Tölvumál - 01.07.2002, Síða 16

Tölvumál - 01.07.2002, Síða 16
Þekkingarskýrsla Hvað er þekkingarskýrsla? Eggert Claessen Þeir sem starfa í upp- lýsingatækniiðnaði þekkja að verðmæti i fyrirtækjum þeirra eru vanmetin I raun eru slíkar þekk- ingarskýrslur ómetan- legt hjálpartæki fjár- festa til þess að meta fjárfestingarkosti á sambærilegan hátt Það er ekki langt síð- an fyrirtæki fóru að reyna að skrá þessi óáþreifanlegu verð- mæti og koma þess- um upplýsingum i skýrsluform Þeir sem starfa í upplýsingatækniiðn- aði þekkja vel þá staðreynd að verð- mæti í fyrirtækjum þeirra eru van- metin eða jafnvel hvergi skráð vegna þess að við mat á þeim verðmætum sem fyrir- tæki búa yfir hefur verið byggt á þeirri skráningu sem hefðbundið bókhald býður upp á. Þessi skráning dugar skammt þegar óáþreifanlegar eignir eiga í hlut. Þessar óáþreifanlegu eignir hafa oft verið nefndar samheitinu þekkingarauður og er þýðing á enska hugtakinu „intellectual capital". Þegar útskýra á mikinn mismun á mark- aðsverði og bókfærðu verði fyrirtækja er horft til þessara verðmæta. Þetta hefur komið berlega í ljós við mat á svonefndum þekkingarfyrirtækjum eða fyrirtækjum sem hafa það að aðal starfsemi sinni að framleiða óáþreifanleg verðmæti s.s. hug- búnaðarfyrirtæki, fjarskiptafyrirtæki ofl. Það er rétt að fara nokkrum orðum um hver þessi þekkingarverðmæti eru. Fyrst eru það þau verðmæti sem mest eru í svið- ljósinu. Þetta er mannauðurinn sem er sá hluti þekkingarverðmætanna sem býr í starfmönnunum sjálfum og yfirgefur fyrir- tækið við starfslok á degi hverjum. Þá er það markaðsauðurinn sem felst í við- skiptavild sem er mæld í fjölda viðskipta- vina, samninga, vörumerkja auk annarra atriða sem tryggja fyrirtækinu markaðsað- gang með afurðir sínar í framtíðinni. Síð- ast en ekki síst er það skipulagsauðurinn sem er sá hluti þekkingarverðmæta sem fyrirtækinu hefur tekist að fanga í innra skipulagi, ferlum og upplýsingakerfum fyrirtækisins. Sú þekking sem er áfram til staðar eftir lokun, sem tryggir verklag og gæði og mætir nýjum starfsmanni í byrjun dags. Það er ekki langt síðan fyrirtæki fóru að reyna að skrá þessi óáþreifanlegu verð- mæti og koma þessurn upplýsingum í skýrsluform líkt og gert er við fjárhags- upplýsingar. A ensku er þetta nefnt „in- tellectual capital reporting“, á dönsku „videnregnskab“ og á íslensku þekkingar- skýrsla eða þekkingarreikningsskil. Þjóð- ir heims eru mislangt komnar í þessari skráningu en vert er að nefna frumkvæði Dana á þessu sviði. Á ráðstefnu sem hald- in var á vegum stjómvalda í Óðinsvéum nýverið kynnti ég mér þróunina þar í landi og kemur í ljós að þau fyrirtæki sem útbúa þekkingarskýrslu skipta nú hundruðum. Þykir það góður árangur í ljósi þess að stjórnvöld lögðu af stað með hóp 17 fyrir- tækja á árinu 2000 til þess að koma verk- efninu af stað. Hagsmunaaðilar Margir aðilar hafa beinna hagsmuna að gæta varðandi gerð þekkingarskýrslna. Með þekkingarskýrslunni hafa t.d. fjár- festar tækifæri til að nota raunverulega mælikvarða á áður huglæga þætti sem væntingar um gengi fyrirtækja byggir á. Þetta er mikilvægt þegar val er á mörgum fjárfestingarkostum. Þetta getur einnig hjálpað við fjármögnun nýjunga, eða lít- illa fyrirtækja með litla reynslu en gott þekkingarefni, þannig að það skipti máli í að gera fjárfestinguna vænlegri. í raun eru slíkar þekkingarskýrslur ómetanlegt hjálp- artæki fjárfesta til þess að meta fjárfest- ingarkosti á sambærilegan hátt. Þekking- arskýrslan gefur viðskiptavinum/birgjum fyrirtækis tækifæri á að meta og skoða þekkingarlega getu fyrirtækisins. Þannig er hægt að velja samstarfsaðila sem er ekki aðeins fjárhagslega traustur heldur hefur einnig yfir að ráða því þekkingar- stigi sem er honum nauðsynlegt til þess að geta framkvæmt tiltekin verkefni. Þetta á sérstaklega við á sviði upplýsingatækni. Fyrir starfsmenn fyrirtækisins getur þekk- ingarskýrslan auðveldað núverandi og verðandi starfsmönnum að meta stöðu sína og þannig haft áhrif á frumkvæði og framþróun fyrirtækisins. Síðan er það fyr- irtækið sjálft sem með auknum skilningi á þekkingarlegri getu sinni bætir ímynd sína, ekki aðeins gagnvart sjálfu sér heldur einnig umhverfi sínu og nær að sýna verð- mæti sem áður voru dulin en hafa jafnvel úrslitaáhrif á arðsemi og tilvist fyrirtækis- ins. I könnun sem Norræni Iðnþróunarsjóð- 16 Tolvumál

x

Tölvumál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.