Tölvumál - 01.07.2002, Blaðsíða 24

Tölvumál - 01.07.2002, Blaðsíða 24
Stýrikerfi Stefán Hrafn Hagalín Það er ekki nóg með að ríkisstjómir Finnlands, Frakklands og Þýska- lands hafi nýverið ákveðið að styðja við bakið á opnum stöðlum og taka upp notkun á Linux-stýrikerfinu. Það er nefni- lega allt á fleygiferð í Linux-heiminum um þessar mundir hvað snertir þróun stýri- kerflsins og tengds búnaðar fyrir atvinnu- lífið og fyrirtækjamarkaðinn. Fyrir utan Microsoft og fyrirtæki hlið- holl hugbúnaðartröllinu í Redmond, þá virðist varla fyrirfinnast sá aðili í þekking- ariðnaði sem ekki hefur tekið Linux upp á arma sína á einn eða annan hátt. Þetta afkvæmi Linus Thorvalds er núna loksins að slíta bamsskónum og farið að fóta sig fyrir alvöm á fyrirtækjamarkaði. I greinar- komi þessu verður stuttlega fjallað um tvo merka áfanga í þessum efnum. Fyrir það fyrsta tilkynnti Linux-fram- leiðandinn Caldera fyrir skömmu um sam- starfsverkefni með Conectiva, SuSE Lin- ux og Turbolinux sem er hugsað til þess að styrkja og efla stöðu Linux á fyrir- tækjamarkaði. Verkefnið ber yfirskriftina „UnitedLinux“ og gengur einfaldlega út á að smíða staðlaða fyrirtækjaútgáfu af Lin- ux. (Nánari upplýsingar er að finna á vef- svæðinu UnitedLinux.com.) Til höfuðs Red Hat Linux-fyrirtækin fjögur eru augljóslega að ganga í bandalag til að keppa sameinuð við Red Hat Linux frá samnefndu fyrir- tæki, sem er langsamlega útbreiddasta Linux-útgáfan. Samkvæmt markaðsrann- sóknafyrirtækinu IDC var markaðshlut- deild hins fjórhöfða Caldera-bandalags um 25 prósent á síðasta ári á sama tíma og Red Hat hafði vel liðlega 50 prósenta hlut- deild. Sköpun sameiginlegrar og staðlaðrar út- gáfu af Linux gerir fyrirtækjum, jafnt sem framleiðendum hugbúnaðar og vélbúnað- ar, auðveldara fyrir við að bjóða Linux- vörur og -þjónustu sem einfalt er að sam- tvinna og vinna þægilega með hvort öðru. Brátt kunnu þeir dagar verða að baki þegar framleiðendur þurftu að stilla til og aðlaga búnað sinn á mismunandi hátt í stíl við þá Linux-útgáfu sem viðskiptavinir vilja nota. Víðtækur stuðningur Fjöldi aðila í þekkingariðnaði hefur þegar lýst yfir fullum stuðningi við UnitedLin- ux-verkefnið og þar á meðal eru IBM, SAP, Fujitsu Siemens, Hewlett-Packard, Computer Associates, Advanced Micro Devices (AMD) og Intel. Þar með sýnist framtíð UnitedLinux nokkuð trygg í nán- ustu framtíð, þótt ómögulegt sé að spá um velgengni fyrirbærisins til langtíma. Athyglisvert þykir að Caldera hefur höfuðstöðvar sínar í Utah-fylki og Turbol- inux er til húsa í Kalifomíu á meðan SuSE er þýskt fyrirtæki og Conectiva er staðsett í Brasilíu. Sameinað bandalag þessara misjafnlega sterku Linux-framleiðenda breiðir þess vegna úr sér yfir merkilega stórt svæði og getur látið hressilega til sín taka um víða veröld. Barist í bökkum Margir hafa bent á að Caldera, Conectiva, SuSE Linux og Turbolinux eiga það öll sameiginlegt að hafa barist í bökkum mörg undanfarin ár. Sér í lagi hefur Cald- era gengið illa upp á síðkastið, líkt og slæm tíðindi af fjórðungsuppgjörum hafa gefið til kynna. Þannig að gagnvart mörg- um virðist UnitedLinux örvæntingarfull tilraun til að snúa hlutunum við. Aðrir vilja fremur líta til þess að hinn slitrótti Linux-markaður þurfi einmitt á svonalöguðu að halda. Samrunaferli og samstarf er nefnilega óumflýjanlegur fylgifiskur þess að markaðir taka út þroska. Og í ýmsu tilliti er þetta nýja bandalag fjórhöfðans algjör forsenda fyrir áframhaldandi lífvænleika þeirra. „Unbreakable Linux" Af öðrum athyglisverðum fréttum af Lin- ux-vígstöðvum er vert að nefna að Dell, Oracle Corporation og Red Hat tilkynntu fyrir skemmstu um viðamikið samstarfs- verkefni á sviði Linux fyrir fyrirtækja- 24 Tölvumál

x

Tölvumál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.