Bókasafnið - 01.12.1983, Blaðsíða 24

Bókasafnið - 01.12.1983, Blaðsíða 24
Verkaskipting á milli safna mikilvæg Viðtal við Eirík Þ. Einarsson, bókavörð Hafrannsóknastofnunar Um borö i trillunni. EiríkurÞ. Einarsson er bókavörður við Hafrannsóknastofnun ogRann- sóknastofnun fiskiðnaðarins og hefur starfað við þessar stofnanir síðan 1971. Hann erfœddur árið 1950 í Vestmannaeyjum, varðstúdentfrá Mennt- askólanum áAkureyri árið 1970 og lauk BA-prófifrá Háskóla íslands árið 1982. Eiríkur er kvcentur Önnu Gísladóttur ogeigaþau tvosyni. Hvernig stóð á þvíað bókavarðar- starfið varðfyrir valinusem œvistarf? Það er ekki gott að segja. Ég var í bókasafnsnefnd í MA, og hefur það kannski haft einhver áhrif auk þess sem besti vinur minn og leikfélagi í Eyjum er sonur Haraldar Guðnason- ar fyrrverandi bókavarðar, og voru þar mín fyrstu kynni af bókasöfnum. Eiginlega ætlaði ég að verða fomleifa- fræðingur, en þá voru sagðar slæm- ar atvinnuhorfur hjá fornleifafræð- ingum svo ekkert varð úr því. Ég fór í Háskólann strax eftir stúdentspróf eða haustið 1970, en námið gekk skrykkjótt, þegar á leið. Ég kynntist konunni minni og við giftum okkur árið 1971. Sonur okkar fæddist árið 1973, daginn fyrirgosið í Vestmanna- eyjum. Foreldrar mínir bjuggu þá í Eyjum og ég var í prófum svo allt gekk á afturfótunum þessa daga og raunar mest allan þennan vetur. Ég lauk þó bókasafnsfræðinni árið 1974, nema ritgerð, en átti þá eftir helminginn af náminu til BA-prófs. Eftir þetta fór námið fyrir ofan garð og neðan, því ég fór að byggja, var í fullri vinnu og með heimili að auki svo eitthvað varð undan að láta. Eftir að um hægðist, tók égtil viðnámiðafturhaustið 1979 og lauk því árið 1982. Til að safna ein- ingum upp í BA-prófið tók ég nokkr- ar einingar í líffræði og þá aðallega grasafræði. Hvers vegna grasafrœði? Ég hef mikinn áhuga á blómarækt og þá sérstaklega kaktusarækt. Já, áhugamálin, hver eru þau helstu önnuren kaklusarcektin? Ég veiði dálítið á sumrin, bæði í vötnum og í sjó. Við eigum þrír sam- an trillu og skreppum á fískveiðar þegargott er veður. Viðhöfum Akur- ey á leigu og stundum þar æðar- rækt, kartöflurækt og smávegis lundaveiðar. Þá hef ég mikinn áhuga á tónlist, sérstaklega jazztónlist og var í stjórn Jazzvakningar í 3 ár. Nú vinnurþú á sérfrœðibókasafni. Hvers vegna varð sú safnategundfyr- irvalinu? Það var alger tilviljun. Ég byrjaði á almenningsbókasafni í Kópavogi snemma árs 1971. Það atvikaðist þannig, að ég var við námsvinnu á Landsbókasafni þegarbeiðni kom frá Bókasafni Kópavogs um mann sem gæti flokkað og skráð safnið. Ég sló til og vann þar með skólanum. Þetta var tímavinna og ég sá fram á að mig vantaði vinnu um sumarið. Þá sagði Ólafur Hjartar mér frá því að Óskar Ingimarsson væri að hætta hjá Haf- rannsóknarstofnun. Ég fór þangað og fékkvinnuna. Er bókasafn Hafrannsóknastofn- unar gamalt safn? Það má segja að það sé að stofni til 24 BÓKASAFNIÐ

x

Bókasafnið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bókasafnið
https://timarit.is/publication/245

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.