Bókasafnið


Bókasafnið - 01.04.1995, Page 34

Bókasafnið - 01.04.1995, Page 34
Ef allt starfsfólk safnanna er talið koma um 455 nemendur á hvern starfsmann. Sýna þessar tölur berlega hve undirmönn- uð söfnin eru. Könnunin leiðir ennfremur í ljós að afgreiðslutími hefur lengst á flestum safnanna og hafa þau flest mjög rúman opn- unartíma fyrir notendur í viku hverri. A kvöldin eru aðeins þau söfn opin sem þjóna öldungadeildum. Eitt safnanna er meira að segja opið á laugardögum. Varðandi útlán kom í ljós að algengasti almennur útláns- frestur er tvær vikur (50% safna), en auk þess er skemmri út- lánsfrestur fyrir efni sem er tímabundið eyrnamerkt tiltekn- um greinum vegna verkefnavinnu eða jafnvel bundið inni tímabundið. Þar sem samanburður er mögulegur við fyrri könnun (1984) hefur orðið mjög mikil aukning á útlánum. Á sumum safnanna er hluti af lánum á lestrarsal skráð. Hér er aðallega um að ræða orðabækur og kennslubækur og er þetta aðeins brot af þeirri notkun safngagna sem fram fer á lestrarsal en almennt er erfitt að bregða tölulegu máli á þá starfsemi sem fram fer á bókasöfnum. Tölvuvœðing safnanna Þegar fyrri könnun var gerð fyrir árið 1984, hafði tölvæð- ing ekki haldið innreið sína á söfnin. I nýju könnuninni kem- ur hins vegar í ljós að nú er öldin önnur, því í ljós kemur að öll söfnin, sem könnunin tekur til, hafa tölvuvæðst utan eitt eða 90%, en áætlanir eru uppi um að tölvuvæða það safn sem eftir stendur á yfirstandandi ári. Árið 1986 var fyrsta tölvan keypt til safns sem könnunin náði til. Hér um Verzlunarskóla Islands að ræða en bókasafn hans hefur jafnan verið í fararbroddi hvað tölvuvæðingu varð- ar. En frá árinu 1986 hefur, eins og taflan hér að neðan sýn- ir, tölvuvæðing safnanna dreifst nokkuð jafnt á tímabilið, en hér eru aðeins upplýsingar um hvenær fyrsta tölvan var keypt til safns. Tafla 4 — Ársetning tölvuvæðingar Ár Fjöldi safna % 1986 1 10% 1987 0 0% 1988 2 20% 1989 2 20% 1990 2 20% 1991 1 10% 1992 0 0% 1993 1 10% 1994 0 0% 1995 1 10% Samtals 10 100% Þegar spurt er um fjölda tölva á safni kemur í Ijós að á 20% safnanna eru sex tölvur, en annars eru minnst tvær tölv- ur á safni, sem er algert lágmark, til að geta haft eina tölvu fyrir skráningarvinnslu og aðra fyrir almenningsaðgang. Ef söfnin hafa geisladrif er einnig nauðsynlegt að ætla sérstaka tölvu fyrir það. Ef bjóða á upp á Internet-tengingu á safni þarf einnig sérstaka tölvu fyrir hana. Auk þess sem sérstaka tölvu þarf fyrir útlán en 20% safnanna hafa tölvuvætt útlán sín. Þannig þarf að lágmarki fjórar tölvur á hvert safn til að geta sinnt öllum þeim helstu starfsþáttum sem tölvutæknin býður upp á og er þá ekki gert ráð fyrir að nemendur hafi að- Tafla 5 — Fjöldi tölva í safni Fjöldi tölva Fjöldi safna % 0 1 10% 1 0 0% 2 3 30% 3 3 30% 4 0 0% 5 1 10% 6 2 20% Samtals 10 100% gang að tölvu til ritvinnslu og annarrar gagnavinnslu á bóka- safni sem auðvitað er mjög æskilegt. Af söfnunum tíu hafa átta þeirra bókasafnsforritið METRAbók (sjá kynningu á kerfinu: Ásmundur, 1993, s. 28-29), en eitt þeirra hefur MikroMARC forritið (sjá kynn- ingu á kerfinu: Dögg, 1993, s. 32-33). Á því safni sem eftir stendur hefur verið ákveðið að nota METRAbók við tölvu- væðinguna. Eins og fram kemur á Mynd 1 hafa 40% safnanna tölvu- vætt spjaldskrár sínar til fulls og 30% til viðbótar eru langt komin með tölvuvæðinguna eða alls 70% safnanna, en meg- inforsenda tölvuvæðingar útlána er að sem flestar færslur og helst allar hafi áður verið tölvuvæddar. Verulegt átak er að tölvuvæða spjaldskrár safnanna, en bókaverðir hafa oft orðið að vinna að því meðfram öðrum daglegum störfum jafnvel þó söfnin séu svo undirmönnuð sem raun ber vitni. Mikilvægt er að geta skipulagt tölvuvæð- ingu eldri bókfræðilegra færslna sem sérstök átaksverkefni. Ækilegast er að geta ráðið utanaðkomandi starfsfólk til að- stoðar þannig að tölvuvæðingin taki sem fyrst af, enda tíðkast það varla á nokkrum öðrum stofnunum eða fyrirtækjum að starfsmenn bæti á sig tölvuvæðingu eldri gagna jafnframt venjulegum daglegum störfum. Rétt er að vekja athygli á því að á flestum bókasöfnum framhaldsskólanna hefur frá upphafi tölvuvæðingar á söfn- unum verið valin sú leið að gefa heimildum efnisorð um leið og skráð er. Notkun efnisorða við heimildaleitir bætir að- gangsmöguleikum við hefðbundna efnisleit eftir floldcunar- kerfi Deweys, gerir heimildaleitir markvissari og eykur nýt- ingu safnkostsins (sbr. Þórdís, 1992, s. 13-16). Mynd 1 - Hlutfall tölvuvæðingar spjaldskrár o o .. II jS 2 .. ‘cö œ ‘ö 1 . :0 ■ lT 0 - )% 10% 20% 30% 40% 50% 60% 70% Hlutfall tölvuvæðingar spjaldskrár 80% 90% 100% I 80% skólanna er staðarnet, en aðeins í 20% þeirra er ekki slíkt net. 50% safnanna eru tengd staðarneti, en 30% þeirra ekki þó slíkur möguleiki sé fyrir hendi í skólanum. Nettenging tölvuspjaldskrár og annarra upplýsingaforrita (s.s. Orðabókar Aldamótá) gerir það að verkum að hægt er að ná til upplýsinganna úr öllum nettengdum tölvum skólanna, s.s. úr vinnuherbergjum kennara og tölvustofum, sem í raun brýtur niður veggi bókasafnsins og færir starfsemi þess út fyr- 34 Bókasafhið 19. árg. 1995

x

Bókasafnið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bókasafnið
https://timarit.is/publication/245

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.