Vísir


Vísir - 09.08.1965, Qupperneq 15

Vísir - 09.08.1965, Qupperneq 15
V1SIR . Mánudagur 9. agost lass. 15 JENNIFER AMES: Mannrán og ástir SAGA FRÁ BERLÍN — Sagðirðu henni ekki, að þau iræra mjög verðmæt? Hann fór að hlæja. — Kæra Linda, heldurðu að ég sé einhver erkiasni. Þú mátt ekki gleyma því, að þótt ég sé hæst- ráðandi hér, rek ég líka viðskipti með gömul glös. Það var næstum komið fram á varir hennar að segja, að þótt faðir hennar væri ákafur safnari mundi hann aldrei nota sér þann- ig einfeidni og fákunnáttu fólks, s»n gætti sín, — þótti ráðlegast að láta kyrrt liggja. Það gat verið óheppilegt, jafnvel hættulegt, ef hún léti í ljós fyrirlitningu á þessari framkomu hans. Greifinn kom um leið og matur var á borð borinn. Linda veitti því athygli, að nú var allt þvingaðra en kvöldið áður. Hún fór að hugsa • um viðhorf greifans, hvort hann fyrirliti . ekki,. systurson sinn í kyrrþei. Til þess að koma þeim í betra skipt lyfti Linda glasi sínu og sagði: — Hver skyldi trúa, eru þetta ekki Bristol-glös? — Jú, sagði Hans og varð á- nægjulegur á svip, af því að hún hafði veitti þessu eftirtekt. —Fékkstu þau á Englandi? ! Faðir minn á sams konar glasa- sett. — Nei, ekki á Englandi. Eng- lendingurinn sem átti þau upphaí- , lega var fangi hér. Ég gat fengið , ekkju hans til þess að láta þau af hendi. Svipur greifans, er hann sagði þetta vakti furðu hennar. Var ekki fyrirlitning auðsén í svip hans — jafnvel hatur? Þegar þau loks stóðu upp frá , borðum afsakaði gamli greifinn , sig með því, að hann væri þreytt- ur og fór. Lindu líkaði það miður, — hana langaði ekkert til þess að vera ein með Hans allt kvöldið, — vera alúðleg við hann gegn vilja sínum, jafnvel þykjast taka blíðu- hótum hans, en þau voru ekki fyrr komin inn í setustofuna en einka- ritari „herra yfirhershöfðingjans“. Weildmann, kom inn og sagði: — Ég býst vi, að dr. Reichmann komi í símann þá og þegar, herra yfirhershöfðingi, viljið þér að ég komi með símann hingað, eða ætl- ið þér að koma í skrifstofuna? — Ég kem í skrifstofuna, en — Gott og vel, herra yfirhers- höfðingi, en það er smávegis annað sem nauðsyn krefur að þér sinnið. Hann gekk til húsbónda síns og sagði eitthvað mjög lágt við hann — Ég bið þig að afsaka mig dá- litla stund, Linda, sagði hann. — Þú finnur sjálfsagt einhverjar bækur, sem þú getur gluggað 1 á meðan. — Ef þér er það ekki á móti skapi vildi ég helzt fara að hátta, ég er mjög þreytt. — Nei, serðu það ekki, það er fieira, sem ég þarf að taia um við þig, og þú vi'lt sjálfsagt gjarnan fá vitneskju um hvað dr. Reich- mann ségir varðandi föður binn — ég á við, hvort hann geti komið hingað. — Já, vitanlega, það vil ég gjarnan. « Hún kveikti aér í sígarettu og fór að ganga fram og aftur um herbergið meðan hún beið, en hún var of eirðarlaus til þess að lita í bók eða skoða muni, sem þama voru. Þegar um það bil fjórðungur stundar var liðinn heyrði hún að síminn hringdi — það var sími á borði þama f hominu. Svo þangaði hringingin — og henni flaug í hug, að þama væri eitthvert milli- samband. Hún starði á símann. Mundi nú Hans standa við loforð sitt. Hana blóðlangaði til að hlusta — vita vissu sína, því að eftir allt sem á undan var gengið treysti hún honum lítt. Ef hann væri nú að tala við þennan Reich- mann lækni — átti hún að áræða að hlusta? Hún