Tölvumál - 01.07.2002, Blaðsíða 19

Tölvumál - 01.07.2002, Blaðsíða 19
Þekkingarsetur Skiptir stærðin máli? Björn Gunnlaugsson Hingað til hefur þessi umræða mest tengst fermetrum og deiliskipulagi á fyrir- huguðum byggingar- svæðum Þessari spurningu er stundum varpað fram í viðkvæmu samhengi og ef- laust ekki allir sammála um svarið. Sé spumingin yfirfærð á umræðuna um ís- lenskar þekkingarmiðstöðvar, sem hafa verið nokkuð í brennidepli síðastliðið ár og spurt hver stærð slíkra miðstöðva skuli vera, er svarið eflaust jafn umdeilt. Þetta er ekki vegna viðkvæmni málsins, heldur vegna þess að ekki hefur verið skilgreint nægilega vel hvað skuli mælt. Hingað til hefur þessi umræða mest tengst fermetr- um og deiliskipulagi á fyrirhuguðum byggingarsvæðum, en það skal fullyrt hér að slíkir mælikvarðar snerta ekki á þáttum sem eru afgerandi um þörfina fyrir þekk- ingarmiðstöðvar á Islandi, né um framtíð íslensks þekkingariðnaðar. í slíkri umræðu þarf að leggja mat á stöðu þátta sem treyst geta samkeppnis- hæfni þessa iðnaðar hérlendis. Náist breitt samstarf milli ólíkra aðila í íslensku sam- félagi til eflingar þessara og annara mikil- vægra þátta er ómögulegt að sjá hver vöxtur og stærð íslensks þekkingariðnaðar getur orðið í náinni framtíð. Hér á eftir er leitast við að fjalla um nokkra þessara þátta sem haft geta áhrif: 1. Samhljómur um eflingu íslenskrar þekkingar Lykilaðilar í íslensku samfélagi; opinberir aðilar, íslensk fyrirtæki, stofnanir og ein- staklingar þurfa að koma saman með opn- um huga til að ræða aðgerðir til uppbygg- ingar íslenskrar þekkingar og þekkingar- tengdrar starfsemi. Meðal þess sem aðilar þurfa að vera sammála um er tiltrú á eftir- farandi: • Að íslensk þekking sé sérstök og verð- mœt útflutningsvara. Þessi fullyrðing hljómar kunnuglega og lítum við gjam- an svo á hana sem alþekkta staðreynd. Ekki þarf að fara langt út fyrir land- steinana til að sannfærast um að betur megi ef duga skal á þessu sviði og niá nefna sem dæmi að afar sjaldgæft er að sjá nafn Islands nefnt í Norrænum sam- anburði um árangur þekkingarfyrirtækja þegar slík mál eru til umfjöllunar á við- skiptatengdum ráðstefnum í Skandi- navíu. • Að virkjun þekkingar krefjist skilvirkrar tengingar við áhœttufjármagn. Rann- sóknir og nýsköpunarstarf er ekki einkamál skóla eða stofnanna, heldur þarf að tryggja opið aðgengi fjárfesta að mannauði, rannsóknum, hugmyndum og nýjungum innan þessara uppsprettna þekkingar. Mikilvægt er að áherslur og hagsmunir einkaaðila og opinberra að- ila sé samræmt á þessu sviði. • Að virkjun þekkingar afmarkast ekki af landfrœðilegum hindrunum (né lóða- mörkum). Nægur krítískur massi mun ekki skapast með tilurð einangraðra fyr- irtækja og stofnanna, eða með því að byggja einangraðar þekkingarmiðstöðv- ar, heldur þurfa aðilar að geta unnið saman yfir lóðamörk eða formleg eignatengsl. Takist slík tenging má margfalda styrk hverrar einingar og auka þannig möguleika til árangurs og opna ný tækifæri. • Að vegna smæðarinnar þarf að leita óhefðbundinna leiða til að skapa krítískan ogfjölbreyttan massa þekking- ar. Með samtengingu hinna mörgu smáu eininga náist nægilegur massi þekkingar til að vekja áhuga erlendra fyrirtækja til nýtingar íslenskrar þekk- ingar. Slík samtenging þarf ekki að verða með formlegum eða samkeppnis- hamlandi aðgerðum, heldur geta aðilar sameinast um boðskap og áherslur sem gagnast geta öllum þeim sem leita eftir erlendum fjárfestum og samstarfsaðil- um. 2. Virkt samstarf um styrkingu kjarna- eininga Þær einingar sem mynda þetta samspil má setja í fjóra flokka: • Vísindastofnanir og skólar. Stöðugt má bæta viðskiptalega hagnýtingu þeitTar þekkingar sem þar býr. Meðal þess sem huga þarf að er meðferð einkaleyfa, enda höfum við Islendingar ekki staðið Tölvumál 19

x

Tölvumál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.