Bókasafnið


Bókasafnið - 01.04.1995, Síða 16

Bókasafnið - 01.04.1995, Síða 16
Vísur, kvæðabrot og þulur. Barnabókaútg. Wölfel, Ursula: Fljúgandi stjarna. MM Þórður Helgason: Og enginn sagði neitt. N ámsgagnastofnun Þórey Friðbjörnsdóttir: Þegar sálin sér. Jöklaútg. Þorsteinn Marelsson: Meira vit. MM Fræðibækur fyrir börn *Alfræði unga fólksins. OO, bókaklúbbur Benedetti, Lucia: Plöntur : gróður jarðar. Skjaldborg *Björk, Christina: Lilja í garði listmálarans. MM Bussell, Darcey: Ballett fyrstu árin. MM Casalis, Anna: Ferðir : lönd og þjóðir. Skjaldborg Cloche, Paul: Himinninn og fjarlægar stjörnur. Skjaldborg Lineker, Gary: Knattspyrna : fyrstu sporin. MM Mancinotti, Susanna: Mannasiðir og umgengnisvenjur. Skjaldborg Mannslíkaminn í máli og myndum. Setberg *Nielsen, Erik Hjort: Huginn og Muninn segja frá ásum. MM Nista, Primiana: Mannslíkaminn. Skjaldborg Við höfum haft það að leiðarljósi að börn þurfi að þjálfast í lestri og hafa því verið á þessum lista bækur sem eru kannski engin meistaraverk heldur gegna þær mikilvægu hlutverki í að auka lestrarhæfni hjá börnum og gera þau að vönum les- endum. í þeim flokki eru bækur Cordulu Tollmien Látttiþér batna og Vertu vinur minn. Þær eru með gott letur og stutta kafla sem er mjög gott fyrir börn sem eru að þjálfast í lestri, en galli er að nokkuð er af prentvillum í bókunum. Bóka- flokkurinn Litlir lestrarhestar tr gefinn út með því markmiði að auka lestrarhraða, gott letur og bil er á milli lína og það hefur líka verið stefna hjá útgefendum að aðeins vandaðar og skemmtilegar sögur koma út í þessum flokki. Sem fyrr er lítið gefið út af bókum fyrir þau sem ekki fylgja meirihluta árgangsins í lestrargetu. Þó voru 1994 gefnir út tveir titlar, Valli á enga vini, sem fjallar um talörðugleika og einelti sem getur hlotist af því og síðan Armann og Blíða sem fjallar um barn sem stamar. Á árinu hóf nýtt forlag, Lindin, útgáfu á barna- og unglingabók- um sem allar eru verðlaunabækur í sínu heimalandi, Astralíu. Er mik- ill akkur í þessari útgáfu því eins og góðra bóka er háttur eru þessar þrjár bækur fyrir allan aldur og er ekki síður að fullorðnir hafi gaman af þeim, alla vega þessar tvær á fer- tugsaldri, sem skrifa þessa grein! Óskandi væri að fleiri útgefendur myndu velja verðlaunabækur frá hinum ýmsu löndum til þýðinga. Mikið af úrvalsbókum fjalla um hluti sem eru ofarlega á baugi alls staðar í heiminum og sem dæmi um þetta má nefna eina af útgáfu- bókunum frá Ástralíu sem nefndar voru hér að ofan. Er það bókin Geimpúkar sem er um tölvuleikjaæði sem sannarlega er áberandi í dag hjá íslenskum börnum. Fleiri bækur en þessar sem þegar hafa verið nefndar eru skemmtilegar aflestrar bæði fyrir börn og fullorðna og sem dæmi um þetta bendum við á bækurnar DordingulL, sem skírskotar mjög skemmtilega til þjóðsagna og ævintýra, Forboðna borgin, Nornadómur og Hringadróttinssaga. Fræðibækur fyrir börn eiga erfitt uppdráttar þetta árið eins og mörg undanfarin. Engin frumsamin kom út og er það mjög miður. 1 flestum tilvikum bera þýddar bækur þess alltaf merki að vera þýðingar og er lítið um að þær séu staðfærðar og íslensku efni bætt inn í. Góð undantekning frá þessu er Alfrœði unga fólksins. I því verki er íslensku sérefni bætt inn í á viðeigandi stöðum. Fer mjög vel á því og er bókin mjög þörf en betur hefði farið á því að gefa bókina út í 2-3 bindum - hún er alltof þung og þykk fyrir litlar hendur. Við fundum nokkuð mörg dæmi um prentvillur og þess háttar við lestur bókanna og finnast jafnvel dæmi að sögu- persónur skipti skyndilega um nafn í miðri bók og er greini- legt af þessu að vanda þarf betur til útgáfu bóka fyrir börn og unglinga. Nokkrar framhaldsbækur komu út 1994, ýmist sem beint eða sjálfstætt framhald. Finnst okkur til fyrirmyndar að bók- in Nornadómur hefst á því að rakinn er söguþráður fyrri bók- arinnar Við Urðarbrunn og er þetta til mikilla þæginda fyrir lesendur. Undanfarin ár hafa komið út mjög góðar bækur sem hafa slegið gjörsamlega í gegn hjá krökkunum og eigum við hér við bækurnar um Frans fyrir ca. 5-8 ára börn, bækurnar um Svan fyrir ca. 6-9 ára börn og bækurnar um Bert fyrir eldri krakka. Höfum við orðið varar við það í starfi að krakkar sem lítið lesa vilja alls ekki missa af nýrri bók þessara höfunda. Húmorinn er allsráðandi í þessum bókum og er greinilegt af vinsældunum að dæma að krakk- ar meta mikils bækur sem kitla hláturtaugarnar ærlega. SUMMARY Juvenile Literature Published in Iceland 1994: a Selection A critical survey on a comprehensive select- ion of juvenile literature published in Iceland in 1994. It is pointed out that the number of published juvenile books in 1994 is about the same as in 1993 (or ca. 130 titles), but the year before (1992) 240 titles were published. This decrease is ex- plained by 14% value added tax, which was added to book prices in 1993. The books are divided into three sections: 1) picture books for young children, 1-7 years 2) books for children and adolescents, 8-16 years 3) non-fiction books for children. An asterisk system is used to mark the best books in each section. A few books are discussed separately in more details. Point out that there is a lack of easy readers for adolescents. Praise one publishing house for translating awarded foreign books into Icelandic. Conclude by remarking that no sophisticated Icelandic non-fiction juvenile book was published during the year. 16 Bókasafnið 19. árg. 1995
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Bókasafnið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bókasafnið
https://timarit.is/publication/245

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.