ákvað að láta kylfu ráða kasti vegna þess sem f húfi var. Hún gekk hratt yfir herbergið og að borðinu og tók heyrnartólið af varlega Hún þekkti þegar rödd Hans. — Hvað viltu, Fay? spurði hann. Ég hefi sagt þér, að þú mátt ekki hringja hingað. — 0—, Hans, ég varð að gera það. Vertu svo vænn að fyrirgefa mér. Hún þekkti mæta vel rödd Fay og nú var hún þrungin örvæntingu ekki síður en hún hafði verið nótt- ina, er hún knúði dyra hjá henni f gistihúsinu, og sagði henni frá dauða Frankie. — Hans, sagði hún hálfsnökt- andi og gat varla komið út úr sér því, sem hún vildi segja, ég verð að fá að tala við þig. Þú getur ekki látið mig vera hér eina og látið allt dynja á mér. Ég kem á- reiðanlega^ upp um mig. Ég mundi bugast gersamiega, ef ég ætti að lifa aftur hið sama og í dag. — Gott og vel, farðu nú að sofa, Frey. g skal koma til þín snemma í fyrramálið. Og Hans skellti símatólinu hart á. Linda starði andartak á heym- artólið f hendi sér. Svo lagði hún það varlega á. Viðræðan hafði veri ðsvo stutt, allt hafði gerst svo fijótt, að hún gat varla trúað sínum eigin eyram. Fay hafði verið j’firheyrð út af dauða Frankie. Það var skiljanlegt, þar sem hún hafði fundið hana í fbúð David, en það hlaut að liggja annað og meira á bak við þá miklu örvænt- ingu, sem rödd hennar bar vitni um. Það var engu líkara en að hún væri viti sfnu fjær. Og hvers vegna þurgti Hans að rjúka af stað eldsnemma f fyrramálið til borgarinar á fund hennar. Á hvem hátt var hann f þetta flækt- ur? Þetta var allt svo óljóst. Og bnú gat engan botn f þetta fund- ið. Henni fannst, að hún yrði að komast upp f herbergi sitt hið fyrsta. Hún settist niður til þess að skrifa á miða til Hans, að hún ætlaði upp að sofa. Hann kom inn í þessum svifum, og kailaði þegar frá dyrunum með grunsemdarhreim oð all- hvasst: — Hvað ertu að skrifa? Hún reyndi að brosa, og rétti honum örkina: — Sjáðu, ég var að skrifa þér tvær, þrjár lfnur, ég er svo hræði- !ega þreytt, að ég ætlaði upp að hátta. Hann horfði á hana rannsakandi augum og hvasslega, en svo varð tillit þeirra hlýlegra og vinsam- legra. — Já, þú ert sannast að segaj dálftið þreytuleg, Linda litla, sagði hann, og ég ætti víst að koma mér í háttinn sjálfur, þar sem ég þarf að fara til Austur-Berlfnar snemma í fyrramálið. — Verðurðu að fara? Þú hefur ekkert minnst á það — — Þessi læknir var næstum ó- svífinn — ég verð að fara og minna hann á eina eða tvær stað- reyndir. Hann er góður læknir, en stjórnmálalega hagar hann sér eins og bjálfi. — Áttu við, að hann hafi ekki samúð með kommúnistum? — Kannski, en þar sem hann á heima í Austur-Berlfn verður hann að þykjast vera það. Sannast að segja held ég, að hann sé ekki mað ur, sem með sanni verði sagt um: Hann er einn af oss. Þess vegna hef ég hikað við að kveðja hann hingað, en ég hefi lofað þér að hann skuli koma, og stend við það og skal persónulega siá um það. — Þökk Hans, sagði hún og bætti við: Þú ert mjög vænn — Hann kom og lagði her.dur sfnar á herðar henni: — Ég verð alltaf góður og til- litssamur við þig, Linda. Ég er hættulegur fjandmaður, en góður vinur, og góður elskhugi. Hann þrýsti henni að sér ástrfðufullur og kyssti hana. —- Ö, Hans, bað hún, ég er svo ákaflega þreyt.t, lofaðu mér að fara að hátta. — Gott og vel, sagði hann þótt honum væri það í rauninni þvert um