Bókasafnið - 01.12.1983, Síða 27
Sagan
Öll vitum við hvernig bókasöfn
hafa þróast í gegnum árþúsundimar.
Allt frá því um 3000 árum fyrir Krist
hafa verið til ritaðar heimildir, og
einhverjir sem sáu um heimildirnar,
önnuðust þær og sáu um að eigandinn
glataði ekki eignum sínum sem voru
fágætar og dýrmætar. Starf bóka-
varðarins getur því talist nær jafn-
gamalt ritmenningunni. Bókaverðir
elstu safnanna voru úr hópi þeirra fá-
mennu stéttar sem kunni að lesa.
Kröfumar um hæfni þessara forvera
okkar í starfi vom geysimiklar. Þeir
voru meðal best menntuðu manna
sínstíma.
Á miðöldum var ritmenningin að
mestu í höndum klerkastéttarinnar
og hluti af því starfi sem fram fór í
söfnunum var afritun bóka og skjala.
Ekki var alltaf auðvelt að greina milli
þess sem framleiddi ritið og þess sem
varðveitti það. Bókavörðurinn gat
jafnframt verið þókagerðarmaður.
Þróun safnanna fram á okkar daga
hefur verið nokkuð jöfn og hæg, þar
til nú að skyndilega erum við hrifin
inn í hringiðu upplýsingaflóðsins.
Bókasafn sögunnar lagaði sig að kröf-
um síns tíma, notaði þá tækni sem til
var til skipulagningar og upplýsinga-
dreifingar, og jafnvel eftir að Guten-
berg kom fram með sína byltingar-
kenndu tækni, í formi prentunar með
lausaletri, gátu söfnin vel lagað
starfsemi sína að breyttum háttum. í
400 ár hafa bókasöfnin byggt starf-
semi sína í kringum hið prentaða orð.
Bókavörðurinn hefur á sama tíma
verið sá aðili sem „varðveitti" rit-
menninguna og miðlaði henni til ör-
fárra útvaldranotenda.
Allt fram á okkar daga hafa bóka-
söfnin verið lokaðar eða hálf-lokaðar
stofnanir, kallaðar fallegum nöfnum
svo sem „hornsteinar menningarinn-
ar“, „minni mannkynsins“ og öðrum
álíka sem bera vott um virðingu þá
sem fyrir þeim varborin.
Þær kröfur sem gerðar voru til
bókavarðarins voru þærað hann væri
bókfróður og bókelskur og til starfs-
ins var valið með tilliti til þessara
kosta. Þetta er ákaflega eðlilegt með
tilliti til þess að notendahópurinn var
smár og safnkosturinn takmarkaður.
„Bókfróður" maður gat í raun haft
„Allt fram á okkardaga
hafa bókasöfnin veriö
lokaöareöa hálflokaöar
stofnanir, kallaöar
fallegum nöfnum svo sem
„ hornsteinar menningar-
innar“, „minni mann-
kynsins“ og öörum álíka
sem bera vott um viröingu
þá sem fyrirþeim var
borin. “
yfirsýn yfir alla tiltæka þekkingu og
gat miðlað henni af skynsemi til síns
takmarkaða notendahóps.
Nútíminn
Nútíminn, sérstaklega síðastliðin
40 ár, hafa breytt þessari mynd eins
og svo mörgu öðru. Gömul gildi eru
að hverfa eða víkja fyrir nýjum kröf-
um og bókasöfnin eru þær stofnanir
sem hafa orðið fyrir hvað róttækustu
grundvallarbreytingum í starfsemi
sinni. Með tilkomu nýrrar tækni og
þeirrar geysimiklu áherslu sem nú er
lögð á þekkingaröflun og þekkingar-
dreifingu hafa bókasöfnin gengið í
gegnum sína kreppu, og það er ef til
vill rétt núna sem þau eru að ná jafn-
væginuáný.
„Nú gera menn sérgrein
fyrir því aö framfarir eru
ekki eingöngu bundnar
fjármagni og hráefnum,
heldurmiklu fremur
aögangi aö þekkingu og
auöveldri upplýsinga-
dreifingu. “
Tilkoma upplýsingavísindanna
(information science) fyrir nokkrum
árum virtist um skeið ætla að yfirtaka
hlutverk bókasafna í upplýsinga-
dreifingu, einkum á vísindasviðinu
með tilkomu tölvanna. Bókasöfnin
höfðu sínar gömlu bóklegu hefðir og
voru ekki tilbúin til að laga sig alger-
lega að breyttum aðstæðum og til-
einka sér svo róttækar breytingar sem
tölvuvæðingin virtist ætla að hafa í
för með sér. Nú eru menn að sjá að
enn er langt í land að tölvumar geti
geymt alla mannlega þekkingu, og al-
gengasta notkun vísindamanna á
tölvum til þekkingaröflunar er í gegn-
um bókfræðilega tölvubanka, en síð-
an verður að sækja heimildarnar
sjálfar í pappírsformi til bókasafns-
ins. Þrátt fyrir spádóma um pappírs-
laust samfélag er meiri útgáfa nú í
pappírsformi en nokkru sinni fyrr.
Nýjasta auðlindin
Ef við lítum um öxl þá sjáum við að
bókasöfn allra tíma hafa verið forða-
búr þekkingarinnar. Söfnin hafa
safnað, varðveitt og miðlað þessari
þekkingu. A hverjum tíma hefur
áherslan verið lögð á mismunandi
hluta þessa þríþætta verksviðs, og í
dag er áherslan lögð á miðlunina.
Ástæðan fyrir þessu er einfaldlega sá
áherslumunur sem hefur orðið á síð-
astliðnum 30—40 árum. Upplýsing-
ar og þekking eru orðin auölind og
hver sú þjóð sem býr yfir mestri
þekkingu og leggur mest af mörkum
til rannsókna (sem eiga í raun að
stuðla að enn meiri þekkingu) skapar
sér sess framarlega í samfélagi þjóð-
anna. Upplýsingar og þekking eru
þannig orðin tákn um styrk þjóða,
rétt eins og stálið var stöðutákn á tím-
um iðnbyltingarinnar. Við sjáum
hráefnalaus lönd á borð við Japan
ryðja sér braut fram úr gömlum iðn-
veldum á borð við Bretland og
V-Þýskaland með tækniþekkinguna
helsta að vopni.
Nú gera menn sér grein fyrir því að
framfarir eru ekki eingöngu bundnar
Ijármagni og hráefnum, heldur miklu
fremur aðgangi að þekkingu og auð-
veldri upplýsingadreifingu. Þekking
á tækninýjungum gerir menn sam-
keppnisfærari um sölu á varningi sín-
um.
27