Alþýðublaðið - 20.09.1966, Side 9

Alþýðublaðið - 20.09.1966, Side 9
\ : & • A ' x,- •-.í- gíw<$j ■ ** í ' v' % .V4i ' ' : i’íki í Bandaríkjunum er talið eitt skítu gasta fljót í heimi og öll er mengfunin af mannavöldum, -ív reip er að draga, því eins og gef- ur að skilja hefur það oftast ær- inn kostnað í för með sér að hreinsa mengað vatn, og iðju- höldar og borgaryfirvöld, sem mestar sakir bera í þessum efn- um, hafa víst sjaldnast nægilegt fé milli handa, að eigin dómi að minnsta kosti. Hvað ísland áhrærir fer áreið- anlega að verða kominn tími til að regíur verði settar í þessum efnum, því það er oft of seint að' hefjast handa, þegar einhver gerlaverkSmiðjan er risin. VATN ÚR SJÓ. Coleridge lætur sinn aldna sæ- fara kvarta yfir því, að í kring- um hann sé ekkert nema vatn, en ekki dropa að fá að drekka. Það er einföld röksemd við þessum vatnsmengunarhugleiðingum, að segja, að þetta sé alit í iagi. Við höfum úthöfin og það líði ekki nema nokkur ár þar til kjarnorka verði notuð í s-tórum stíl til að eima vatn úr sjó. En staðreyndin er sú, að vísindamenn greinir enn mjög á um hvort eiming með kjarnorku geti orðið raunhæf lausn þessa vandamáls. Ýmislegt mælir gegn því og víst er að alla þætti vandans getur það aldrei i leyst. Við þurfum ekki aðeins vatn til að drekka og til þess að þvo okkur úr. Vatnið er undirstaða lífsins. Við þurfum líka vatn til að skemmta okkur við, veiða, sigla, synda, fara á vatnsskíðum og svo framvegis. Iðnaðurinn, sem er undirstaða allrar velmegunar nútímans þarf vatn, — mikið vatn pg oft á tíðum rekast þessir hags- munir á, en stundum er þó hægt að samræma þá. Það þóttu nokkur tíðindi hér í sumar, er sást til fólks, sem var að busla í vatnsbóli Hafnfirðinga. í Englandi er um þessar mundjr verið að berjast fyrir því, að al- menningur fái aðgang að vatns- uppistöðulónum þar sem neyzlu- vatn er geymt. Þar vilja menn að fólki verði leyft að sigla og jafn- vel synda, en þess í stað verði komið upp fui’jkomnum vatns- lii'einsunarstöðvum. Þetta kann að hljóma ótrúlega í eyrum okk- ar íslendinga, en satt er það engu að síður. Þörf almennings fyrir vatn, ár og strendur til iðkunar útilífs vex geipiört, eftir því sem velmeg- un og frístundir aukast. Það þrengist æ meira um fólkið og það ferðast æ meira. Talið er að fjöldi ferðamanna í veröldinni hafi verið 120 milljónir síðast- liðið ár og sama ár er talið að sjö milljónir Frakka og þrjár milljónir Englendinga hafi lagt stund á sportveiði í ám eða vötn- um. Þessar tölur eiga eftir að margfaldast, ef við höfum í huga að talið er að íbúafjöldi verald- ar muni að minnsta kosti hafá tvöfaldast um næstu aldamót, eða eftir aðeins 34 ár. Þegar það enn er haft í huga, að vatnið er ekki óþrjótandi lind fremur en annað á jörðunni, þá verður deginum Ijósara, að við ekki getum haldið áfram á sömu braut. Við verðum að fara að taka tillit hvert til annars. ÍSLAND. Eins og drepið var á hér að framan, eru þessi vandamál ef til vill ekki raynhæf fyrir okkur í dag, — og þó. Iðnvæðing er hér ekki komin á sama stig og í ná- grannalöndum okkar, en á áreið- aniega eftir að vaxa og sér þess þegar ýmis merki En það eru fleiri hliðar á þessu vandamáli, en þær, sem drepið hefur verið á hér að framan. Hvað til dæmis um olíumeng- un sjávarins? Við erum aðilar að alþjóðasamkomulagi um bann við olíumengun sjávar, en ýmsir telja þó, að þar sé hvergi nærri nógu hart að gengið að settum reglum sé framfylgt við strend- ur landsins og í höfnum. Þús- undir fugla verða olíunni að bráð á hverju ári. Einn af okkar ágætu jarðfræð- ingum hefur bent á þá hættu, sem stáfar af niðurgröfnum olíu- geymum við sumarhús og önnur hús í grennd við vatnsból Reyk- víkinga. Þessir tankar tærast og enginn sér, þegar þeir byrja að mm Framhald á 15. síðu. PÍPULAGNINGARMENN HÚSBYGGJENDUR Dimplex ofnar eru enskir. — Ódýrir ný- tízkulegir. Byggðir fyrir hitaveitu og önnur kerfi. — Dimplex er framleiddur úr úrvals stáli. - Sýnishorn á staðnum. - Leitið tilboða. Einkaumboð: T. HANNESSON & CO. H.F. Brautarholti 20. . Sími 15935. PRENTNÁM Verklegt forskólanám í prentiðnum hefst í Iðnskólanum í Reykjavík, að öllu forfalla- lausu hinn 26. september n.k. Forskóli þessi er ætlaður fyrir nemendur, er hafa hugsað sér að hef ja prentnám á næst unni, og einnig þeim nemendum sem eru komnir að í prentsmiðjum, en hafa ekki haf ið skólanám. Umsóknir þurfa að berast skrifstofu skólans eigi síðar en 23. september 1966. Umsóknar eyðublöð og aðrar upplýsingar verða látn- ar í té á sama stað. Iðnskólinn í Reykjavík. Félag íslenzkra Prentsmiðjueigenda. Ödýr sófasett — Verð kr. l@.700.oo @óð greióslukjör. Hnotan húsgagnaverzlun Þórsgötu 1. — Sími 20820. \ 20. september 1966 - ALÞYÐUBLAÐID 9

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.