Tölvumál - 01.07.2002, Qupperneq 3

Tölvumál - 01.07.2002, Qupperneq 3
Tímarit Skýrslutæknifélags íslands IDLVUMÁL • z o Hn © m o • Rafræn viðskipti á íslandi Rúnar Már Sverrisson OG C Arnaldur Axfjörð J Rafrænt markaðstorg Q Ólafur Ingþórsson 7 Öryggi - óöryggi Valgerður H. Skúladóttir Fasteignagagnagrunnur Haukur Ingibergsson 14 Þekkingarskýrsla Eggert Claessen 16 Skiptir stærðin máli? Björn Gunnlaugsson 19 Þekkingarsetur Ari Skúlason 22 Linux Stefán Hrafn Hagalín 24 LyfjahugbúnaðurTheriak gegn mistökum við lyfjameðferðir Bjarni Bærings Bjarnason 27 Eyður Kjallaragrein 29 Ráðstefnur og sýningar 32 Fram af hengifluginu Saga Boo.com 34 Einmenningstölvan er einstök að því leyti að geta brugðið sér í ótai hlutverk, jafnt til atvinnu og skemmtunnar og leikjaúrvalið er gífurlegt. Þó að höfundur hafi umgengist þessar græjur i bróðum tuttugu ór hafa leikir aldrei verið neitt ofarlega ó blaði fyrr en tilviljun réð því að hann ánetjaðist einum slíkum. Eftir óhapp var ég strandaglópur heima í gifsi og til að drepa tímann var kjörið að prófa Formúlu 1 kappakst- urleik. Formúlan á marga aðdáendur en það eru lika margir sem ekk- ert skilja í þvi hvað er svona spennandi við hana. Sportið er líka þannig að það er engin leið fyrir al- menning að prófa nema með tölvu og ef eitthvað er að marka leikina er meira en að segja það að keyra bílana. Fyrir aksturinn þarf að stilla margt og velja hversu „auðvelt" á að vera að keyra. Skemmst er frá þvi að segja að rennt var blint i sjóinn fyrir fyrsta túr- inn og bíllinn æddi af stað og fór strax út í móa í fyrstu beygju. Vél- araflið er gifurlegt og þetta er einna likast því að keyra i fljúgandi hálku. Bílnum var baslað aftur inn á brauf og aftur sama sagan og á fyrsta hringnum fór hann tólf sinnum útaf. Svona gekk þetta lengi vel og höfundur íhugaði að breyta ökumannsnafninu úr Champion í James Last. En það kom ekki til mála að gefast upp og smátt og smátt var tökum náð á bílnum og ekki lögmál að koma í mark einni mínútu á eftir næsta ökumanni. Snemma dags á CeBIT-sýningunni í vor átti ég leið framhjá bás Tiscali þar sem til sýnis var eftirlíking af Formúlu 1 bíl og tölva tengd við hann. Fáir voru á ferli og strákur sat undir stýri að keyra og aðrir gátu fylgst með á stórum skjá. Þá sveif að mér kona sem spurði hvort ég vildi keyra. An þess að hugsa mig um var svarað já og nafnið sett á blað. Pilturinn sem var að keyra stóð sig nokkuð vel og þulur lýsti þvl sem fram fór milli þess sem hann auglýsti Tiscali. Áhorfendum fór nú mjög að fjölga og hjartsláttur höfundar að aukast. Það væri nú alveg agalegt að klikka fyrir framan skarann. Röðin kom að mér og eftir að hafa komið mér fyrir var rennt í gegnum helstu atriði. Rauðu Ijósin slökknuðu en ekkert gerðist þó gefið væri í botn. Fát, og klukk- an tifaði. Gírskiptingin var öfug við það sem ég var vanur. Af stað. Fyrsta beygjan tekin rólega og ekið áfram. Næsta líka I lagi og fyrsti hringur brátt búinn. Meiri hraði og hraðar i beygjurnar. Annar hringur búinn. Þetta gekk vel og núna var allt keyrt í botn og síðasti hringur kláraður á þokkalegum tíma. Búið. Ekkert met en bréfpoki yfir haus- inn óþarfur. Næst á eftir mér kom ungur piltur og ég fylgdist með. Bíllinn spólaði af stað ög fór of hratt í fyrstu beygju og aksturslínunni ekki fylgt. Ut í móa. Þannig gekk þetta allan fyrsta hringinn og svei mér þá ef hann fór ekki bara tólf sinnum útaf. Einar H. Reynis Tolvumál 3

x

Tölvumál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.