Tölvumál - 01.07.2002, Blaðsíða 10

Tölvumál - 01.07.2002, Blaðsíða 10
Markaðstorg Staðan er í raun sú að vilji birgi eða framleiðandi á íhlutum eiga mögu- leika á viðskiptum við einhvern af bílarisun- um, jbó verður sá hinn sami að tengjast Covisint markaðstorginu og auka hagkvæmni í viðskiptum fyrir bæði kaupendur og seljendur. Samkvæmt upplýsingum frá ráðgjafar- og rannsóknar- fyrirtækinu AberdeenGroup geta bæði kaupendur og seljendur sparað og hagrætt verulega með því að nýta sér kosti raf- rænna markaðstorga og rafrænna inn- kaupa, eins og eftirfarandi upptalning bendir til: • Lækkun vöruverðs að meðaltali milli 5% tillO% • Tímaspamaður frá pöntun til afhend- ingar um 70% til 80% • Lækkun stjórnunarkostnaðar um allt að 73% • Innkaup framhjá samningum (e. Maver- ick buying) minnka um allt að 50% • Lækkun birgðakostnaðar um 25% til 50%, að meðaltali1 Samkvæmd annarri rannsókn frá PriceWaterhouse Coopers geta kaupendur sparað allt að 70% við umsýslu innkaupa og seljendur allt að 85%. Þessu til viðbót- ar geta markaðstorg auðveldað almenna stýringu á innkaupum og greiningu á inn- kaupahegðun, bæði fyrir kaupendur og seljendur. Líklega er markaðstorg bílarisanna í Detroit eitt það stærsta og best þekkta, en það kallast Covisint (www.covisint.com). Þar kaupa bílarisarnir í gífurlegu magni inn íhluti frá birgjum og undirverktökum til samsetninga á eðalvögnum sínum. Staðan er í raun sú að vilji birgi eða fram- leiðandi á íhlutum eiga möguleika á við- skiptum við einhvern af bílarisunum, þá verður sá hinn sami að tengjast Covisint markaðstorginu. Sérstaklega er mikilvægt að með upp- byggingu markaðstorga sé stutt við helstu staðla sem gera fyrirtækjum kleyft að stunda rafræn viðskipti, m.a. xCBL, sem auðveldar samræmda uppfærslu vörulista, pantanagerð, reikningagerð, greiðslur o.fl. Samkvæmt nýlegum samningi við ríkið mun ANZA setja upp markaðstorg fyrir kaupendur og seljendur sem nýtast mun bæði ríkisstofnunum og almennum fyrir- tækjum. ANZA byggir upp markaðstorgið í samstarfi við IBX í Svíþjóð (www.ibxnordic.com) sem náð hefur miklum árangi í uppbyggingu markaðs- torga á Norðurlöndum. Meðal viðskipta- vina IBX eru t.d. Ericsson, SE Banken, Volvo og Norska ríkið. Með samningi sínum við ANZA um uppbyggingu rafræns markaðstorgs vonast Islenska ríkið til að ná fram verulegum sparnaði og hagræði í innkaupum stofn- anna sinna, auk þess að virkja betur notk- un og skilvirkni rammasamninga. I Rafræna markaðstorginu verður til að byrja með lögð áhersla á viðskipti með rekstrartengdar vörur og þjónustu (óbein innkaup), s.s. með almennar skrifstofuvör- ur, hreinlætisvörur, tölvuíhluti, hráefni fyrir mötuneyti auk ýmissa tengdra þjón- ustuþátta. Um þessar mundir er reynslu- hópur öflugra kaupenda og seljenda orð- inn þátttakandi í markaðstorginu og rnunu fyrstu viðskiptin milli þeirra fara fram í júní 2002. Opnað verður fyrir almennan aðgang stofnanna og fyrirtækja að mark- aðstorginu síðsumars 2002. Höfundur: Olafur Ingþórsson Sviðsstjóri Veitulausna og rafrænna viðskipta ANZA hf. 1 AberdeenGroup. Wanted: Rapid Deployment and ROI for e-Procurement, April 9, 2000 10 Tölvumál

x

Tölvumál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.