Bókasafnið


Bókasafnið - 01.04.1995, Side 31

Bókasafnið - 01.04.1995, Side 31
inu. Þar er sömu sögu að segja að ekki stafkrók er að finna um skólasöfnin, starfsfólk þeirra, starfsemi eða hlutverk. Þó svo illa hafi tekist til í ofangreindum skýrslum um stefnumótun hafa skólasöfnin ekki gleymst í lagafrumvarp- inu sjálfu og vonandi verður þeim skapaður traustari rekstrar- grundvöllur í framtíðinni en nú er og aukið við starfsmanna- kvóta á söfnunum samfara aukningu starfsþátta. Formlegur grundvöllur þátttöku bókasafna í skólastarfi Gott bókasafn er almennt talið hornsteinn góðs skóla. Aft- ur á móti hefur verið erfitt að sýna með rannsóknaniðurstöð- um fram á bein tengsl á milli námsárangurs nemenda og gæða bókasafns (sbr. Trotter, 1994). I bandarískri rannsókn frá 1992 (sbr. Trotter, 1994, s. 22 ; Lance, 1992) kom eigi að síður í ljós að bein tengsl voru á milli árangurs nemenda á prófum annars vegar og fjölda starfsfólks á bókasafni og magns gagna á safni hins vegar. Þeim mun betra sem bókasafnið var þeim mun hærri voru einkunnir nemenda. I annarri bandarískri rannsókn sem SchoolMatch, rann- sóknarstofnun í Ohio, framkvæmdi 1989 og aftur 1994 kom ennfremur fram mikil fylgni milli góðs árangurs nemenda á samræmdum inntökuprófum í háskóla og fjárveitinga til bókasafna í framhaldsskólanum og stöðu þeirra (sbr. Trotter, 1994, s. 19). Einnig kom í ljós að nemendur með háar ein- kunnir komu gjarnan frá skólum þar sem bókasafns- og upp- lýsingafræðingar sáu ekki aðeins um daglegan rekstur og bókaval íyrir safnið heldur unnu einnig með kennurum og yfirstjórn skólanna að þróun námsskrár (sbr. Trotter, 1994, s. 22). Þannig eru í Bandaríkjunum augu manna fyrir alvöru far- in að opnast fyrir gildi skólasafna og að það sé góð fjárfesting að leggja fé til þeirra. Einnig er talið mikilvægt að starfsfólk bókasafnanna þekki vel námsframboð skóla og hver séu almenn náms- og kennslumarkmið skólans (sbr. Lighthall, 1991). Eins er talið mikilvægt fyrir markvisst starf á skólasafni að gott samstarf sé á milli skólastjórnanda og starfsfólks bókasafns (sbr. Hol- land, 1994). I könnun á bókasöfnum í framhaldsskólum á höfuðborg- arsvæðinu fyrir árið 1994 kom í ljós að 90% forstöðumanna bókasafna sitja almenna kennarafundi og 70% þeirra taka að jafnaði einnig þátt í deildarstjórafundum. I Reglugerð um framhaldsskóla nr. 23/1991 er síðan ákvæði um að yfirmaður skólasafns sitji fundi skólanefndar og skólastjórnar, með mál- frelsi og tillögurétt, þegar fjallað er um málefni tengd starfs- sviði hans (sjá 33. gr.). í grein um Bókasöfn íframhaldsskólum (Hulda Björk o.fl., 1994, s. 24) er lögð áhersla á að bókasafnið sé sérstök deild innan skólans og yfirmaður þess hafi a.m.k. stöðu deildar- stjóra, síðan segir ennfremur; Mikilvægt er að hann [yfirmaður bókasafns] þekki vel markmið skólans og taki þátt í umræðu og ákvarðanatöku innan hans. Hann sitji fundi stjórnenda skólans til að fylgjast með þróun skólastarfsins og til að geta veitt þjónustu í samræmi við hana. 1 erlendum fagtímaritum er jafnan lögð áhersla á að góð samvinna skólastjórnenda og forstöðumanns bókasafns skipti sköpum fyrir framgang bókasafns í skóla (sbr. t.d. Holland, 1994). Ennfremur er mjög varað við því að skerða fjárveit- ingar til skólasafna því það veiki grundvöll skólastarfsins (sbr. Westwood, 