Bókasafnið - 01.12.1983, Page 16

Bókasafnið - 01.12.1983, Page 16
fasta stöðu í Háskólabókasafni og eignaðist auk þess nýtt áhugamál, sem skyggir á öll önnur, litla dóttur. — Þá fékkstu stöðu bókavarðar sem sér um notendafrœðslu og upp- lýsingaþjónustu. Hvað er notenda- frœðsla? Notendafræðsla miðar að því að kynna safnið og gera notendur þess sem mest sjálfbjarga. Þessi starfsemi hefur verið að þróast við Háskóla- bókasafn á síðustu árum. Það erorðin föst venja að þegar nýir nemendur koma í skólann að hausti fá þeir frumkynningu á starfsemi og skipu- lagi Háskólabókasafns og þeirri þjón- ustu sem það býður upp á. Frum- kynningin felst í fyrirlestri og sýningu á litskyggnum um háskólabókasöfn yfirleitt og okkar safn sérstaklega, svo og skoðunarferð um safnið. Síðastlið- ið haust var safnið kynnt á þennan hátt fyrir um það bil eitt þúsund nemendum. Auk þessa hef ég leitast við að leið- beina nemendum sem eru komnir lengra í námi og þurfa að afla heim- ilda fyrir sjálfstæð rannsóknarverk- efni. Það er gert með svokallaðri framhaldskynningu, sem er smám saman að öðlast þegnrétt sem skyldu- nám í æ fleiri greinum en er valkostur í öðrum. í framhaldskynningunum er farið í helstu aðferðir heimildaleitar, uppsláttar- og tilvísanarit viðkom- andi greina eru kynnt og nemendur þjálfaðir í notkun þeirra. Framhalds- kynningamareru misjafnlega ítarleg- ar og hef ég fengið allt frá tveimur upp í tólf kennslustundir fyrir þær. í tengslum við þessa kennslu hef ég gert leiðarvísa og bæklinga um ritakost og lilvísanarit einstakra greina. í þessu starfi er ég nánast leiðsögu- maður. Munurinn er aðeins sá að nú er það bókasafnið sem ég er að leið- beina fólki um, en sjálf ferðast ég frá einni fræðigrein til annarrar. — ílvað dró þig að leiðsögu- mannsstarfinu? Við eigum fallegt land sem gaman er að ferðast um og sýna ókunnugum. Það er sífellt hægt að uppgötva eitt- hvað nýtt í landslaginu. Leiðsögu- manni er nauðsynlegt að afla sér heimilda um þau svæði sem hann ferðast um, um sögu lands og þjóðar og fylgjast með helstu hræringum í þjóðfélagi nútímans. Mannleg sam- skipti eru einnig ríkur þáttur í starf- inu og kynni skapast við fólk víða að úr heiminum. Þetta er fjölbreytt og kreijandi starf og þess vegna skemmtilegt. — En hvernig verðu frítíma þin- um? A meðan ég var leiðsögumaður og sá um bókasafnið í Jarðfræðahúsi voru mörkin milli starfs og tómstunda ekki alltaf glögg og viðfangsefnin árs- tíðabundin. Á þessum árum var ég reyndar virkur þátttakandi í Félagi bókasafnsfræðinga og formaður þess um skeið. Síðan ijölskyldan kom til sögunnar er frístundum varið á ann- an hátt, en við reynum eftir föngum að komast út í náttúruna. 16 BÓKASAFNIÐ

x

Bókasafnið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bókasafnið
https://timarit.is/publication/245

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.