Tölvumál - 01.07.2001, Side 33

Tölvumál - 01.07.2001, Side 33
Frá Orðanefnd entation. Tölvunotendur virðast ekki vilja nota þessi orð. Orðanefndin vill því varpa fram þeirri hugmynd að implement verði þýtt með sögninni nothœfa. Implementa- tion yrði þá nothæfing og implemented yrði nothæfður. Þá má segja að implem- ented system sé nothœft kerfi. Gott væri að fá álit lesenda Tölvumála á þessari hugmynd. fax I Tölvuorðasafninu eru gefnar þýðingarn- ar símsending, símsenda og sfmabréf eða símbréf fyrir það sem á ensku er nefnt fax. Margir nota þessi orð og þau eru vel skilj- anleg og vill orðanefndin minna á þau. information appliance, thin dient, fat dient Einar Reynis skrifar í grein sinni um tæki sem kallast á ensku information appli- ance og thin client. Munurinn á þessum tveimur tækjum er engan veginn ljós. í orðasafni á veraldarvef (FOLDOC) er information appliance skilgreint sem ‘tæki sem getur aðeins innt af hendi fá af- mörkuð verk og er stjórnað með snertiskjá eða hnöppum’. Skýringin á thin client er hins vegar ‘einfalt biðlaraforrit eða tæki sem notfærir sér það að flestar aðgerðir sem það þarf að inna af hendi eru inntar af miðlara’. Einar benti einnig á grein þar sem sagt er að information appliance gegni því hlutverki að veita neytendum aðgang að upplýsingum og þjónustu sem fmna má á lýðnetinu. í sömu grein er bent á að information appliance sé skylt ein- menningstölvum en sé alls ekki einmenn- ingstölva. Eftir nokkra umhugsun lagði orðefndin til að kalla information appliance boðtól þar sem helsta hlutverk tækisins virðist að koma boðum frá notanda til lýðnets. Lagt var til að kalla thin client léttbiðlara. Einnig mun vera til thick client sem eins konar andstæða léttbiðlara og var lagt til að sá hétiþungbiðlari. Ef til viil er venju- leg einmenningstölva dæmi um þungbiðl- ara. click I Tölvuorðasafni er gefin þýðingin smella á ensku sögninni click. Skilgreiningin er að ‘styðja á valhnapp á benditæki og sleppa honum aftur til þess að velja svæði sem bendirinn vísar á’. Bent er á þessa þýðingu að gefnu tilefni. process Margir rugla saman orðunum ferill og ferli. Orðiðferill er karlkynsorð, í ef.ferils og ft.ferlar. Samkvæmt íslenskri orðabók er ferill ‘braut, slóð’. Oft er orðiðferill notað sem þýðing á enska orðinu curve (í stærðfræði). Orðiðferli er hins vegar hvorugkynsorð, ef. Ferlis. Samkvæmt ís- lenskri orðabók er ferli ‘það sem fram fer, viðburðarás’. Orðið ferli virðist því eiga vel við sem þýðing á enska orðinu process. Niðurlagsorð Fyrir aftan greinina eru tveir orðalistar. Sá fyrri er listi yl'ir enskar skammstafanir sem koma fyrir í grein Stefáns Jóns Friðriks- sonar. I seinni listanum eru orð sem fjallað er um í pistli orðanefndar og fáein önnur sem koma fyrir í greinum í blaðinu. Eins og áður hvetur orðanefnd lesendur Tölvumála til þess að láta heyra í sér. Orðanefndin vill gjarnan fá tillögur og óskir um ný orð. Hafa má samband við formann í síma 580 8400, tölvupóstfang: sigrun.h@simnet.is. Einnig má benda lesendum á Orðabanka íslenskrar mál- stöðvar þar sem eru nú 37 orðasöfn að- gengileg öllum, þar með talin 3. útgáfa Tölvuorðasafns. Orðabankinn var opnaður öllum notendum 1. janúar 2001. Veffang orðabankans er: http://www.ismal.hi.is/ob/. Sjá nœstu sfðu Tölvumál 33

x

Tölvumál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.