Tölvumál - 01.07.2002, Blaðsíða 9

Tölvumál - 01.07.2002, Blaðsíða 9
Markaðstorg Rafrænt markaðstorg Ólafur Ingþórsson Augu manna beinast nú hinsvegar í vax- andi mæli að rafræn- um viðskiptum milli fyr- irtækja (Business-to- Businessj þar sem fyr- irtæki stefna að sparn- aði og hagræði í samskiptum sín í milli Lengi hefur verið rætt um þá kosti og möguleika rafrænna viðskipta sem felast í betri þjónustu og sparnaði í viðskiptum. Þar hefur oft verið vitnað til auðveldara og vítækara aðgengis viðskipta- vina að vörum og þjónustu fyrirtækja á s.k. fyrirtækja-til-neytenda markaði (Business- to-Consumer), þar sem m.a. Amazon.com er gott dæmi um árangursríkt fyrirtæki. Augu manna beinast nú hinsvegar í vax- andi mæli að rafrænum viðskiptum milli fyrirtækja (Business-to-Business) þar sem fyrirtæki stefna að sparnaði og hagræði í samskiptum sín í milli. Eitt af því sem hvað best hefur tekist til með á undanförnum misserum eru s.k. rafræn innkaup (e-procurement) milli fyrirtækja. Rafræn innkaup fela venju- lega í sér að fyrirtæki sem stundar innkaup (kaupandi) frá öðru fyrirtæki (seljandi) hefur aðgang að vöru- listum seljenda á raf- rænu formi ásamt þeim verðum sem viðkomandi kaupandi og seljandi hafa samið um sín í milli. Hin hefðbundna leið er að fyrirtæki skipt- ast á rafrænum við- skiptaskjölum milli- liðalaust, þ.e. kaup- endur og seljendur setja upp nauðsynleg- ar tengingar beint sín í milli. Dæmi um þetta eru rafrænar skjalasendingar á EDI formi milli fyrirtækja. Þrátt fyrir ákveðna kosti, hefur þessi að- ferð stóra galla sem felst m.a. í kostnaði og flækjustigi við fjölbreytilegar tengingar milli margra aðila. Þannig getur t.d. kaup- andi þurft að tengjast mörgum seljendum sem hann á viðskipti við, sem allir hafa mismunandi forsendur og áherslur til að stunda rafræn viðskipti. Meðal annars til að einfalda rafræn samskipti milli fyrirtækja hafa s.k. rafræn markaðstorg (e-marketplace) rutt sér til rúms sem vettvangur kaupenda og selj- enda til að stunda rafræn viðskipti. Fyrir- tæki sem vilja stunda rafræn viðskipti geta þannig nýtt samræmda aðkomu að sam- eiginlegu umhverfi til að nálgast alla sína viðskiptaaðila sem tengdir eru rafrænu markaðstorgi. Hefðbundin innkaupatengsl Rafræn markaðstorg hafa verið skil- greind sem viðskiptatenging milli kaup- enda og seljenda, til að einfalda og straumlínulaga innkaupaferla fyrirtækja Tölvumál 9

x

Tölvumál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.