú- urn frá ólíkum þjóðum, en ekki síður frá fyrirtækjum sem alla jafna eiga í harðri samkeppni, gekk að vinna sarnan. Eðli málsins samkvæmt var skipst á sjónarmið- um, oft all harkalega, um útfærslu mis- munandi þátta enda oft ólíkir hagsmunir á ferðinni. En eindreginn vilji þátttakenda til að sigla fleyinu í höfn og örugg og sam- hent stjórn UN/CEFACT og OASIS leiddi til þess að menn gátu gengið uppréttir frá borði. Þótt Vínarfundurinn sé formleg loka- höfn er ekki þar með sagt að verkefninu sé endanlega lokið. Nýr kafli í vinnunni við ebXML tekur við. UN/CEFACT og OASIS munu héðan í frá skipta einstökum verkþáttum á milli sín en eftir er að útfæra nánar ýmis atriði, m.a. að tryggja innleið- ingu staðalsins í einstökum löndum og í mismunandi atvinnugreinum. Þetta þýðir í raun að tæknilegar og viðskiptalegar skil- greiningar og ferli hafa verið mótuð, mik- ill fjöldi tilvísana í grunneiningar á borð við magneiningar og heiti á gjaldmiðlum hafa verið ákvarðaðar, en eftir er að útfæra ebXML fyrir samskipti fyrir mismunandi starfsemi. Samkvæmt sameiginlegri vilja- yfirlýsingu, sem samþykkt var á Vínar- fundinum, verður skipuð samráðsnefnd frá báðum stofnunum og áfram unnið sameiginlega að því að koma ebXML á framfæri. Þá bíður það stofnana og sam- taka á borð við EAN og CEN/ISSS - upp- lýsingatæknisviðs staðlastofnunar Evrópu - að útfæra nánar ebXML fyrir evrópskan markað og sambærilegra stofnana annars staðar í heiminum að vinna út frá sama grunni. Leiðarljós ebXML Sem fyrr segir var og er markmið ebXML að hanna rafrænan samskiptamáta, þar sem fyrirtækjum hvar sem er í heiminum er gert kleift að leita hvert annað uppi, að skapa viðskiptatengsl í kjölfarið og eiga bein viðskipti á samræmdan hátt. Alla þessa þætti má gera sjálfvirka að meira eða minna leyti, og þar með minnka og í flestum tilfellum útrýma þörf fyrir hand- virka íhlutun. Eftirtalin atriði voru þátttak- endum leiðarljós á mánuðunum átjánflj: • Gera rafræn viðskipti einföld og auð- veld í notkun með útfærslu á grunni XML. • Hanna tæknilegar skilgreiningar með eins breiðri skírskotun og unnt væri. • Leggja áherslu á að skapa alheimsstað- al sem nær yfir allar atvinnugreinar til notkunar í viðskiptum milli fyrirtækja og í viðskiptum milli fyrirtækja og neytenda. • Samþætta uppbyggingu og innihald 10 Tölvumál

x

Tölvumál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.