Tölvumál - 01.07.2002, Page 15

Tölvumál - 01.07.2002, Page 15
Gagnagrunnur Með lögunum var einnig sett á fót fimm manna nefnd er fjár- málaráðherra skipar fil að vinna að þvi að samræma skrán- ingu fasteigna í fyrsta lagi stofnhluti, er geymir upplýs- ingar um heiti, auðkenni og afmörkun fasteigna, í öðru lagi mannvirkjahluti, er geymir upplýsingar um byggingarfræðileg atriði mannvirkja, í þriðja lagi matshluti, er geymir matsforsendur og fasteignamat og brunabótamat og loks í fjórða lagi þinglýsingahluti er geymir upplýsingar um þinglýsta eigendur og eignarhlut þeirra ásarnt upplýsingunr um veðbönd, kvaðir og annað er þinglýsingabók heldur. Um þinglýsingahlutann gilda að öðru leyti ákvæði þinglýsingalaga. Nýmæli í skráningum Við lagasetninguna árið 2000 var einnig tekið á ýmsum atriðum sem varða skrán- ingu fasteigna. Meðal nýmæla er að allar nýjar fasteignir skuli stofnaðar með skrán- ingu svonefnds stofnskjals. I því koma fram heiti landeignar samkvæmt ákvörðun sveitarstjórnar, landnúmer lóðar og þess lands sem lóð er tekin úr, afmörkun lóðar og staðfestum uppdrætti skipulagsyfir- valda, fastanúmer hverrar fasteignar sem stofnuð er auk nafns og kennitölu eiganda fasteignar. Þar er einnig lögð sú skylda á landeiganda eða eftir atvikum sveitarfélags að ný fasteign verði stofnuð í Landskrá fasteigna með þinglýsingu stofnskjals áður en til veðsetningar eða nrannvirkjagerðar kemur. Skylda þessi er lögð á með þeim rökum að brýnt er að allar nýjar fasteignir verði færðar í Landskrána, enda er það for- senda fyrir frekari þinglýsingu skjala. Með lögunum var einnig sett á fót fimm manna nefnd er fjármálaráðherra skipar til að vinna að því að samræma skráningu fasteigna og vera viðkomandi aðilum til ráðgjafar um nryndun og þróun Landskrár fasteigna. I nefndinni sitja fimm fulltrúar; formaður skipaður af fjármálaráðherra, einn tilnefndur af dómsmálaráðherra, einn af umhverfisráðherra, einn af Hagstofu ís- lands og loks einn af Sambandi íslenskra sveitarfélaga. Fasteignamat ríkisins er skráarhaldari Landskrár fasteigna. Felur þetta í sér breyttar áherslur í starfsemi stofnunarinnar sem við þetta verður í senn skráningar- stofnun og matsstofnun. Á síðustu árum hefur löggjafinn einnig fengið Fasteigna- mati ríkisins ýmis önnur verkefni og skyldur svo sem með fjöleignahúsalögum, skipulags- og byggingarlögum og lögum um tekjustofna sveitarfélaga fyrir utan al- menn lög um stjómsýslu, upplýsinga- skyldu og meðferð persónuupplýsinga. Með lagasetningu árið 1994 var hluti af umsýslu bmnabótamats fluttur til Fast- eignamats ríkisins þar á meðal skráarhald um brunabótamat. Með lagasetningu árið 1999 var framkvæmd brunabótamats alfar- ið flutt til stofnunarinnar. Endurmat bruna- bótamats sumarið 2001 var síðasti verk- þátturinn við móttöku þess verkefnis og í fyrsta sinn sem brunabótamat fasteigna var metið með samræmdum hætti um land allt. Lögin sem marka stofnun Landskrár fasteigna gengu í gildi 1. janúar 2001. Skráin mun síðan myndast á nokkrum árum með því að þar til bær stjómvöld, hvert á sínu sviði og hvert á sínu svæði, færa upplýsingar í skrána. Fasteignamat ríkisins er eina stjómvaldið sem hefur með höndurn stjórnsýslu á landsvísu og skráir í Landskrá fasteigna. I umboði Fasteigna- mats ríkisins skrá byggingarfulltrúar í Landskrá fasteigna margvíslegar upplýs- ingar um gerð og notkun fasteigna hver í sínu sveitarfélagi. Skráning upplýsinga úr þinglýsingabókum í Landskrá fasteigna fer fram hjá viðkomandi sýslumannsemb- ættum eign fyrir eign. Skráning upplýs- inga um hverja eign fer fram í tveimur skrefum. I fyrra skrefinu eru upplýsingar úr þinglýsingabók forskráðar í Landskrá fasteigna en síðara skrefið felst í því að farið er yfir upplýsingarnar og þær sann- reyndar og staðfestar í skrána. Ekki er gott að segja hvenær allar fast- eignir verða að fullu skráðar í Landskrá fasteigna. Þar ræður einkurn misræmi sem kann að vera á milli upplýsinga í þinglýs- ingabókum sýslumanna og fyrri fasteigna- skrám Fasteignamats ríkisins. Greiða þarf úr slíku misræmi áður en eign er staðfest í þinglýsingarhluta Landskrár fasteigna enda getur slfkt misræmi varðað mikil- væga hagsmuni fasteignaeigenda. Og það er eitt af meginmarkmiðum með Landskrá fasteigna að varðaveita skráningu slíkra hagsmuna þannig að óyggjandi sé. Haukaur Ingibergsson er forstjóri Fasteignamats ríkisins og formaður verkefnisstjórnar menntamálaráðuneytisins um aðgang að gagnasöfnum. Tölvumál 15

x

Tölvumál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.