Bókasafnið - 01.04.1995, Qupperneq 14
er frumleg og skemmtileg þó að þetta sé ekki beint dæmi-
gerður fulltrúi stéttarinnar. Reyndar er eiginkona Einars
bókasafnsfræðingur og hann þekkir eflaust stéttina betur en
margur annar rithöfundur.
Núna fyrir jólin kom út bókin Grandavegur 7 eftir Vig-
dísi Grímsdóttur. Þar les Þóra Hákonardóttir um sjálfa sig í
spjaldskrá skáldsins Jóhanns að hún hafi starfað á Borgar-
bókasafni og reyndar kemur einnig fram að hann starfi þar
sjálfur (s. 130).
Annað nýlegt dæmi um bókasafn er í HöfuiSskepnum,
skáldsögu Þórunnar Valdimarsdóttur, rithöfundar og sagn-
fræðings. Söguhetjan er stödd á lestrarsal Landsbókasafns, en
þar sat Þórunn oft sjálf við iestur og skriftir. Hjá Þórunni hef-
ur safnahúsið áhrif á tilfinningalíf fólks:
Ástarsögur bókasafnsins eru eins og kúbískt málverk málað úr bókum,
fötum, augum og hjörtum. Hér hefur fólk orðið ástfangið, heyrt hef ég
þess mörg dæmi, kona réttir karli föt aftur og aftur, þær verða við það
eins og forni heimilisengillinn .... Þetta affekterar stundum alla í húsinu
.... Hér hittast þeir sem hafa verið hálfskotnir og verða alveg skotnir,
því þeir styrkjast svo fyrir gaidur hússins, styrkjast svo í sjálfum sér. (Höf-
uÖskepnur, s. 130)
Söguhetjur barnabóka fara einnig á bókasöfn, meira að
segja á sjálft þjóðbókasafnið. I Silfri Egils eftir Sigrúnu Dav-
íðsdóttur held ég að hljóti að vera ein ítarlegasta og skilmerki-
legasta lýsing á Landsbókasafni íslands sem birst hefur í ís-
lenskri skáldsögu. 111. kaflanum er bæði að finna lýsingu á
safnahúsinu sjálfu, aðkomunni og lestrarsalnum, en einnig
bókavörðum og þjónustunni. Bræðurnir Gunnar og Snorri
eru í fjársjóðaleit og halda á Hverfisgötuna til að athuga hvar
bærinn Mosfell stóð í gamla daga:
Gunnar leit í kringum sig. Enn var enginn sjáanlegur, sem leit út fyrir að
vera bókavörður. Allt var tröllslegt þarna, hátt til lofts eins og ! leikftmi-
húsinu í skólanum, borðin stór og þung og stólarnir næstum eins og sóf-
ar. Einn var að lesa bók, sem var stór eins og borð og þykk eftir því. En
rétt í því að Gunnar var að fara að örvænta, sté maðir inn um dyr bak við
upphækkaða borðið. Hann var í stíl við allt þarna, tröllslega stór, með
firna mikið yfirvararskegg, en alveg sköllóttur og í risastórum ullarjakka,
þó sólin skini glaðlega úti. Hann leit hvasst á strákana um leið og hann
hlammaði sér með skelli á skrifborðsstól með hjólum við upphækkaða
borðið og dró upp dagblað, sem hann hvarf á bak við. (Silfur Egils, s. 96)
Annað dæmi um barnabók er Jóra og ég eftir Guðlaugu
Richter. Söguhetjan ræður sig sem aðstoðarstúlku á héraðs-
bókasafn fyrir austan fjall til að komast yfir ástarsorg og rekst
á stórmerkilega bók sem breytir lífi hennar þegar hún býðst
til að flokka gamlar bókagjafir sem legið hafa í kössum árum
saman.
I lokin langar mig að rifja upp bókarkafla sem mér hefur
verið minnisstæður alveg frá því ég las hann í barnæsku (bók-
in var reyndar uppáhaldsbókin mín þegar ég var u.þ.b. 12-14
ára), en það er kafli í þýddri skáldsögu Gróður ígjósti eða A
Tree Grows in Brooklyn eftir ameríska rithöfundinn Betty
Smith. Sagan fjallar um fátæka fjölskyldu í Brooklyn í upp-
hafi aldarinnar. Elsta dóttirin Fransí, ellefu ára, er bókhneigð
og hefur ásett sér að lesa allar bækur sem til eru í heiminum.
