Bókasafnið

Ataaseq assigiiaat ilaat

Bókasafnið - 01.04.1995, Qupperneq 24

Bókasafnið - 01.04.1995, Qupperneq 24
Tæknibúnaðurinn er svo smár að hægt er að koma mælunum fyrir víðsvegar, jafnvel ofan í filmuöskju og þar með komast að því við hvaða skilyrði gögnin eru geymd. Gögnunum er skipt í bókageymslurnar eftir gerð: 1. hæð: segulbönd, snældur, tölvugögn og elstu ljósmynda- filmur. 2. hæð: dagblöð. 3. hæð: bækur, tímarit, kort, bæklingar, dægurprent og ann- að skylduskilaefni úr pappír. 4. hæð: örfilmur og svart hvítar filmur (negatívur). Rétt framan við innganginn í fjallið stendur lítil lágreist bygging skreytt gömlum hellaristum frá Norður-Noregi. Þetta er nítratfilmugeymsla sem byggð var til að varðveita kvikmyndir á nítratfdmum sem eru mjög eldftmar. Af öllum fdmunum er búið að gera eitt öryggiseintak og annað til notkunar. Geymslunni er skipt í 16 klefa sem allir eru sérstaklega út- búnir efnum sem ekki eru eldfim. Verði sjálfíkveikja brenna nítratfdmur upp á örskömmum tíma. I geymslunni er hita- stigi því haldið í 8° á Celsíus og allir klefar hafa sérstakan kæli og slökkvibúnað til að vernda næsta klefa ef óhapp á sér stað. Filmurnar koma frá norsku kvikmyndastofnuninni í Osló, en einnig eru varðveittar þarna ljósmyndafdmur (negatívur) frá öðrum minjasöfnum. Öryggisgeymslurnar voru tilbúnar til notkunar árið 1992 og hafa þegar sannað gildi sitt. Þetta er þó ekki það eina sem Norðmenn hafa upp á að bjóða því í nýbyggingu í hlíðinni fyrir neðan fjallið fer fram tækni- og rannsóknarstarfsemi á heimsmælikvarða. Margmiðlunarverið Að geymslunum í fjallinu ólöstuðum er ekki annað hægt en að fyllast lotningu yfir þeirri víðsýni sem Norðmenn hafa sýnt með því að byggja upp margmiðlunarverið. Allir miðlar eru þar jafnir hvort sem um er að ræða prentað mál, kvik- myndir eða hljóðrit. Sú umræða hvort myndböndin, tölvu- eða hljóðbækurnar séu að taka yfirhöndina í heimi bókar- innar á ekki við hér. Virðing er borin fyrir miðlum í mynd- rænu formi og áhrifamætti þeirra. Ein Ijósmynd getur sagt meira en þúsund orð. Skilningur er á því hvernig samnýta megi miðla og skapa þannig fullkominn samhljóm texta, myndar og hljóðs með tölvutækni. Stefnt er að því að varð- veita allt sem tdheyrir menningu einnar þjóðar en um leið er borin virðing fyrir breyttum tímum og kröfum á framsetn- ingu upplýsinga. Krafan er að finna upplýsingarnar hér og nú. I margmiðlunarverinu er unnið að forvörslu og varðveislu gagna. Þar er einnig unnið að rannsóknum og markaðar regl- Starfsmaður í myndveri við störf. Dagblöðin eru strokin áður en þau eru mynduð. Vél til að mynda dagblöð o.fl. á filmu. ur um varðveislu og meðferð gagna til að lengja líftíma þeirra. Verið er vel búið tækjum og það skiptist í þrjár deildir, örfdmudeild, ljósmyndadeild og kvikmynda-, hljóð- og myndbandsdeild. Örfdmudeildin sér um að mynda dagblöð, tímarit og skjöl á örfdmur til geymslu og notkunar. Samkvæmt ársskýrslu 1993 voru myndaðar yfir milljón síður af dagblöðum auk annars efnis. Deildin býður einnig upp á þá þjónustu að mynda skjöl fyrir aðrar stofnanir svo sem norska ríkisskjala- safnið (Riksarkivet). Ljósmyndadeildin hefur það hlutverk að varðveita heim- ildir í formi ljósmynda. Hún er einstök í sinni röð í Noregi og þó víðar væri leitað. Mikil samvinna er við önnur söfn eins og t.d. norska þjóðminjasafnið (Norsk folkemuseum). Með- al verkefna deildárinnar er hreinsun, endurvinnsla og flutn- ingur mynda yfir á nýjar fdmur til notkunar. Þessi deild markar stefnuna um varðveislu gamalla ljósmynda og með hjálp tæknideildarinnar er nú stórt Ijósmyndasafn orðið að- gengilegt fyrir almenning. Kvikmynda-, hljóð- og myndbandsdeild hefur það verk- efni að varðveita gamlar kvikmyndir og hljóðupptökur með því að færa þær yfir á nýtt form. Til þess að sinna þessu hlut- verki hefur deildin bæði fullkomið mynd- og hljóðver. Einnig tekur deildin öryggis- og notkunarafrit af öllum fjölmiðlaút- sendingum í Noregi hvort sem um er að ræða útvarp eða sjónvarp. Myndverið sér um viðgerðir á kvikmyndum. Hér gefst möguleiki á að vinna eitt óskemmt eintak t.d. úr ótal fdmu- bútum. Hægt er að hreinsa minnstu rispu eða korn úr fdmu. Svo langt gekk einn tæknimaðurinn að hann hreinsaði út ein- hverjar flyksur og þegar kunnugir skoðuðu ltvikmyndina varð einum að orði: Hvað er orðið af mávunum? Flyksurnar voru 24 Bókasafnið 19. árg. 1995
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Bókasafnið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bókasafnið
https://timarit.is/publication/245

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.