Tölvumál - 01.07.2002, Side 11

Tölvumál - 01.07.2002, Side 11
Öryggismál Öryggi eða óöryggi! Valgerður H. Skúladóttir Hver hefur lykil að þínu fyrirtæki? Það sem hins vegar fer ákaflega hljótt og þykir mikið feimnis- mál, er þegar innbrot í tölvukerfi eiga sér stað. Annað slagið heyrast fréttir erlendis frá um innbrot í tölvu- kerfi Varasamt er að líta á öryggi upplýsinga- kerfa sem afmarkað tæknilegt mál, er snýr að eldveggjum og virusvörnum Öryggismál snúa ekki eingöngu að innbrot- um heldur greinast í aðgangsöryggi og rekstraröryggi Umfjöllun um öryggismál tölvu- kerfa er orðin mun algengari í fjölmiðlum en áður var. Þó svo að 1 l.september tengist því ekki beint, þá hefur sá atburður valdið því að almennt er öll umræða um öryggismál á einhvem hátt „vinsælli" ef svo má að orði komast. Þá hefur aukinn vírusfaraldur, aðallega í ýmis konar ormum ásamt árásum á tölvur (e. Denial of Service Attacks, DOS) gert marga meðvitaðri um öryggismál. Ástæð- an er einföld, fórnarlömbin em fleiri en eitt á sama tíma, auk þess sem viðvaranir berast með ýmsum miðlum, t.d. hafa fréttamiðlar veitt þessu athygli og þótt fréttnæmt. Flestir hafa gert sér grein fyrir að líkurnar fyrir vírussmitun tölvukerfa, sem hafa samskipti út á við, eru talsvert miklar í dag og fara vaxandi, ef ekki eru til staðar rétt uppsettar vírusvamir. Það sem hins vegar fer ákaflega hljótt og þykir mikið feimnismál, er þegar inn- brot í tölvukerfi eiga sér stað. Annað slag- ið heyrast fréttir erlendis frá um innbrot í tölvukerfi. Hér á íslandi er það nánast al- ger undantekning að slfkt nái eyrum fjöl- miðla. Samkvæmt heimildum Ríkislög- reglustjóra eru u.þ.b. 2-3 lögreglumál á ári hér á landi er tengjast innbrotum í tölvukerfi, yfirleitt er þar um að ræða til- felli þar sem einungis er gerð breyting á heimasíðum. Það er því einungis toppur- inn af ísjakanum sem verður opinber. Það eru ýmsar ástæður fyrir því að fá tilfelli eru tilkynnt, en ætla má að helstu ástæður séu; 1. Almenn hræðsla um slæmt umtal fyrir- tækisins út á við 2. Fyrirtækið áttar sig á að óskýrar reglur gilda innandyra um þessi mál 3. Fyrirtækið veit ekki að brotist hefur verið inn 4. Brotið er framið af núverandi eða fyr- verandi starfsmanni 5. Flókið ferli, tímafrekt og kostnaðarsamt að kæra Samkvæmt erlendum könnunum stafa u.þ.b. 70% af öllum öryggisbrotum í upp- lýsingakerfum af mistökum, misskilningi eða ásetningi starfsmanna innan fyrir- tækja. Ekki þykir ástæða til að ætla að að- stæður séu aðrar hér á landi. Af þessum sökum má öllum vera ljóst, að varasamt er að líta á öryggi upplýsingakerfa sem af- markað tæknilegt mál, er snýr að eld- veggjum og vírusvörnum. Að stórum hluta byggir upplýsingaöryggi á samvirkni ferla og reglubundinna verka, eins og t.d. stýringu og utanumhaldi um notendur og aðgengi þeirra að upplýsingakerfi fyrir- tækis, þó ekki sé verið að gera lítið úr utanaðkomandi ógnunum og gildi örygg- isþátta er snúa að eldveggjum og víris- vörnum. Onæmiskerfi upplýsingakerfa, fær þift kerfi „40° hita" þegar upp kemur sýking? Vert er að leiða hugann að samspili örygg- is og þess sem allir stjórnendur og um- sjónarmenn upplýsingakerfa hafa stöðugt í huga - það að kerfið lifi af þegar, en ekki ef, eitthvað kemur upp á. Hvort um sé að ræða innbrot í kerfið, árásir eða bilanir. Þetta er kallað „lífvænleiki“ kerfisins (e. survivability) og byggir á samspili þriggja þátta; viðnáms, skynjunar og bata (e. resistance, recognition, recovery). Öryggismál snúa ekki eingöngu að inn- brotum heldur greinast í aðgangsöryggi og rekstraröryggi. Vegna þess hve afleiðing- ar geta orðið alvarlegar þegar upp koma hnökrar í rekstri upplýsingakerfa, hefur at- hyglin beinst meira að því að meta „líf- vænleika“ kerfisins, sem mikilvægasta skrefið í áhættustjómun upplýsingakerfa. í stuttu máli sagt er „lífvænleiki“ kerfis sá hæfileiki þess, að geta tekið til við að sinna hlutverki sínu tímanlega, eftir t.d. árásir eða bilanir. „Lífvænleiki" gengur lengra en að líta einungis á öryggi og bil- anaþol (e. fault tolerance) þegar litið er til þeirra þjónustu sem kerfið keyrir. Áhersla er lögð á að kerfið geti boðið mikilvægar þjónustur og verndað mikilvægasta búnað og rafrænar eignir fyrirtækisins. Viðnám er hæfileiki kerfisins til að hindra árásir, en skynjun er sá hæfileiki að skynja árásir Tölvumál 11

x

Tölvumál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.