Bókasafnið


Bókasafnið - 01.04.1995, Side 8

Bókasafnið - 01.04.1995, Side 8
kvikmyndir, myndbönd og annað miðlunarform og um alls konar viðfangsefni í gegnum Internetið. Þessar upplýsingar eru mjög gagnlegar þegar bókasafn óskar að kaupa eða afla sér efnis á sérstöku fræðasviði eða eftir einhvern ákveðinn höfund. Upplýsingarnar má einnig nota til þess að fá efni í millisafnaláni. Margir útgefendur hafa sett útgáfuskrár sínar á Veraldarvefmn svo sem Penguin Books, Basil Blackwell og Meckler. Internet bókaverslanir svo sem BOOKS.COM, Bókaverslun Háskólans í Kaliforníu (the University of Cali- fornia (Irvine) Bookstore) og Internet bókabúðin (the Inter- net Book Shop) hafa skrár sínar leitarhæfar og einnig er hægt að panta efni þaðan í beinu sambandi. „Gopherar" sem fagfé- lög hafa sett upp geyma oft miklar heimildaskrár yfir efni sem eru á áhugasviði félaganna. Internetið veitir einnig aðgang að bókasafnaskrám mörg hundruð almennings-, háskóla-, fram- haldsskóla- og rannsóknabókasafna um allan heim. Jafnvel þar sem skrárnar geyma aðeins bókfræðilegar færslur yfir bókakost viðkomandi safns eru þær gagnlegar sem tæki til að staðsetja bækur og annað efni sem tengist ákveðnu viðfangs- efni. Margar bókasafnaskrár veita nú þegar ýmiskonar upp- lýsingaþjónustu umfram skrána sjálfa og þar með verða þess- ar skrár áhugaverðar fleiri notendum. Sumar bókasafnaskrár veita einnig aðgang að tímaritalyklum, handbókum á geisla- diskum, gagnasöfnum á borð við ERIC, upplýsingum um rithöfunda viðkomandi lands eða svæðis, um átthagasöfn eða tilkynningatöflur með upplýsingum frá félögum eða hinu op- inbera. Dæmi um þessa þjónustu er til dæmis Almennings- bókasafnið í Vancouver í Kanada (Vancouver Public Library) sem býður aðgang að neytendaupplýsingum (Consumer Index), fundargerðum borgarstjórnar og ýmis konar upplýs- ingum frá borginni, samfélagsupplýsingum auk þess að sýna hvað bókasafnið á sjálft. Aðgangur að Internetinu Sum bókasöfn gefa notendum sínum kost á að tengjast Internetinu. Þetta er ein tegund þjónustu á sama hátt og að bókasöfn veita aðgang að gagnasöfnum á geisladiskum. Með- al þeirra fyrstu sem hófu þessa þjónustu var Almennings- bókasafnið í Seattle í Bandaríkjunum. Þetta bókasafn er tölvuvætt með tölvukerfinu Dynix. Dynix gerir bókasafninu kleift að skapa sinn eigin „gopher" í gegnum almenningsað- gang kerfisins og á þann hátt var hægt að veita aðgang að völdum Internet-gögnum og jafnvel öllu Internetinu. Þegar notandi kemur að almenningsaðgangi skrárinnar í safninu í Seattle getur hann valið hvort hann vill leita í bókasafns- skránni, í gagnasafni um samfélagsupplýsingar eða leita í Internetinu. Jafnvel eru sum skólasöfn farin að veita notend- um sínum aðgang að Internetinu. Canberra Grammar School í Astralíu (í gegnum Veraldarvefinn) og Bemidji Middle School í Minnesota, Bandaríkjunum (í gegnum „gopher") eru dæmi þar um. Hér á landi veitir til dæmis bókasafn Há- skólans á Akureyri notendum sínum aðgang að Internetinu með „gopher“ valmynd á almenningsskjá bókasafnsins. Bókasöfh sem upplýsingagjafar á Internetinu Bókasöfn hafa aðgang að upplýsingum alls staðar að úr heiminum og að alls kyns heimildum og þjónustu fyrir til- stilli Internetsins. Þau eru því Internet-notendur. En mörg bókasöfn gera skrár sínar aðgengilegar á Internetinu svo þau eru einnig upplýsingagjafar á netinu. Einnig eru bókasöfn að færa sig enn lengra á þeirri braut að búa til sína eigin „goph- era“ eða heimasíður á Veraldarvefnum. Með því veita þau margháttaða upplýsingaþjónustu til