Bókasafnið - 01.12.1983, Blaðsíða 5

Bókasafnið - 01.12.1983, Blaðsíða 5
Skipst á skoðunum Gm bókaútgáfu og bókasöfn Talsmenn Félags íslenskra bóka- útgefenda segja að dregið hafi úr bóksölu á undanförnum árum, einkum 3 síðustu ár, og telja þeir að sá samdráttur sé á bilinu 30—40%. Þetta hefur gerst þrátt fyrir að bóka- útgáfa hefur aukist umtalsvert. í töluyfirliti um íslenska bókaútgáfu í íslenskri bókaskrá sést, að á tíma- bilinu 1974—1982 hefur fjöldi titla vaxið úr 640 í 1200. Að vísu fela þessar tölur í sér titla rita sem útgef- in eru af ýmsum félögum og stofn- unum, en sú útgáfa hefur vaxið meira en hin hefðbundna bókaút- gáfa. Frumútgáfum íslenskra bók- menntaverka hefur fjölgað á tíma- bilinu, og er við þær miðað í eftir- farandi dæmum. Um er að ræða lág- markstölur, sem fengnar eru með því að draga heildarfjölda þýðinga í efnisflokki frá heildarfjölda af frum- Ritstjórn Bókasafnsins hefur markað þá stefnu að stofna til umrœðu í blaðinu um efni, sem gceti vakið áhuga almennings á málefnum bóka- safna. I síðasta tölublaði Bókasafnsins birtust greinarer til urðu vegna svars Jóhannesar Helga (JH) við spurningu um viðhorf hans til almennings- bókasafna og bókavarða í tölublaðinu þará undan (6. árg., 2. tbl., 1982). Nú er œtlunin að halda áfram umrceðu um eitt atriði í ádrepu JH, þ.e. um samspil bókaútgáfu og bókasafna. JH telur að haldi umsvif bóka- safnanna áfram að aukast, án þess að umtalsverð greiðsla til rithöfunda komi til, mttni söfnin ganga að bókaútgáfu ílandinu dauðri, en hún hafi skroppið svo saman að nálgist hœttumörk. Eiríkur Hreinn Finnbogason (EHF) gerði athugasemd við þessa fullyrðingu í grein í síðasta blaði („Hverjirþjóna hverjum?" s. 12). EHF telur að flestir bókaútgefendur líti svo á, að bókasöfn örvi áltuga á bókum og bók/estri og komi að því leyti bókaútgáfu til góða. Reyndar telji margir að bókasöfnin dragi úr sölu ákveðinna tegunda bóka svo sem barnabóka, en góð áhrif safnanna á börn leiddu vœntanlega til þess að fullorðin verði þau góðir lesendur og kaupendur bóka. Þá segir EHF að sumir telji að söfnin dragi úr sölu þýddra bókmenntaverka. En hann segist aldrei hafa heyrt bókaútgef- anda halda því fram, að vœnleg lausn á því sé að draga úr starfsemi safnanna. útgáfum í sama flokki. 1974 voru gefnar út 33 Ijóðabækur, 1982 voru þær 60, en 1975 — 1981 á bilinu 39 — 52. Skáldsögur og smásögur voru 16 talsins árið 1974, 45 árið 1982, en 1975 — 1981 voru þær á bil- inu 10—35. Gera má ráð fyrir að fast að helmingur ljóðabókanna hafi verið gefinn út á kostnað höf- undanna sjálfra, en skáldsögur og smásögur í fáum tilvikum. Þá hafa tækniframfarir í prentverki, sérstak- lega í litprentun, leitt til meiri fjöl- breytni í bókaútgáfu. Nú eru gefnar út á viðráðanlegu verði margar lit- prentaðar bækur um margvísleg efni. En hver er þá ástæðan til þess að bóksala hefur dregist saman á sama tíma og bókaútgáfa hefur auk- ist? Á íslandi kaupa menn gjarnan bækur til gjafa, og því er þókaút- gáfan mest í 2 mánuði fyrir jól. Svo virðist sem bækur skipi lægri sess í hugum fólks en áður, en þó má vera að hátt verð á þeim sé þrándur í götu. Getur verið að útlán bóka- safna leiði til þess að lánþegar safn- anna kaupi ekki bækur? Eða örva þau kynni sem menn hafa af bókum í söfnum þá til að koma sér upp bókasafni heima hjá sér og kaupa bækur til gjafa? Ovíst er hvaða áhrif bókasöfn hafa á bókaútgáfu á ís- landi. Kannanir erlendis hafa Ieitt í ljós að kaup bókasafna geta tryggt útgáfu einstakra bóka og að notend- ur bókasafna kaupa fleiri bækur en aðrireinstaklingar. Hvað hafa þeir sem bera hita og þunga dagsins til málanna að leggja? Tveir bókaútgefendur, hvor af sinni kynslóð, voru fengnir til að segja frá störfum sínum við bókaút- gáfu. VG BÓKASAFNIÐ 5

x

Bókasafnið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bókasafnið
https://timarit.is/publication/245

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.