Bókasafnið


Bókasafnið - 01.04.1993, Síða 68

Bókasafnið - 01.04.1993, Síða 68
LÖG FÉLAGS BÓKAVARÐA í RANNSÓKNARBÓKASÖFNUM !• gr- Félagið heitir Félag bókavarða í rannsóknarbókasöfnum. Heimili þess og varnarþing er í Reykjavík. 2' gr' Tilgangur félagsins er: - að efla samstarf og samheldni bókavarða í íslenskum rannsóknarbókasöfnum; - að stuðla að viðgangi íslenskra rannsóknarbókasafna; - að vinna að auknum skilningi á mikilvægi rannsóknar- bókasafna og upplýsingamiðlunar í samfélaginu; - að starfa með öðrum samtökum bókavarða og bóka- safna, svo og öðrum aðilum á sama vettvangi, að sam- eiginlegum markmiðum; - að eiga samskipti við hliðstæð samtök erlendis. 3. gr. Fulla félagsaðild geta átt bókaverðir rannsóknarbóka- safna (þjóðbókasafns, háskólabókasafna og sérfræði- bókasafna), jafnt opinberra sem annarra, fastir kennarar í bókasafnsfræði við Háskóla Islands og starfsmenn stofn- ana sem vinna að upplýsingamálum; einnig áhugamenn um markmið félagsins. Aðild án atkvæðisréttar geta átt rannsóknarbókasöfn, svo og aðrar stofnanir er starfa að upplýsingamálum. Skulu þær greiða árgjald í hlutfalli við fjölda stöðugilda, skv. nánari ákvörðun aðalfundar. Skriflegar umsóknir um aðild skulu berast stjórn félags- ins, og sker hún úr ef vafi leikur á um aðildarrétt. 4. gr. Stjórn félagsins skipa fimm menn. Hún skal kosin á aðal- fundi og er formaður kosinn sérstaklega en aðrir stjórn- armenn í einu og skipta þeir með sér verkum. Ennfremur skal kjósa tvo endurskoðendur. Enginn skal sitja lengur en þrjú ár í einu í stjórn félagsins. 5'. gr' Aðalfundur skal haldinn í janúar ár hvert. Skal boða til hans með minnst 14 daga fyrirvara. Föst dagskrá aðal- fundar skal vera: 1. Skýrsla stjórnar. 2. Samþykkt reikninga. 3. Kynning nýrra félaga. 4. Ákvörðun um árgjald. 5. Tillögur um lagabreytingar. 6. Kosning stjórnar. 7. Kosning endurskoðenda. 8. Kosning fulltrúa í stjórn Bókavarðafélags Islands. 9. Kosning fulltrúa á ársþing Bókavarðafélags Islands. Aðalfundur telst lögmætur og ályktunarhæfur sé löglega til hans boðað. 6. gr. Reikningsár félagsins miðast við almanaksárið. 7:gr' Lög þessi öðlast þegar gildi. 68

x

Bókasafnið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bókasafnið
https://timarit.is/publication/245

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.