Tölvumál - 01.07.2002, Page 30

Tölvumál - 01.07.2002, Page 30
Kjallaragrein Verkefnisstjóramir gáfu þá umsögn að þeir mæltu eindregið með notkun á vöndlinum, einkum fyrir þá notendur sem ekki gera mikið af því að skiptast á skjölum við notendur samkeppnisbúnaðar frá Microsoft. í Ijós komu samhæfnis- vandamál er tengdust Microsoft Word- skjölum. Finnska ríkisstjómin hefur sömuleiðis gangsett ráðstefnur og nám- skeið fyrir opinbera starfsmenn þar sem þeir em kynntir fyrir Linux og hugbúnaði sem grandvallaður er á opnum stöðlum. Um það bil 13 prósent af miðluram og netþjónum hjá finnska ríkinu keyra nú Linux, en ríkisstjómin hefur sem stendur ekki í hyggju að stýra því hvaða hugbúnað einstakar stofnanir kjósa að nota. Frakkland Það eru að verða tvö ár síðan ráðuneyti menningar og samskipta í Frakklandi ákváðu að skipta út stýrikerfunum Windows NT og IBM AIX Unix fyrir Red Hat Linux á mörgum stærri netþjónum sínum. í augnablikinu hefur þetta átt sér stað á 50 af 300 netþjónum hins opinbera. Jafnframt tóku ráðuneytin í notkun Apache-vefmiðlara og Zope-viðfanga- miðlara, sem báðir eru grundvallaðir á opnum stöðlum. Að sögn talsmanna ráðuneytanna hefur þessi breyting ekki einungis sparað ríkinu umtalsverðar fjárhæðir, heldur hefur nýi hugbúnaðurinn reynst mun öflugri og áreiðanlegri en sá sem fyrir var. Kína Opinberir embættismenn í Peking undirrituðu umfangsmikla samninga við kínversk hugbúnaðarhús fyrir fáeinum mánuðum og sniðgengu Microsoft algjör- lega. Einn af samningunum var við kínverska hugbúnaðarhúsið Red Flag Software, sem fékk það verkefni að útbúa einkatölvur og netþjóna hins opinbera með eigin útgáfu af Linux-stýrikerfmu. Stjórnvöld í Hong Kong hafa enn fremur gangsett liðlega eitt hundrað Linux- netþjóna á síðustu þremur árurn. Þrýstingur innanlands um að ríkið forðist að lenda í heljargreipum eins ákveðins hugbúnaðarsala (les: Microsoft) hefur leitt til þess að hið opinbera í Kína hefur fengið gríðarlegan áhuga á opnum stöðlum og frjálsum hugbúnaði. Sam- kvæmt opinberum tölum rennur um helmingur útgjalda kínverska nkisins á sviði hugbúnaðar rakleiðis til Microsoft. Með notkun á frjálsum hugbúnaði áætlar kínverska ríkið annars vegar að spara sér stórfé, öðlast meiri stjóm yfir eigin búnaði og auka samkeppni. Hins vegar er tak- markið að minnka hugbúnaðarþjófnað, en árið 2000 voru 97 prósent hugbúnaðar í Kína ólöglega fengin. Noregur Nýjar áskriftareglur fyrir notkun á Microsoft-hugbúnaði hafa stóraukið áhuga opinberra stofnana og mennta- kerfisins í Noregi á frjálsum hugbúnaði sem byggir á opnum stöðlum. Ráðuneyti iðnaðar og viðskipta fyrirhuga ítarlegar prófanir á Linux og öðrum skyldum hugbúnaði. Stórbrotin átaksverkefni eru fyrirhuguð í þessum efnum og er talið að Noregur muni þar fylgja nokkuð í kjölfar ríkja innan Evrópusambandsins, en það mun í sumar hefja svokallaða eEurope- áætlun í sumar, en hún innifelur meðal annars ítarlegar prófanir og umræður um frjálsan hugbúnað. Perú Þingið í Perú er nú með til umfjöllunar lagasetningu sem myndi neyða allar opinberar stofnanir í landinu til að nota frjálsan hugbúnað sem byggir á opnum stöðlum. Viðskiptahugbúnað frá aðilum á borð við Microsoft, IBM og Lotus mætti þá einungis nota ef enginn annar valkostur fyrirfyndist á sviði frjáls hugbúnaðar. Talsmenn lagasetningarinnar segja að þetta myndi spara hinu opinbera stórfé á ársgrundvelli. Jafnframt myndu lögin minnka mjög ólöglega notkun á hug- búnaði, en áætlað er að sextíu prósent af öllum hugbúnaði í notkun hjá hinu opinbera séu ólögleg. Lögin hafa hlotið harða gagnrýni þar sem aðallega er kvartað undan alræðistilhneigingum ríkisins og jafnframt bent á að slíkar ráðstafanir hefti mjög sjálfstæðis ríkis- stofnana. Eins hafa hugbúnaðarfyrirtæki í landinu mótmælt lögunum að einhverju leyti og segja þau binda um of hendur framsækinna hugbúnaðarsmiða í landinu. 30 Tölvumál

x

Tölvumál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.