Tölvumál - 01.07.2002, Blaðsíða 28

Tölvumál - 01.07.2002, Blaðsíða 28
Hugbúnaöur Mikil gróska hefur verið í hugbúnaðar- smíði fyrir heilbrigðis■ stofnanir síðustu ár. hugbúnaður getur haldið utan um með það að markmiði að auka öryggi lyfjameð- ferða á sjúkrastofnunum. Mikil gróska hefur verið í hugbúnaðar- smíði fyrir heilbrigðisstofnanir síðustu ár. Flestir aðilar eru staðsettir í Bandaríkjun- um og í Evrópu. í Bandaríkjunum eru margar stórar sjúkrastofnanir með mikið fjármagn og í sumum tilfellum jafnvel með eigin þróunardeild hugbúnaðar. Þar er brýn þörf á að geta kostnaðargreint hverja einustu innlögn og allan beinan og óbeinan kostnað niður á einstaklinga - vegna tryggingakerfis þeirra. Nálgun þeirra að klínískum öryggiskerfum er því meira útfrá sjónarmiðum kostnaðargrein- ingar. Hugbúnaðarfyrirtæki í Evrópu einblína frekar á skilvirkni verkferla, samþættingu sjúkrahúss og apóteks og flæði lyfjadreif- ingar innan stofnana. Theriak ehf. hefur undanfarin ár verið að hasla sér völl í Evr- ópu með lausnir sínar. Hugbúnaðurinn Therapy Management gerir læknum kleift að ávísa lyfjum rafrænt, hvort sem er í gegnum þráðlausar fartölvur, lófatölvur eða nettengdar borðtölvur. Læknar hafa greiðan aðgang að öllum upplýsingum varðandi lyfjameðferð sjúklinga sinna og yfirsýn yfir framgang meðferðarinnar. DAX lyfjasérfræðikerfi Islenskrar erfða- greiningar hf. sem tengt er Theriak, veitir læknum stuðning við lyfjaval sitt, varar við milliverkun lyfja og birtir ýmsar lyfja- tengdar viðvaranir. Lyfjafyrirmæli send- ast rafrænt í apótek þar sem hugbúnaður- inn Pharmacy Management ásamt sér- hæfðum vélbúnaði stakskammtar lyfjun- um og allar lyfjagjafir til sjúklinga eru að endingu rafrænt skráðar. Sívaxandi hraði og umsýsla innan sjúkrahúsa, mannfæð heilbrigðisstétta, auknar kröfur um öryggi og gæðamál ásamt gífurlegri aukningu í umfangi og úr- vinnslu sjúkraupplýsinga gera hugbúnað- arlausnir Theriak ehf. að ákjósanlegum kosti sem lausn við þeim vandamálum sem sjúkrahús um allan heim eru nú þegar farin að standa frammi fyrir. Bjarni Bærings er lyfjafræðingur og starfar hjá Theriak ehf. 28 Tölvumál

x

Tölvumál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.