1995). Afleiðingar síðustu efnahagskreppu í Bandaríkjunum komu mjög hart niður á skólabókasöfnum. Mörgum söfnum var hreinlega lokað og opnunartími annarra styttur. I Kali- forníu, þar sem skólasöfn urðu harðast úti, var helmingi allra skólasafna lokað á níunda áratugnum. Hafa þessar aðgerðir hlotið mikla gagnrýni (sbr. Trotter, 1994) og þess er nú kraf- ist að þeirri þróun verði snúið við. Samstarf bókasafha í framhaldsskólum Bókasafnsfræðingar og bókaverðir í framhaldsskólum hér á landi hafa haft með sér öflugt samstarf (sbr. Hulda Björk og Steinunn, 1991, s. 35). Þann 6. mars árið 1985 mynduðu þeir samstarfshóp sem heldur sinn 67. fund þann 31. mars nú í ár (1995). Sam- starfshópurinn starfar sem n.k. grasrótarsamtök. Fundir eru haldnir til skiptis á bókasöfnum framhaldsskólanna. Akveðn- ar reglur gilda um verkaskiptingu við nauðsynleg fundarstörf, s.s. fundarstjórn og fundarritun. Samstarfshópurinn hefur unnið að ýmsum sameiginlegum hagsmunamálum og öðr- urn faglegum málum, s.s. stefnumörkun og samskrármálum. Nú upp á síðkastið hefur hópurinn m.a. borið saman bækur sínar um tölvuvæðingu og aðrar tæknilegar nýjungar sem snúa að söfnunum. Bókasöfn í framhaldsskólum eru flest hver einyrkjasöfn í þeim skilningi að aðeins er einn bókasafnsfræðingur starfandi á þeim flestum, því er ómetanlegt að hitta starfssystkini og ræða þau mál sem eru í brennidepli hverju sinni. Þann 7. des. 1994 var stofnaður umræðuhópur á Islenska menntanetinu fyrir bókasöfn í framhaldsskólum (frh- bok@ismennt.is) sem auðveldar samskipti milli þeirra safna sem hafa aðgang að tölvusamskiptum en þeim fer ört fjölg- andi. Eitt af þeim fjölmörgu sameiginlegu hagsmunamálum, sem samstarfshópurinn hefur unnið að, er að gera tillögur til menntamálaráðuneytisins um reglugerð fyrir bókasöfn í framhaldsskólum (tillögur dags. 30. jan. 1989). Sá háttur hefur jafnan verið hafður á að skipað er í fámenna vinnu- hópa um tiltekin verkefni og slíkir undirhópar leggja síðan niðurstöður sínar fyrir Samstarfshópinn í heild til umfjöll- unar og samþykktar. Fræðilega séð eru allir bókasafnsfræðingar og bókaverðir í framhaldsskólum á landinu aðilar að samstarfshópnum, en starfsfólk safna á landsbyggðinni getur að jafnaði vegna ferða- kostnaðar ekki sótt fundi hópsins reglulega. Samstarfið er því öflugast hjá bókasöfnum á suðvesturhorni landsins. Tvisvar hafa fundir samstarfshópsins þó verið haldnir á Akureyri, þar af í annað skiptið í tengslum við Landsfund Bókavarðafélags- ins þar árið 1990. Staöa bókasafianna og samanburÖur viÖfyrri könnun frá árinu 1984 1 Töflum 1-3 hér á eftir er sýndur samanburður á stöðu þeirra bókasafna, sem könnunin tekur til, milli áranna 1984 og 1994. Nemendur í öldungadeildum eru ekki taldir með í nem- endafjölda hvers skóla, heldur getið sérstaklega, þar sem þeir koma inn í skólana að loknum dagskólanum og eru eru því ekki í skólanum á sama tíma. Öldungadeild við skóla krefst ekki endilega aukins húsnæðis fyrir bókasafn, en veldur aftur á móti auknu álagi á starfsfólk, þar sem hún krefst lengri opn- unartíma af hálfu safns, meiri þjónustu og aukins safnkosts til reiðu fyrir útlán. Bókasafiiið 19. árg. 1995 31

x

Bókasafnið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bókasafnið
https://timarit.is/publication/245

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.