sinna eigin viðskiptavina og jafnframt til allra annarra notenda Internetsins. Stundum er þetta gert sem nokkurs konar kynningarstarfsemi en oftar sem þjónusta við almenning. I enn öðrum tilvikum er upp- lýsingaþjónusta af þessu tagi lögbundin á þann hátt að upp- lýsingar sem safnað er fyrir opinbert fé skulu gerðar almenn- ingi aðgengilegar. Ein glæsilegasta þjónusta af þessu tagi var unnin á Veraldarvef af Háskólabókasafni Virginíu en þar eru ekki eingöngu veittar upplýsingar um bókasafnið og þjón- ustu þess heldur eru þar einnig Ijósmyndir og texti sem teng- ist listsýningum á vegum bókasafnsins. Sem dæmi er þar sýn- ingarskrá yfir afríska list frá 1994 með litljósmyndum af lista- verkunum á sýningunni, auk útskýringa og lýsinga í texta- formi. Af öðrum söfnum sem veita upplýsingar í margmiðl- unarformi í gegnum Veraldarvef má nefna Háskólabókasafn Waterloo Háskóla í Kanada og Þingbókasafnið í Washington sem setti upp listsýningu í beinlínuaðgangi með myndum og skjölum frá Vatikaninu árið 1994. Nánari upplýsingar um Internetið Heimildalistinn sem fylgir tekur til nokkurra almennra handbóka um Internetið fyrir þá sem eru að byrja að kynna sér það og heimildir þess. Þarna eru talin nokkur sígild verk, svo sem Zen and the Art of the Internet eftir Brendan Kenhoe sem komið hefur út í þrem útgáfum og The Whole Internet eftir Ed Krol en sú bók er nú einnig í þriðju útgáfu. Nýrri heimildir eru þar einnig en það hugtak táknar að um er að ræða handbækur gefnar út árið 1994. Þar eru einnig nokkrar bækur og greinar sem tengjast sérstaklega notkun Internetsins í bókasöfnum, þ.m.t. háskólabókasöfnum, almenningsbóka- söfnum, sérfræðisöfnum og skólasöfnum. Greinar um Internetið hafa birst í mörgum tölvutímarit- um, svo sem MacWorld, PC World og Byte. Sumar greinarnar eru skrifaðar fyrir almenning en aðrar eru um svo sérhæfð efni að þær geta ruglað jafnvel vel þjálfaða Internet-notendur. Mörg bókasafnatímarit svo sem Library Journal, Special Libr- aries, School Library Journalog IFLA Journalhaíz birt greinar um Internetið og College and Research Libraries News birtir í hverju hefti greinar um Internet gagnasöfn og heimildir á sér- stökum efnissviðum. Tímarit sem sérstaklega eru helguð Internetinu og skyldum efnum eru t.d. Online Access og Internet World sem er alþýðlegra tímarit sem kemur út mán- aðarlega. Almenn tímarit á borð við Time og Newsweek höfðu greinar um Intenetið 1994 og á fyrri hluta 1995 og Newsweek hóf útgáfu á vikulegum greinum sem kallaðar eru „Cyberscope" og fjalla um nýjustu þróun Internetsins. Dag- blöð hafa einnig aukið umfjöllun sína um Internetið eins og sést hefur í Morgunblaðinu síðastliðið ár. Greinilegt er að áhuginn á Internetinu er að aukast og fleiri og fleiri eru með- vitaðir um umfang þeirra upplýsinga og gagna sem finna má með hjálp þessa miðils. Dr. Sigrún Klara Hannesdóttirþýddi. HEIMILDIR: Braun, Eric. 1994. The Complete Internet Directory. New York : Fawcett Col- umbine. Bringedal, Tone. 1994. The Norwegian public libraries’ path towards the Internet. Scandinavian Puhlic Lihrary Quarterly 27(4): 7-11. Buckle, David. 1994. Internet: strategic issues for libraries and librarians - a commercial perspective. ASLIB Proceedings 46(11/122) Novem- ber/December: 259-262. Clement. Gail P. 1994. Library without walls. Internet World September: 60-64. 8 Bókasafnið 19. árg. 1995

x

Bókasafnið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bókasafnið
https://timarit.is/publication/245

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.