Tölvumál - 01.07.2002, Blaðsíða 17

Tölvumál - 01.07.2002, Blaðsíða 17
Þekkingarskýrsla Sérfræðingahópur á vegum yfirstjórnar Efnahagsbandalags- ins komst að þeirri niðurstöðu að óá- þreifanleg verðmæti eru aðal drifkraftar verðmætasköpunar. Það er ekki aðeins ytri skýrslugjöf sem kallar á skráningu þekkingarverðmæta urinn og PLS Ramb0ll gerðu hjá 350 fyrir- tækjum í fimm Norðurlandanna (ágúst 2000), kom í ljós að yfir 85% töldu þekk- ingarverðmæti þungamiðju fyrirtækisins og lykill að stefnumótun, áætlunum og þróun viðskiptatækifæra fyrirtækisins auk þess að bæta stýringu fyrirtækisins á starfsfólki, vörum og þjónustu. Mörg fyrirtækjanna hafa byrjað á því að mæla og gera grein fyrir þekkingarverðmætum sínum en rekisl fljótt á það að aðferðir við mælingar og skýrslugjöf eru mjög takmarkaðar. (sjá könnun á www.nordika.net). Sérfræðingahópur á vegum yfirstjómar Efnahagsbandalagsins komst að þeirri nið- urstöðu að óáþreifanleg verðmæti s.s. R&Þ, persónuleg hæfni, dreifmet og vöru- merki eru aðal drifkraftar verðmætasköp- unar. Sem holdgervingur þekkingar, orð- spors og tengsla er þekkingar og samskiptatæknin í lykilhlutverki sem innra skipulag og miðill í að koma á framfæri hugtök- um, ferlum og venjum og aðferðum í öllum atvinnugrein- um og hefur áhrif á það hversu hratt nýj- ungar skila sér inn í þjóðfélagið. Flestur tækniiðnaður er tengdur á alheimsvísu í stefnumótandi tæknisamstarfi. Sam- keppni innan fyrirtækis hefur í för með sér minni samkeppni á milli og á meðal þeirra fyrirtækja sem mynda þessi net. Sérfræð- ingahópurinn ályktaði enn frekar að fram- tíðarþróun fyrirtækja byggði á hæfni sem væri óáþreifanleg og fjarlæg þeim. (EC Commission: „The intangible Economy Impact and Policies", október 2000.) Skv. skýrslu OECD, er hið nýja þekk- ingardrifna hagkerfi meira en klasi af há- tæknigeirum sem byggja á vísindalegum uppgötvunum eða á Internetinu. Heldur er um að ræða breytingu á því hvernig verð- mætasköpun verður. Þannig hefur þetta nýja hagkerfi í för með sér breytingu á ferlum við verðmætasköpun og mótun á samkeppnisforskoti. í öllum greinum snýst samkeppnishæfnin um það hvernig fólk sameinar, beislar og selur þekkingu sína. (OECD: „Measuring and reporting Intellectual Capital") Brookings Institution, sem er virt rann- sóknarstofnun í Bandaríkjunum hefur metið það svo að óáþreifanleg verðmæti s.s. R&Þ, vörumerki og mannauður áhrifamestu þættirnir í sköpun á efnahags- legum vexti og félagslegri velferð. Brook- ings stofnun telur ótvírætt að áþreifanlegar eignir s.s. verksmiðjur, tæki og vélar séu ekki lengur drifkraftar hagvaxtar heldur séu það ljárfestingar í óáþreifanlegum eignum. (Brookings: „Unseen Wealth", október 2000) Þekkingarskýrslan Til þess að lýsa þekkingarskýrslu má segja að hún sé samsett af frásögn og tölulegum upplýsingum. Til þess að forðast mis- skilning þá er ekki um krónur og aura að ræða því sá sem ætlar að meta þekkingu til fjár verður fljótt á villigötum. I frásögn- inni er leitast við að draga upp mynd af þeim þekkingarauði sem fyrirtækið býr yfir og tölu- legum gögnum er ætlað að styðja við frásögnina. Þetta er ekki ólíkt því sem við sjáum í hefðbundnum árs- reikningi fyrirtækja þar sem fyrst kemur skýrsla um rekstur félagsins og síðan tölur í rekstrar og efnahagsreikningi. Tölugild- in sem koma fram eru fengin með ýmsum hætti, t.d. með talningu (fjöldi starfs- manna, fjöldi með tiltekna menntun og kyn), með könnun á viðhorfi (ánægja við- skiptavina og starfsánægja) eða úr bók- haldi (menntunarkostnaður sem hlutfall af launakostnaði eða veltu). í þekkingar- skýrslunni er einnig reynt að lýsa þessum gildum með myndrænum auk orða til þess að lesandi fái skýrari mynd af fyrirtækinu. Það er saint ekki aðeins ytri skýrslugjöf sem kallar á skráningu þekkingarverð- mæta. Hjá fyrirtækjum sem eiga það sammerkt að skilgreina sig sem þekking- arfyrirtæki skipa þekkingarstjórnun og þekkingarmat lykilhlutverk í verðmati slíkra fyrirtækja. Möguleikar fyrirtækja á vexti hafa aukist samfara harðnandi sam- keppni. f þessu nýja uinhverfi skiptir þekkingarbreidd og þar af leiðandi yfir- sýn, frumkvæði og viðbragsflýtir sköpum. A sama hátt þarf að skapa það umhverfi - Nauðsynlegt að skrá þekkingarverðmæti með samræmdum hætti Tölvumál 17

x

Tölvumál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.