Tölvumál - 01.07.2002, Blaðsíða 21

Tölvumál - 01.07.2002, Blaðsíða 21
Þekkingarsetur Fjölmörg tækifæri blasa við sem sam- eina hagsmuni Islend- inga og Norðmanna vegna feeirra likinda sem eru milli þjóð- anna • Löndin eru bæði frumframleiðsluríki • Svipað tækni og menntastig • Svipuð umhverfi akademíu, fyrirtækja og stofnanna. • Ahersla á byggðasjónarmið. • Hagsmunir utan EU. í Noregi hefur farið fram þó nokkur umræða um svonefnda klasa (clusters) og hafa skiptar skoðanir verið urn nokkuð róttækar kenningar um styrkingu sam- keppnishæfra klasa umfram aðra, þar sem m.a. er sérstaklega horft til fiskiðnaðs, orkuiðnaðar og líftækniiðnaðar þar sem augljós líkindi er með samskonar „íslensk- um klösum”. Þessi mál eru afar áhuga- verð fyrir okkur íslendinga og ber að vinna sameiginlega með Norðmönnum. Fjölmörg tækifæri blasa við sem sam- eina hagsmuni Islendinga og Norðmanna vegna þeirra líkinda sem eru milli þjóð- anna. I því sambandi má nefna tvö dæmi: Annars vegar fyrirhugaða stofnun Biom- arint Forum, sem hefur að markmiði að sameina kjarnaeiningar í fiskiðnaði, fisk- eldi, lyfja- og matvælaframleiðslu, en þetta framtak er leitt af sörnu aðilum og staðið hafa að IT Fomebu verkefninu, þ.e. Norsk investorforum. Hins vegar eru mik- il tækifæri á sviði orkumála, þar sem Norðmenn munu fjárfesta þungt á næstu misserum. Þar er mikil gróska og má t.d. nefna nýstofnaðan Venture-capital sjóð á vegum öflugra einkafjárfesta sem mun eingöngu fjárfesta í orkutengdum tækni- fyrirtækjum. byggðar og þjónustu þannig að svæðið lifi heilbrigðu lífi, ef þannig má að orði komast. • Formlegur infrastrúktúr. Innra starf, skipulag og rekstrarform á slíkum svæðum mun skipta höfuðmáli. Mark- miðið er að skapa skilning og hvata milli ólíkra eininga og einstaklinga inn- an og utan slíks svæðis, sem leiðir til nýrra tækifæra, aukinna umsvifa og betri árangurs. • Oformlegur infrastrúktúr. Að lokum er ljóst að óformleg umgjörð; þ.e. and- rúmsloft, óformlegir fundarstaðir auk ýmissar ótengdrar þjónustu, s.s. kaffi- hús, líkamsrækt og heitir pottar koma til með að hafa þýðingu til að vel takist til. I því undirbúningsstarfi sem Þróunarfé- lagið Lundur hefur unnið að síðustu 2 ár vegna fyrirhugðrar þekkingarmiðstöðvar í Kópavogi hefur verið leitast við að taka á þeim þáttum sem hér hefur verið fjallað um og mögulegt er að hafa áhrif á. Þó er ljóst að margir þessara þátta þarfnast dýpri og víðtækari umfjöllunar í íslensku samfé- lagi. Slík umræða þarf að vera opin og með þátttöku sem flestra enda varðar þetta framtíð íslensks þekkingarsamfélags og efnahagslífs. Höfundur starfar sem sérfræðingur og deildar- stjóri hjá Coca-Cola í Noregi og jafnframt stjórnarformaður Þróunarfélagsins Lundar, sem undirbýr byggingu þekkingarmiðstöðvar í Kópavogi. 4. Skipulögð samþjöppun þekkingar Hér er rætt um það sem hafa þarf í huga við uppbyggingu svæða sem ætlað er að laða til sín þekkingartengda starfsemi og skapa kringumstæður sem geta stuðlað að skilvirkri hagnýtingu þekkingar. í því sambandi má m.a. nefna eftirfarandi þætti: • Framúrskarandi hönnun. Verðmætasta auðlind þekkingarfyrirtækis er starfs- fólkið og því er ljóst að hönnun og út- færsla svæðis skiptir sköpum til að laða að kröfuhörð fyrirtæki og starfsfólk þeirra. • Efdrsóknarverð staðsetning. Rétt stað- setning laðar til sín rétta blöndu at- vinnustarfsemi, akademíu, íbúðar- Tölvumál 21

x

Tölvumál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.