Tölvumál - 01.07.2001, Síða 25

Tölvumál - 01.07.2001, Síða 25
CeBIT 2001 en þar sem hefðbundnar einmenningstölv- ur eiga í hlut og sú tilhneiging nú orðið að hverfa aftur til fortíðar, og vista allt mið- lægt, muni áreiðanlega koma boðtólum og léttbiðlurum til góða. Með MPEG-4 þjöpp- unartækni má ná þokkalegum gæðum um hægar fjarskipta- línur og þar með talið á farsímanetum Ný þjöppunartækni Það sem hefur komið að hvað allra mestu gagni fyrir tölvunotendur í gegnum áranna rás eru ýmsir möguleikar til að þjappa saman gögnum, það er að segja að minnka umfangið án gagnataps eða að minnsta minnsta kosti vera svo lítið að það komi ekki að sök. Það virðist ekki skipta máli þó bæði diskar stækki sífellt og hraði í fjarskiptum aukist stöðugt, enn er brýn þörf á að þjappa sarnan efni og sú tækni er í stöðugri mótun. Alkunna er hvernig beita má þjöppunartækni á skrár af ýmsu tagi en skemmra er síðan almennt var farið að beita slíku á mynd og hljóð. Þekktast er það sem kallað er MP3 en þetta er eitt af- brigði MPEG þjöppunartækninnar og hef- ur verið notað rnikið til að þjappa saman hljóðefni þannig að umfang tónlistar getur í bætum talið minnkað um 90% án veru- legrar gæðarýrnunar. Afbrigðið MPEG-2 er notað á DVD diskum en núna er að koma til sögunnar MPEG-4 en með þeirri þjöppunartækni má ná þokkalegum gæðum, sem mun svipa til myndbandsgæða, um hægar fjar- skiptalínur og þar með talið á farsímanet- um. MPEG-4 er álitinn tæknilega rnjög fullkominn staðall og fyrir utan að auð- velda miðlun hreyfimynda er hann saminn með gagnvirka margmiðlun í huga og því kjörinn til notkunar á Netinu. Ýmsir leið- andi framleiðendur hafa þegar tekið við sér og hafið þróun á þar til gerðum MPEG-4 kubburn. Getum er leitt að því að sagan í kringum MP3 og Napster muni endurtaka sig í tengslum við myndefni lolvumál 25

x

Tölvumál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.