Tölvumál - 01.07.2001, Side 13

Tölvumál - 01.07.2001, Side 13
Microsoft. Net .NET Gísli Rafn Ólafsson Project 42 var ætlað að hrinda af stað nýrri hugsun innan Microsoft Þessi hugmynd byg- gði á nýju tekjulíkani þar sem notendur gerðust í raun áskrif- endur að vefþjónustu þessari \ stað þess að kaupa pakka- lausnir Grundvallarhug- myndin á bakvið .NET er að hugbún- aður er ekki lengur byggður upp sem pakkavara sem þú kaupir út I búð Fyrir um 2% ári síðan gerði hugbún- aðanisinn Microsoft sér grein fyrir því að markaðurinn fyrir sölu á hug- búnaði væri á góðri leið með að mettast og gæti því ekki haldið áfram að vaxa jafn ört og hann hafði gert undanfarinn einn og hálfan áratug. Á sama tíma varð þeim einnig ljóst að sú kúvending sem gerð var á fyrirtækinu í maí 1995 var einungis fyrsta skrefið í áttina að því að laga hug- búnað og hugbúnaðargerð að Netinu. Project 42 í upphafi árs 1999 var fyrir tilstilli Bill Gates sett í gang verkefni sem kallaðist „Project 42“ (en 42 er skírskotun í fræga sögu Douglas Adams „Hitchhiker’s Guide to the Galaxy“). Project 42 var ætlað að hrinda af stað nýrri hugsun innan Microsoft. Allt frá hinu fræga minnisblaði Bill Gates frá 1995 („The Internet Tidalwave") hafði hver og ein deild innan Microsoft einungis spáð í það hvernig þeirra eigin vara gæti notað Netið. í Project 42 voru hins vegar valdir lykil- starfsmenn úr sem flestum deildum Microsoft og búnir til vinnuhópar í kring- um ákveðna þætti sem voru sameiginlegir með öllum deildunum. Dæmi um slíka hópa voru t.d. hópur sem einbeitti sér að því hvernig dreifa mætti hugbúnaði á auð- veldari hátt á Netinu og hópur sem mark- aði stefnu í því hvernig nota mætti sömu gagnagrunnsvélina fyrir allar vörur Microsoft (í stað þriggja eins og nú er). Annar hópur einbeitti sér að dreifingarað- ferðum á hugbúnaði í gegnum Netið. I raun má segja að þarna hafi verið um mjög breiða stefnumótunarvinnu að ræða, vinnu sem síðan átti eftir að nýtast vel þegar .NET fór að fæðast. Project 42 lauk síðan á vordögum 1999 með fundaröð þar sem helstu stjórnendum Microsoft voru kynntar niðurstöður vinnuhópanna. NGWS Það var síðan um mitt ár 1999 að Bill Gates og aðrir af leiðtogum Microsoft fóru að kynna innan fyrirtækisins þá hug- mynd að byggja hugbúnað upp sem sam- safn af vefþjónustum. Þessi hugmynd byggði á nýju tekjulíkani þar sem notend- ur gerðust í raun áskrifendur að vefþjón- ustu þessari í stað þess að kaupa pakka- lausnir. Hugmynd þessari var gefið vinnu- heitið NGWS sem stóð fyrir Next Gener- ation Windows Services. Fljótlega fór þessari hugmynd að vaxa hryggur innan Microsoft og fleiri og fleiri deildir fóru að endurskipuleggja þá vöru sem þær voru að vinna að svo að hún passaði inn í þetta líkan. Ekki var komið neitt markaðsheiti fyrir þessa hugmynd, en margar deildir völdu að bæta við plús (+) fyrir aftan nafn vörunar til auðkennis að um NGWS-vöru væri að ræða. Þetta var upphaflega dregið frá COM+, en á mismunandi tímum voru til Storage+, Forms+, ASP+ og fleiri skyldar vörur. .NET fær nafn Það var svo loks á vormánuðum árið 2000 sem markaðsdeildin hjá Microsoft gat fundið og komið sér saman um vöruheiti sem væri í senn einfalt og jafnframt gríp- andi. Fyrir valinu varð .NET, en mánuðina á undan hafði Sun Microsystems keyrt mjög vel heppnaða auglýsingaherferð undir slagorðinu „við erum punkturinn í .com“. I júní sarna ár hélt Microsoft síðan mikla kynningarráðstefnu um .NET. Kynnt voru slagorð eins og „hugbúnaður sem þjónusta“, „vefþjónusta“, „XML XML XML“ og „óháð vélbúnaði“, en flestir sem komu af ráðstefnunni eða fylgdust með henni í gegnum Netið voru ekki mikið nær um það hvað hafði verið kynnt. Það var kannski ekki neitt skrýtið, því að á þessu stigi var hugmyndin um .NET enn mjög óljós innan fyrirtækisins sjálfs. Þó svo að flestir starfsmenn næðu því hvert ætti að stefna, voru fáar áætlanir í gangi sem miðuðu í þá átt. En hvað er .NET? Grundvallar hugmyndin á bakvið .NET er að hugbúnaður er ekki lengur byggður Tölvumál 13

x

Tölvumál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.