Bókasafnið


Bókasafnið - 01.04.1995, Side 23

Bókasafnið - 01.04.1995, Side 23
orðið raunin. Reynslan hefur sýnt að þessi skipting milli þjónustu og tæknilegrar vinnu sldlar þeim árangri að notend- ur fá betri og skilvirkari þjónustu, hvort sem þeir eru í Osló, annars staðar í Noregi eða úti í heimi. Þjóðbókadeildin í Mo í Rana (Nasjonalbibliotekavdelinga: NBR) var stofnuð í apríl 1989 og fyrstu 45 starfsmennirnir hófu störf í október sama ár. I ársskýrslu 1993 kemur fram að stöður eru 165 alls ef allar tegundir af ráðningum eru tald- ar. Af þessum stöðum eru 130 fastar. Starfsfólkið er að 53% konur og 47% karlmenn, og langflestir starfsmannanna eru sérfræðingar á hinum ýmsum sviðum. Talsverður íjöldi starfs- manna kemur frá svæðinu í kring en margir eru aðfluttir. Imyndin sem safnið vill hafa er að það sé skemmtilegt að safna menningararfi. Þetta gefur það til kynna með líflegu útliti á blöðum, bæklingum og ársskýrslum. Aberandi er þegar safnið er skoðað hversu vel er búið að starfsfólkinu. Allar vinnustöðvar eru hlýlegar og þægilegar, jafnvel þó um herbergi fullt af tæknibúnaði sé að ræða. Hvergi sést drasl né óreiða og hver deild hefur sinn eigin kaffikrók en auk þess er mötuneyti á staðnum. Starfsmenn nefndu engar tölur um laun sín en gáfu í skyn að launin væru góð. Starfsmannafélag safnsins, ásamt Ranadagblaðinu á og rekur barnaheimilið Smátröll (Smátroll) fyrir börn á aldrin- um 0-7 ára. Hlutverk þjóðbókadeildarinnar er að varðveita og veita að- gang að öllum gögnum sama í hvaða formi þau eru. Mark- miðin eru háleit og snúast fyrst og fremst um varðveislu. Menningarhlutverkið er hæst skrifað og öllu efni sem tilheyr- ir menningararfi Norðmanna og Sama er safnað hvort sem er í formi rita, hljóðrita, ljósmynda, kvikmynda eða öðru formi. Norðmenn eru búnir að skapa sér háþróað og tæknivætt þjóðbóksafn sem getur miðlað af reynslu sinni til annarra. Reglulega eru haldnar ráðstefnur á vegum safnsins í Mo í Rana og er öll aðstaða í bænum fyrir ráðstefnuhald mjög góð. Safnið er svo sérstakt að það eitt tryggir áhuga fólks víðsveg- ar í heiminum til að koma á ráðstefnu í Mo. Til þess að sinna hlutverki sínu sem best er safninu skipt upp í fimm deildir auk stjórnsýslu, sem hver hefur sitt af- markaða verksvið en jafnframt vel skilgreinda samvinnu með sér. seiðmagn á bókaverði að þeir eru tilbúnir að leggja á sig lang- ferð til þess eins að berja dýrðina augum. Þangað fá ekki all- ir að koma. Það að hafa komið í fjallið er því í litlu hjarta bókavarðarins á við að hafa farið í pílagrímsför til Róms. Norðmenn hafa valið öruggasta, besta og hagkvæmasta kost- inn til að varðveita menningararfinn. Byggingin var dýr en rekstur hennar er ódýr, vegna náttúrlegra skilyrða þarf litla orku í að hita hana eða kæla. Auk þess er staðsetningin ör- ugg fyrir náttúruhamförum og jafnvel kjarnorkuvopnum. Starfsmenn safnsins hafa gefið öryggisgeymslunni nafnið „SoIvberget“. Fyrir hellismunnanum eru læstar stáldyr og leiðin þaðan að þykkum eldvarnardyrum er 30 metra löng. Kvöldið sem við komumst í fjallið var sérstök hátíð og þess vegna voru göngin upplýst með fjölda kerta. Þegar inn í húsið er kornið er ekkert sem minnir á að menn hafi gengið í björg þrátt fyr- ir að yfir sé 90 metra þykkt berg, heldur er þetta fullkomin vistleg bókageymsla með þéttiskápum á fjómm hæðum. Hver hæð er hólfuð niður og um leið og hvert hólf er orðið fullt af gögnum er því lokað til frekara öryggis. I bókageymslunni eru 40 km af hillum. Búið er að skipuleggja byggingu næstu geymslu í hinni hvelfmgunni áður en hin fyllist. Sú geymsla verður byggð þegar búið er að sprengja þriðju hvelfmguna. Mikil áhersla er lögð á forvörslu. Markmiðið er að stöðva niðurbrot efnis til þess að með bjartsýnustu vonum sé hægt að varðveita það í heila öld. Ekki er þó nægjanleg vitneska til um bestu geymsluskilyrði og þar kemur rannsóknastofa margmiðlunarversins inn í málið. Gagnasöfnun og rannsókn- ir eru stundaðar og m.a. haft stöðugt eftirlit með andrúms- lofti í bókageymslunum með flóknum örsmáum skynjurum. Silfurbergið Fyrsta spurning okkar til starfsmanna var: „hvenær fáum við að fara í fjallið" og annar bókavörður eldd af íslensku bergi brotinn sagðist leggjast í gólfið, öskra, sparka og æpa ef hann fengi ekki að fara í fjallið, því til þess hefði hann komið. Öryggisgeymslan í annarri hvelfmgu fjallsins hefur þvílíkt Öryggiseintök tilbúin til að flytja ífiallið. I bókageymslunni í jjallinu. Ljósm.: Sigr. Lára Guðm. Bókasajhið 19. árg. 1995 23

x

Bókasafnið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bókasafnið
https://timarit.is/publication/245

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.