Tölvumál - 01.07.2002, Blaðsíða 26

Tölvumál - 01.07.2002, Blaðsíða 26
Stýrikerfi Fyrirtækin þrjú fullyrða að í mörgum tilvikum geti viðskiptavinir vænst fjór- til fimmfaldrar afkastaaukningar og betri nýtingar á kerfum sínum með fyrrnefndri uppsetningu. Borubrattir leiðtogar Þegar samstarf risanna Oracle, Dell og Red Hat var tilkynnt sagði Larry Ellison, forstjóri Oracle, að tvær raunhæfar leiðir væru færar til þess að auka áreiðanleika Linux. Annars vegar að auka allan stuðn- ing og þjónustu. Hins vegar að nota klasa- lausnir til að stórauka hrunþol búnaðarins. „Við erum að gera bæði,“ sagði Ellison. Michael Dell, forstjóri Dell, sagði við sama tækifæri að fyrirtækin þrjú hefðu klárlega forystuhlutverk á markaði miðl- ara, gagnagrunna og Linux-stýrikerfa. „Við höfum nú sett af stað samstarfsverk- efni, sem hefur leitt af sér einstætt við- skiptabandalag, tæknilega forystu og ein- beittar áherslur á þarfir viðskiptavina," sagði Dell. Hann upplýsti jafnframt að Dell, Oracle og Red Hat væru samhliða þessu verkefni að kanna frekari leiðir til þess að vinna saman og nýta styrkleika hvors annars til þess að bæta stöðugt afköst og hag- kvæmni Linux-lausna á fyrirtækjamark- aði. Astæðan er sú að viðskiptavinir fyrir- tækjanna eru I stórauknum mæli að færa sig yfir til Linux þegar kemur að við- skiptalausnum sem krefjast gríðarlegs rekstraröryggis. Matthew Szulik, forstjóri Red Hat, sagði að samstarfið við Oracle og Dell væri gagngert komið á laggimar til að skila atvinnulífinu hagkvæmum og virðis- aukandi lausnum, sem uppsprottnar eru í umhverfi frjáls fmmkóða og opinna staðla. „Samstarfið er okkur afskaplega mikilvæg viðurkenning á því sem hið öfl- uga þróunarlið Red Hat hefur skapað með Red Hat Linux Advanced Server. Saman eru þessi þrjú fyrirtæki að bjóða viðskipta- vinum tól og eiginleika sem gera kleift að flytja búnað og upplýsingakerfi hratt og örugglega yfir í Linux-umhverfið,“ sagði Szulkik að lokum. Miklar væntingar Að sögn sérfræðings hjá markaðsrann- sóknafyrirtækinu Giga Information Group er búist við miklu af umræddu verkefni. „Slík samhæfing vélbúnaðar og hugbún- aðar gerir Oracle kleift að herða enn öryggisráðstafanir kringum búnað sinn og gera hann bókstaflega óbrjótanlegan. Þar með mun Oracle enn styrkja tangarhald sitt sem leiðandi aðila á gagnagmnna- markaði,“ sagði sérfræðingurinn í samtali við fjölmiðla. Þess má til gamans geta að Oracle og Hewlett-Packard sendu einmitt frá sér miðlarabúnað í aprflmánuði árið 2000, sem var byggður á strípaðri útgáfu af Solaris-stýrikerfinu frá Sun Microsystems og örgjörvagmnnviðum frá Intel, en þetta verkefni gekk undir heitinu „Raw Iron“, en er nú betur þekkt sem einfaldlega „Oracle Appliance". Oracle hefur lengi unnið með framleið- endum miðlara og nettölva að ýmsum verkefnum, sem flestar ganga út á að keyra einkatölvur og léttbiðlara á miðlæg- um gagnagrunni til að hámarka skilvirkni og aðgengi að upplýsingum á sama tíma og umsýslu, rekstrar- og eignarhaldskostn- aði er haldið í lágmarki. Nánari upplýsing- ar um „Unbreakable Linux“ er að finna á vefsvæðinu Oracle.com. Stefán Hrafn Hagalín er ráðgjafi hjá Teymi og ritstjóri Véfréttin.is - fréttavefjar um upplýsingatækni og viðskipti - sem Teymi gefur út. Netfang Stefáns Hrafns er hagalin@teymi.is 26 Tölvumól

x

Tölvumál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.