Bókasafnið - 01.12.1983, Blaðsíða 37

Bókasafnið - 01.12.1983, Blaðsíða 37
(Jrýmsumáttum Norræna bók- menntaár Blindra- bókasafn íslands Norrænt þing um bókasafns- mál Norrænt bókavarðamót verður haldið á íslandi á næsta ári. Undir- búningsvinna er geysimikil og eru tvær nefndir starfandi. íslensk nefnd sér um skipulagningu þingsins og framkvæmd í samráði við Ferða- skrifstofu ríkisins, og samnorræn nefnd skipuleggur dagskrá. For- maður beggja nefnda er Elfa-Björk Gunnarsdóttir borgarbókavörður. Þátttökueyðublöðum verður dreift í desember. KHP Norrænt bókmenntaár 1983 — 84 er haldið á vegum norrænu félag- anna og eru skólar og almennings- bókasöfn hvött til að leggja sitt af mörkum til að gera þennan viðburð eftirminnilegan. Bókmenntaárið hófst í byrjun október og var opnað með viðhöfn í Norrænahúsinu. Dagskrár verða í útvarpi og sjón- varpi, norrænir rithöfundar koma í heimsókn til íslands, geFið verður út sérstakt veggspjald. Ennfremur verður gefinn út sér- stakur bókalisti yfir bækur sem þýddar hafa verið á íslensku úr Norðurlandamálum. Eintaki af þessum lista verður dreift til safna, en hægt verður að kaupa viðbótar- eintök hjá Norræna félaginu í Reykjavík. Bókavörðum er bent á að leita samvinnu við deildir norrænu félag- anna, einnig leikfélög, kvenfélög og önnur félagasamtök eða stofnanir sem áhuga hafa á að standa fyrir kynningu á norrænum bókmennt- um. Formaður norrænu bókmennta- ársnefndarinnar er Hjálmar Ólafs- son, formaður Norræna félagsins í Reykjavík. KHP Safnið tók formlega til starfa 1. jan. 1983, en hefur verið á tveimur stöðum fram að þessu. Verið er að innrétta húsnæði í byggingu Blindrafélagsins að Hamrahlíð 17 og standa vonir til að safnið geti flutt þangað fyrir árslok 1983. KHP BÓKASAFNIÐ 37

x

Bókasafnið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bókasafnið
https://timarit.is/publication/245

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.