Tölvumál - 01.07.2002, Blaðsíða 27

Tölvumál - 01.07.2002, Blaðsíða 27
HugbúnaÖur Lyf jahugbúnaður Theriak gegn mistökum við lyf jameðferðir Bjarni Bærings Bjarnason Mistök við lyfjameð- ferð sjúklinga á sjúkrahúsum er al- þjóðlegt vandamál Lyfjameðferð sjúklinga er flókið ferli sem margir aðilar koma að og mörg verk sem framkvæmd eru Áki Harðarson, markaðsstjóri Theriak ehf. og Bjarni Bærings lyfjafræðingur. Hugbúnaðarfyrirtækið Theriak ehf., dótturfyrirtæki TölvuMynda, hefur frá 1997 sérhæft sig í þróun kerfa sem halda utan um lyfjadreiftngu og lyfjameðferð á sjúkrahúsum með það að markmiði að auka öryggi, skilvirkni og stjómun þessara verkferla. Mistök við lyfjameðferð sjúklinga á sjúkrahúsum er alþjóðlegt vandamál. Bandarískar rannsóknir sýna fram á að á hverju ári megi rekja um 7000 dauðsföll í Bandaríkjunum til mistaka við lyfjameð- ferð. Beinn kostnaður þessu samfara er talinn nema um 7 þúsund milljörðum ár hvert. Því miður hefur reynslan sýnt að þrátt fyrir skipulögð og öguð vinnubrögð á sjúkrahúsum, hámenntað og þrautþjálfað heilbrigðisstarfsfólk ásamt stöðugri símenntun hefur ekki tekist að útiloka að slíkt komi fyrir. Astæður mistaka geta verið af ýmsum toga, allt frá einföldum mannlegum mis- tökum upp í það að vera flókið spil tilvilj- ana, frávika og upplýsingaskorts. Því kemur gjarnan upp sú staða að ekki er hægt að benda á eina ákveðna orsök eða draga ákveðinn einstakling til ábyrgðar. Þetta á einkum við þegar rekjanleiki að- dragandans er illmögulegur þar sem raf- ræn skráning aðgerða er ekki til staðar. Margar aðferðir hafa verið reyndar til að koma í veg fyrir mistök við lyfjameð- ferð og gefist misvel. Lyfjameðferð sjúk- linga er flókið ferli sem margir aðilar koma að og mörg verk sem framkvæmd eru. Því þarf að vinna að úrbótum á mörg- um sviðum til að ná fullnægjandi árangri. Hin síðari ár hafa margir horft til tækni- framfara þessu til úrbóta. Rafræn skrán- ing aðgerða, sérfræðistuðningur við ákvarðanatöku, frávika-viðvaranir og rauntíma upplýsingagjöf eru þættir sem Tolvumól 27

x

Tölvumál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.