Tölvumál - 01.07.2001, Qupperneq 30

Tölvumál - 01.07.2001, Qupperneq 30
Frá Orðanefnd Frá Orðanefnd Sigrún Helgadóttir Að beiðni ritnefndar Tölvumála tók formaður orðanefndar að sér aftur að fara yfir allar greinar sem birt- ast í blaðinu, með það fyrir augum að samræma þýðingar erlendra hugtaka. Höfð var sama aðferð og fyrr, greinarnar voru orðteknar og í sumuin tilvikum fengu höfundar ábendingar unt orðanotkun. Stundum reyndi orðanefndin að fínna heiti ef þau vantaði eða endurskoða eldri heiti. Hér á eftir verður fjallað stuttlega um þau orð sem sérstök ástæða þykir til að benda á. Einnig eru gerðar athugasemdir við sumt af því efni sem birtist í síðasta tölu- blaði Tölvumála. public key, private key I síðasta pistli var rætt um það að nefnd- inni hefði þótt ástæða til þess að endur- skoða þýðingar sínar á orðunum private key og public key sem í Tölvuorðasafn- inu voru þýdd sem einkalykill og dreifilyk- ill. Nefndin lagði til að kalla private key leynilykil og public key reiðulykil. Skömmu eftir að blaðið kom út hafði Jó- hann Gunnarsson samband við nel'ndar- menn og benti á að í Lögum nr. 28 7. maí 2001 hafi orðin einkalykill og dreifilykill verið notuð. Orðanefndin þakkar Jóhanni fyrir ábendinguna. Nefndin leggur því til að orðin einkalykill og dreifilykill verði áfram aðalheitin en þeir sem heldur vilja geti notað orðin einkalykill og reiðulykill. infrastructure I síðasta pistli sá orðanefndin ástæðu til þess að ræða enn þá einu sinni um orðið infrastructure. Þá var lagt til að nota þýðinguna innangerð. Kristján Haukur Fiosason, tæknifræðingur, sendi orða- nefndinni línu af því tilefni. Hann leggur til að notað sé orðið gnmnvirki og nefnir hafnarmannvirki, heilbrigðisstofnanir, skólakerft, vegi, flugvelli og veitukerfi sem dæmi um grunnvirki þjóðfélags. Kristján bendir einnig á að forskeytið „in- fra-“ þýði ekki „inni“ eða „innan“ heldur „undir“. Þess vegna þykir honum varla við hæfi að nota „inn-“ forskeytið í þýðingum. Þó að forskeytið infra- þýði undir er ekki óþekkt að það sé þýtt með inn-. Benda má á að infrared er þýtt með inn- rauður, sennilega til þess að það geti kall- ast á við orðið útfjólublár sem er þýðing á ultraviolet. Með hliðsjón af tillögu Krist- jáns Hauks varð til sú hugmynd að nota orðið stoðkerfi um infrastructure. Orðið stoðkerfi finnst í Orðabankanum sem þýð- ing á supporting structure og skeletal system fyrir lífverur. Spurning er hvort ekki megi nota það líka um infrastruct- ure, þ.e. tala um stoðkerfi tölvukerfa og þjóðfélags. outsourcing, insourcing I síðasta tölublaði Tölvumála var rætt um þýðingu á enska heitinu outsourcing. Þar var lagt til að notuð væru tvö mismunandi heiti, úthýsing og hýsing, eftir því hvort litið væri á málið frá sjónarhóli kaupanda eða seljanda þjónustunnar. Sá sem kaupir þjónustuna úthýsir verkefninu og kaupir hýsingu. Sá sem selur þjónustuna hýsir verkefnið eða býður hýsingu. En mörgum finnst sögnin að úthýsa hafa of neikvæða merkingu. Því mætti hugsa sér að nota í staðinn sögnina útvista og nafnorðið út- vistun. Sögnin útvista stýrir þolfalli og kaupandi þjónustunnar útvistar verkefni sín. Hann kaupir útvistun. Seljandi gæti einnig selt útvistun en sennilega vilja menn heldur vista verkefni og selja vistun- arþjónustu. Fyrirtæki sem selja vistunar- þjónustu gætu þá heitið vistunarfyrirtœki. Einnig mun vera til enska orðið inso- urcing um það að taka verkefni aftur inn í fyrirtæki. Þá mætti tala um endurvistun á íslensku og að endurvista. firewall Eins og bent var á í síðasta tölublaði Tölvumála er í 3. útgáfu Tölvuorðasafns gefin þýðingin netvörn á enska heitinu flrewall en margir vilja þýða orðið beinl og tala urn eldvegg. Nýlega var þetta hug- tak aftur til umræðu í orðanefndinni og kom þá fram sú hugmynd hvort orðið net- vörður væri hugsanlega betra en orðið 30 Tölvumál

x

Tölvumál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.