Hún heldur að hverfisbókasafnið eigi þær allar og byrjar að
lesa eina bók á dag í stafrófsröð höfunda, skemmtilegar jafnt
sem leiðinlegar. A laugardögum lætur hún þó eftir sér að lesa
eitthvað annað, samkvæmt ráðleggingu bókavarðarins. Fransí
hlakkar alltaf til að koma á bókasafnið, finnst það yndislegur
staður og kemur þangað daglega. Allt við það heillar hana,
lyktin af bókalími og slitnu skinnbandi, skrifborð með þerri-
pappír og nýydduðum blýöntum og lítill gulbrúnn blóma-
vasi þar sem skipt er um plöntur eftir ársu'ðum. Á sunnudög-
um biður hún bókavörðinn að benda sér á góða bók fyrir ell-
efu ára stúlku og þó að bókavörðurinn líti aldrei upp, mæli
alltaf með sömu bókunum og brosi aldrei til hennar eyðilegg-
ur það ekki lestraráhuga Fransí því það er nú einu sinni svo
að fólk fer á bókasöfn til að eiga stund með bók en ekki
bókaverðinum (s. 23-25).
HEIMILDIR:
Ásgerður Kjartansdúttir. Maí 1982. Sögulegtyfirlit um bókasöjh á íslandi og
skrá yfir almenningsbókasöfh á íslandi 1790—1982. [BA-ritgerð: Háskóli
íslands].
Casanova, Giacomo. 1943-1944. Ástir ogavintýri Casanova. Reykjavík :
Hringur.
Eco, Umberto. 1984. Nafn rósarinnar. Reykjavík : Svart á hvítu.
Einar Kárason. 1981. Þetta eru asnar Guðjón. Reykjavík : Mál og menning.
Flagg, Fannie. 1992. Steiktirgrxnir tómatar. Reykjavík : Skjaldborg.
Guðlaug Richter. 1988. Jóra og ég. Reykjavík : Mál og menning.
Gyrðir Elíasson. 1990. Svefiihjólið. Reykjavík : Mál og menning.
Gyrðir Elíasson. 1991. Heykvísl oggúmmískór. Reykjavík : Mál og menning
Halldór Laxness. 1987. íslandsklukkan. Reykjavík : Vaka-Helgafell.
Halldór Laxness. 1978. Sjömeistarasagan. Reykjavík : Helgafell.
Halldór Laxness. 1986. Ungur ég var. Reykjavík : Helgafell.
Huizing, Klaas. 1994. Der Trinker. Múnchen : Albrecht Knaus.
Jerome, Jerome K. 1946. Þrír á báti. Reykjavík : Spegillinn.
Jón Helgason. 1948. Úr landsuðri. Reykjavík : Heimskringla.
Jón Stefánsson. 1949. Úti í heimi. Endurminningar. Reykjavík : Bókfellsút-
gáfan.
King, Stephen. 1994. Bókasafiulöggan. Reykjavík : Fróði.
Kristján Kristjánsson. 1993. Fjórða haðin. Reykjavík : Iðunn.
Lewis, Sinclair. 1923. Main Street. London : Cape.
MacNeice, Louis. 1966. The Collected Poems ofLouis MacNeice. London :
Faber and Faber.
Parsons, Rich & Keaveny, Tony. 1993. Colin the Librarian. London : Mich-
ael O'Mara Books.
Roth, Philip. 1994. Vertu sœll, Kólumbus. Reykjavík : Bjartur.
Saroyan, William. 1946. Leikvangur lífiins. Reykjavík : Akranesútgáfan.
Sigrún Davíðsdóttir. 1989. Silfitr Egils. Reykjavík : Almenna bókafélagið.
Smith, Betty. 1946. Gróður ígjósti. Reykjavík : Bjarkarútgáfan
Stefán Jónsson. 1987. Að breyta jjalli. Reykjavík : Svart á hvítu.
Sveinn Skorri Höskuldsson. 1993. Benedikt á Auðnum. Reykjavík : Mál og
menning.
Vigdís Grímsdóttir. 1994. Grandavegur 7. Reykjavík : Iðunn.
Þórbergur Þórðarson. 1940. Ofvitinn. l.b. Reykjavík : Heimskringla.
Þórunn Valdimarsdóttir. 1994. Höfuðskepnur. Reykjavík : Forlagið.
SUMMARY
„She ivas a Librarian, but He uias a Weaver“: Libraries and
Librarians in Literature
The article discusses, how libraries, their activities and personnel are
represented in Icelandic literature and in foreign literature translated into
Icelandic as well. The author gives a brief outline of the history of Icelandic
public libraries, with the first founded in 1790 as a reading society. It is argu-
ed that, with more and better libraries in the country and increased use of
the libraries, they a^e more frequently mentioned in Icelandic literature.
Examples are cited from Icelandic literature and from foreign translations
into Icelandic as well.
Fræðsl uskr if stof a
Vesturlands
Bjarnarbraut 8 • Borgarnesi
Sími 437 1418* Myndsendir 437 1048
14 BókasafniS 19. árg. 1995