Tölvumál - 01.07.2001, Side 11

Tölvumál - 01.07.2001, Side 11
ebXML Það sem gerir ebXML eins öflugt og raun ber vitni er einmitt sú áhersla og metnaður sem lögð hafa verið í að skilgreina við- skiptaferli og líkön mismunandi XML verkefna í einn not- hæfan XML viðskiptastaðal. • Skapa vettvang sem gat beint kröftum, sem áður fóru í mörg skammtímaverk- efni, í einn sameiginlegan farveg til langs tíma. • Uppfylla þarfir innan einstakrar at- vinnugreinar og milli þeirra og þarfir viðskiptavina þeiixa. • Forðast að búa til einkalausnir sem leggja á væntanlega notendur l'járhags- legar kvaðir eða tæknilegar kröfur urn tiltekinn hugbúnað til að nota ebXML. • Vinna hörðum höndum að því að lækka kostnað tengdan notkun á rafrænum viðskiptum. • Styðja öll helstu tungumál. • Styðja alla helstu þjóðlega og alþjóð- lega viðskiptaskilmála. • Brúa bil viðurkenndra EDI- og XML staðla. • Eftir ntegni að styðjast við tilmæli um einföldun í rafrænum viðskiptum sem fram koma í SIMAC yfirlýsingunni.2 Sýn ebXML Til að viðskipti tveggja fyrirtækja geti orðið að veruleika, verða þau að eiga kost á að finna hvort annað og þær vörur og þjónustu sem þau hafa upp á að bjóða. í framhaldinu þurfa þau að ákvarða hvaða viðskiptaferli (e. business process) og skjöl eru nauðsynleg til að af viðskiptum geti orðið og hvaða grunneiningar (e. core components) skuli unnið með. Þetta skal útskýrt nánar: Viðskiptaferli Það sem gerir ebXML eins öflugt og raun ber vitni er einmitt sú áhersla og metnaður sem lögð hafa verið í að skilgreina við- skiptaferli og líkön og útfæra fyrir XML. Með því er fyrirtækjum unnt að laga sig að því ferli sem nauðsynlegt er að báðir aðilar fylgi við framkvæmd viðskipta og sernja um skilmála tengdum viðskiptunum. Hér er farið eftir ákveðnum leiðurn og sam- skiptaflötum til gera það kleift að flytja skjöl á milli tölva og vinna úr mótteknum eða sendum skeytum á hvorum enda. Þegar fyritæki hafa samið urn heppilegt líkan er unnt að draga upp rnynd af þörfum og skil- yrðum, tímaröð viðskiptafærslna og hlut- verki hverrar aðgerðar. Á meðfylgjandi mynd, sem með ein- földuðum hætti sýnir hvernig rnenn sjá virkni ebXML fyrir sér í viðskiptum tveggja fyrirtækja, má sjá hvernig fyrir- tæki A sendir og tekur á móti slíkum upp- lýsingum og er merkt í reit 1. Þegar fyrir- tækin A og B hafa fundið hvort annað, sent og flutt niður það sem kalla má þver- snið og svið hvors annars og aðlagað eigin kerfi (reitir 2-4), er þeim ekkert að van- búnaði að semja formlega sín á milli um hvemig þau haga viðskiptum sínum og ljúka þeim síðan. Grunneiningar Annar þáttur sem segja má að sé horn- steinn ebXML eru grunneiningar (e. Core Components). Þetta er kjarninn í þeim upplýsingum sem fyrirtækin skiptast á og gerir þeint kleift að hafa sama skilning og nákvæmlega sömu viðmiðun á þýðingu einstakra staka. Dæmi um þetta er banka- reikningur sem þarf að innihalda lág- marksupplýsingar á borð við nafn eig- anda, viðskiptareikning og númer. Einnig má nefna skammstafanir á mynt, þyngdar- einingar o.þ.h., sem byggt er á skilgrein- ingum ISO og fleiri stofnana. Endurskipulagning vinnulags Það er ekki nægjanlegt að taka aðeins upp þær skilgreiningar og aðlagast samskipta- ferlum sem ebXML staðalinn felur í sér. Ætli fyrirtæki sér að hafa ávinning af upp- töku staðlaðra Netviðskipta á grunni ebXML, er nauðsynlegt að stjórnendur hafi metnað til að gera þau að viðteknum viðskiptamáta í stað pappírs eða símbréfs og hrinda í framkvæmd ýmsum róttækum breytingum á vinnulagi starfsmanna við innkaup, markaðssetningu og sölu. Ætla má að það sé ekki hvað síst þessi atriði sem hafa hamlað framþróun EDI hérlendis sem erlendis þrátt fyrir órnæld tækifæri til hagræðingar sem þess háttar viðskipti bjóða uppá. Framtíð EDI Til áréttingar skal tekið fram að sú fjár- festing sem íslensk fyrirtæki hafa lagt í hefðbundið EDI er síður en svo úrelt. EDI tæknin er enn í fullu gildi enda jókst fjöldi EDI notenda nteira en nokkru sinni áður á síðasta ári og horfur eru svipaðar á þessu. Tölvumál 11

x

Tölvumál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.