Tölvumál - 01.07.2001, Síða 20

Tölvumál - 01.07.2001, Síða 20
Menntun I Ijósi þessarar reynslu býður mennta- málaráðuneytið kenn- urum, í skólum sem hyggja á fartölvu- væðingu, undirbún- ingsnámskeið þeim að kostnaðarlausu Breyttir kennsluhættir þurfa að eiga sér að- draganda með skipu- lagðri undirbúnings- vinnu. • Þung til lengdar • Dýrt Hva& hefur áunnist? Kennarar hafa farið á margs konar nám- skeið um notkun tölvunnar og Netsins í þeim tilgangi að bæta kennsluna. Nem- endur hafa einnig öðlast aukna færni í notkun upplýsingatækni. Með samstarfi við framleiðendur hugbúnaðar hafa nýjar leiðir verið þróaðar því Islendingar eru um margt í fararbroddi á sviði upplýsinga- tækni í skólastarfi. Þátttaka í innlendum og erlendum samvinnuverkefnum hefur gert okkur kleift að fylgjast vel með því sem er að gerast í kringum okkur og efla íslenskt skólastarf. UT-skólarnir hafa samvinnu sín á milli um ýmsa þætti þróunarstarfsins. Til dæmis hafa kennarar haldið sameiginglega fag- greinafundi um hvernig best sé að hagnýta upplýsingatækni og auka samstarf skól- anna. Dæmi eru um áfanga sem hafa verið þróaðir og kenndir með dreifnámsaðferð, að hluta til staðbundið í hverjum skóla fyrir sig en að hluta til með fjarnámssniði. Aðferðin er fólgin í samnýtingu námsefnis á Neti jafnframt því sem hver kennari ber ábyrgð á ákveðnum þáttum námsefnisins. I ljósi þessarar reynslu býður mennta- málaráðuneytið kennurum, í skólum sem hyggja á fartölvuvæðingu, undirbúnings- námskeið þeim að kostnaðarlausu. UT- skólarnir koma að skipulagi námskeið- anna svo reynsla þeirra megi nýtast sem best í öðrum skólum. UT-grunnskólarnir Breyttir kennsluhættir þurfa að eiga sér aðdraganda með skipulagðri undirbún- ingsvinnu. I grunnskólunum hefur verið lögð áhersla á undirbúning og endur- menntun kennara áður en farið yrði að breyta kennslufyrirkomulagi. A Eyrarbakka og Stokkseyri er virk þátttaka í samskiptaverkefnum. Netið er notað á fjölbreyttan hátt til umræðu og samvinnu. Til dæmis hefur fjarfundabún- aður skólans verið nýttur til funda með nemendum og kennurum í öðrum löndum. I Arbæjarskóla er þráðlaust fartölvuver sem er færanlegt milli kennslustofa. Reynslan af því er góð, einkum eru tungu- málakennarar ánægðir með að komast á Netið með nemendum. I Varmalandsskóla hefur verið unnið með ný forrit, meðal annars við kynningu á safninu í Snorrastofu sem er í nágrenni skólans. Samningar hafa verið gerðir við fleiri stofnanir og skóla í nágrenninu varð- andi notkun hugbúnaðar og samvinnu á Netinu. UT-framhaldsskólarnir Tilraunaverkefni með fartölvur nemenda var áberandi í þróunarstarfi síðasta skóla- árs og næsta vetur verður haldið áfram á sömu braut. I Fjölbrautaskólanum við Armúla voru myndaðir sérstakir fartölvuhópar í nokkium áföngum. Hjá fjölmörgum hóp- um var farin sú leið að taka einn tíma á viku af hefðbundinni stundaskrá en kenna með dreifnámssniði þess í stað. Næsta skólaár er gert ráð fyrir að þorri kennara bjóði upp á fartölvustudda kennslu og öll- um nemendum býðst að koma með far- tölvu í skólann ef þeir vilja. í Fjölbrautaskóla Suðurlands var sú leið farin í fyrrahaust að skilgreina nokkra áfanga með sérstakri áherslu á fartölvu- notkun. Þar á meðal er tilraunaáfangi í jarðfræði, eðlisfræði og efnafræði með áherslu á þverfagleg vinnubrögð í raunvís- indum. Kennslan dreifðist í sal og víðar um skólann. Næsta skólaár verða allir kennarar með fartölvur og aðstaða er fyrir alla nemendur til að vera með fartölvur í skólanum ef þeir vilja. Kennarar í Menntaskólanum á Akureyri hafa nú verið með fartölvur í tvo vetur og nota upplýsingatækni í flestum greinum. í vetur var gerð tilraun með að hafa einn bekk þar sem allir nemendur nota fartölvu og þykir sú tilraun hafa tekist vel. Næsta vetur er áætlað að tveir bekkir á fyrsta skólaári og tveir á öðru ári verði fartölvu- bekkir. Neffréttir Nemendur og kennarar UTskólanna skrif- uðu í vetur daglega fréttir úr skólastarfi á mbl.is, www.mbl.is/utskolar. Jafnhliða samningi við Morgunblaðið um fréttaskrif fengu skólarnir ókeypis aðgang að gagna- safni Morgunblaðsins. Við vetrarlok var notkunin mæld þannig að nú er ljóst hvernig safnið var nýtt í skólunum. 20 Tölvumál

x

Tölvumál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.