Vísir


Vísir - 09.08.1965, Qupperneq 2

Vísir - 09.08.1965, Qupperneq 2
V í SIR . Mánudagur 9. ágúst 1965. RITST JÓRI Tjow f JIRG/R PE Ttyflsspjvj 1 kvöld ætti íslenzka lands- liðið að hafa von um sigur. Þess vegna mætti hvatningar- hrópið „áfram ísland" hljóma af enn meiri styrkleika en nokkru sinni fyrr. Hver veit nema hvatning áhorfenda geti orðið til þess að bera lands liðið yfir erfiðustu hjallana? í kvöld eru það kornungir en mjög efnilegir knattspyrnu- menn íra, sem leika gegn landsliði okkar. Fjórir nýliðar eru í liði íranna, — enginn ný- liði í okkar liði. Fyrirliði ís- lenzka iandsliðsins, Ríkharður Jónsson, hefur að baki fleiri leiki en allt írska landsliðið samanlagt. ísland hefur aldrei náð langt í keppni við erlend lið og má geta þess að af 40 landsleikj- um, sem háðir hafa verið frá þv£ 1946 hafa okkar menn að- eins unnið 6 leiki, tvívegis náð jafntefli og 33 sinnum tapað. TÖPIN hafa verið okkar hlut- skipti. En sigrarnir hafa verið sætir, og meðal þeirra má minnast sigra yfir Svíum, Norð- mönnum, Hollendingum, Banda ríkjamönnum og Bermúda- mönnum. Jafnteflin hafa þó e. t. v. verið athyglisverðust, fyrst við Dani £ Olympmkeppn- inni á Idrætsparken f Kaup- mannahöfn, en lið Dana fékk árið eftir silfurverðlaun f keppninni f Róm, og þá ekki síður jafntefli f Reykjavík við atvinnumannalið íra f heims- meistarakeppninni, en það var fyrir 3 árum. Markatalan úr 40 leikjum landsliðsins okkar er 53 mörk skoruð gegn 130 fengnum. Framhald á bls. .3. blaða- menn með írska liðinu Engir biaðamenn munu kcca með frska landsliðinu hingað að þessu sinni. Einn af fararstjórum írska iiðsins sagði okkur frá þessu í gærkvöldi. „Blöðin hafa ekki kom ið út f mánuð í Dublin vegna verk falls prentara, og satt að segja eru menn orðnir blaðaþyrstir í ír- landi. Menn sjá það alltaf bezt þegar blöðin koma ekki út hve mik ils virði þau eru“. Fram og KR áfram í bikarnum" með b-liðin FH einnig áfrcsm eftir sigur við Hauka Landsliðsmenn hlýða á Ríkharð á æfingunni á laugardag. LIÐIN í KVÖLD Leikur ÍSLANDS OG ÍRLANDS á Laugardals vellinum hefst kl. 20 í kvöld, og er fólki ráð- lagt að mæta tímanlega til að forðast biðraðir, og þá eins að notfæra sér aðgöngumiðasöluna sem er í allan dag við Útvegsbankann í Aust- urstræti. Liðin eru þannig skip uð: Island: Karl Hermannsson (11), Ellert Schram (6) Jón Stefán=son (3), Eyleifur Hafsteinsson (10), Heimir Guðjónsson (1), Högni Gunnlaugsson (5), Baldvin Bald- vinsson (9)„ Árni Njálsson (2), Ríkharður Jónsson (8), Magnús Jónatansson (4) Gunnar Felixson (7). Varamenn: Helgi Daníelsson Sigurvin Ólafsson, Jón Leósson, Skúii Ágústsson, Ingvar Elfsson. frland: M. Kearin (7), R. Prole (6) T. Conroy (8) V Quinn (2), T. O’Connor (9), Willie Browne (5), Liam McCormack (1) J. Conway (10), Patsy McKeown (3), G. James- (4) Tom Kaeting (11). Varamenn: Jimmy Cummins, G. Sweetman, K. Murray. ■jumnwni' . ... Þrír leikir áttu að fara fram um heigina í bikarkeppninni, en einn fór ekki fram vegna þess að Is- firðingar mættu ekki til leiks. Liðin, sem halda áfram f keppn- inni eftir leikina í gær eru FH, b-lið Fram og b-lið KR. I Hafnarfirði háðu FH og Hauk- ar jafna baráttu, sem lauk með sigri FH 3—2. FH skoraði tvö fyrstu mörkin en Haukar náðu 2—1, en þá bættu FH-ingar við og sfðasta markið kom frá Hauk- um, 3—2. Á Akranesi sótti hið sterka b-lið Fram heim b-lið heimamanna. Leikurinn var ójafn og aldrei spennandi og lyktaði með stórum sigri aðkomumanna, 4—0. Vestur á Melavelli hafði talsvert af fólki safnazt saman til að horfa á hið fræga b-lið KR keppa við ísfirðinga. En því miðúr, ekkert lið frá Isafirði lét sjá sig og leik- utlnn var „flautaðu af“ eftir að KR-ingar höfðu leikið sér að bolt- anum í 10 mínútur inni á vellinum. Ástæðan fyrir því, að ísfirðing- ar mættu ekki mun sú, að þeir hafa ekki treyst sér til að mæta, einkum þar sem margir liðsmenn hafa ekki getað fengið frí frá vlnnu f fyrradag, en með flugvél- inni kl. hálf-sjö í gærkvöldi var ekki pláss fyrir nema hluta liðs- manna, en sú vél kom frá Akur- eyri með mikið af farþegum til Reykjavfkur. - -^ .MSsrasisHBsssas

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.