geð. Góða nótt, ástin mfn, sofðu vel. Hann kyssti hana aftur ,en af viðkvæmni. Það var eins og hann teldi það alveg siálfsagt, að hún yrði hans, fannst henni, og henni fannst þa ðekkert furðulegt, þvf að hún var búin að komast að raun um að hann var ekki aðeins sjálfs elskur og eigingjarn, heldur líka ímyndunargjarn. Hún var ekki fvrr komin inn í herbergi sitt, er hún hringdi á Helgu, þernuna. Kannski var það áhættusamt, að trevsta til fulls þessari pólsku stúlku, en það varð hún að gera. Hún varð að koma skilaboðum til Davids. — Kom inn, sagði LÁinda, er barið var að dyrum, og er Helga kom inn sagði hún við hana: Hún gætti þess að tala hátt... Það er eitthvað í ólagi með rennilásinn minn og ég verð að biðia vður að hjálpa mér. Er Helga kom inn hvíslaði hún: — Það er allt f lagi með renni lásinn, en nú liggur mikið við. Ég verð að treysta á aðstoð yðar til þess að koma skilaboðum til Davids. Gætuð þér ekki — eða Karl kom'ið orðsendingu til gamla fiski mannsins f kofanum austan skemmtigarðsins? ; Helga hugsaði sig um andartak. | — Kannski Karl, sjálf fæ ég j eltki leyfi ti! að fara úr höll'inni en Karl gæti kannski skotið sér fram hjá vörðunum án þess að þeir sæju hann, ég held, að það væri ekki hygg'ilegt, að skrifa neina orðsendingu, það gæti orðið hættulegt fyrir okkur öll, ef upp kæmist. — Já, hvíslaði L'inda, ef hann kæmist til Davids ... Hún beit á vör sér af því að hún sá í sömu svifum og orðin voru komin yfir varir hennar, að hún hefð'i hlaupið á sig. — .... ef hann kemst til gamla fiskimannsins getur hann sagt hon um, að dr. Reichmann sé ófús til að koma hingað, en herra yfirhers höfðing'inn fari til Austur-Berlinar í fyrramálið í þeim tilgangi að fá hann til þess að koma með sér, að þvf er hann segir, en ég viti að hann fari af annarri ástæðu Fay Montague hefur hringt til hans. Hún segir, að lögreglan hafi yfirheyrt hana í allan dag. Hún — Er það f rauninni svo, að hann ætlar að gera uppskurð á föður ittínum — og að ég fái að fara með honum? Hún átti erfitt með að leyná fögn uði sfnum. — Já, ungfrú, þegar ég talaði við herra yfirherforingjann f dag AA/WWWWWWWVW VISIR ASKRtFENDAÞJONUSTA Áskriftar* Kvartana- 11661 símlnn er virka ’daga kl. 9 — 20, nema laugardaga kf. 9-13. *\/N/\^\/\/\^\/\*:\/\^\/\^\yN/\/\^^^*- AUGLÝSING í VÍSI eykur viðskiptin Tarzan við skjótum himnavél- ina og drepu malla vondu menn- ina og drepum allá vondu menn- éinn. Miti höfðingi vill að þú komir og látir hann segja þér hvað hann gerði til þess að gera fætur þínar ekki sterka. Þegar Tarzan datt niður fyrir utan girð inguna, tekur þú hann frá ókkur og segir að sólarhitinn hafi gert Tarzan veikan, ég held að þið gerðuð eitthváð slæmt við Tarz- an vin okkar t’il þess að meiða hann. WÍSIR KÓPAVOGUR Afgreiðslu VÍSIS í Kópa vogi annast frú Birna Karlsdóttir, sími 41168. Afgreiðslan skráir nýja kaupendur og þangað ber að snúa sér, ef um kvartanir er að ræða. MFNARFJÖRÐUR ACgreiðslu VISIS I tíafnarfirði annast frú Guðrún Ásgeirsdóttir, sími 50641. Afgreiðslan skráis nýja kaupendur og þangað ber að snúa sér, ef um kvartanir er að ræða. KEFLAVÍK Afgreiðslu VÍSIS í Kefla </ík annast Georg Orms- son, sími 1349. AfgreiðsJan skráir nýja kaupendur og þangað ber að snúa sér, ef um kvartanií er að ræða.

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.