Bókasafnið - 01.04.1995, Side 43
afþreyingu eigum við að hafa á boðstólnum? Sumir halda því
fram að söfnin eigi eingöngu að bjóða upp á fagurbókmennt-
ir. Fólk hafi nú ekkert gott af því að vera að lesa svokallaðar
sjoppubókmenntir. Ef við göngum nú út frá því að fólk hafi
nú ekkert gott af sjoppubókmenntunum hvernig er þá best
að fá fólk ofan af því að lesa þær? Með því að bjóða ekki upp
á það á söfnunum? Það er skrítin stefna, því það er ljóst að
þeir sem lesa léttmetið myndu einfaldlega bregðast þannig
við að koma hreinlega ekki á söfnin. Þar með erum við búin
að útiloka stóran hóp viðskiptavina sem hafa gaman að lesa,
bara vegna þess að bókaverðinum fmnst að þeir ættu að lesa
eitthvað annað. Ef þessari stefnu er fylgt á safni, þ.e. að fólk
„eigi“ að lesa fagurbókmenntir, og nú er ég ekki að segja þetta
sé endilega rétta stefnan, væri þá ekki betra að vera með létt-
ar bókmenntir á söfnunum og reyna síðan að fá „aumingj-
ans“ fólkið til að lesa eitthvað sem það hefði „gott af'?
A hinum Norðurlöndunum þar sem ég þekki dálítið til,
er bókaval erfiðara, þar sem bókaútgáfa er miklu meiri en hér
og því ljóst að ekki er hægt að kaupa allt. Nemi í bókmennt-
um við Kaupmannahafnarháskóla ætlaði að gera úttekt á Ib
Cavling og fór á næsta almenningsbókasafn til að ná í bækur
eftir hann. Bókavörðurinn horfði í forundran á nemann og
sagði: „sádan boger har vi ikke“. Hins vegar hafði safnið bæk-
ur eftir Alister MacLean. Danskir bókaverðir viðurkenna að
það sé tilhneiging til að velja bækur sem henta körlum 30-60
ára því það er sá aldurshópur sem lætur sig vanta á söfnin.
Til dæmis er John Grisham keyptur á dönsk bókasöfn en ekki
Mary Higgins Clark. Þetta er umhugsunarefni. Nú eru Cavl-
ing, Grisham og Mary Higgins Clark keypt á flestöll íslensk
almennningsbókasöfn. Hins vegar eru ísfólkið og Rauða ser-
ían ekki keypt alls staðar. Hver eru rökin fyrir því?
Bækur í vasabroti endast illa. Þetta eru veik rök, því þær hafa
enst merkilega vel á Bókasafni Seltjarnarness, miðað við
verð. Það eru enn í útláni eintök sem keypt voru árið
1982.
Bækurnar eru svo margar, 47 bækur af Isfólkinu og svo
þyrfd að kaupa þessi reiðinnar býsn af hverri.
Isfólksbækurnar standast ekki sögulega séð. Tja, ef við ætt-
um að hreinsa út allar skáldsögur sem ekki standast sögu-
lega, þá hefðum við nú nóg að gera.
Þær eru bókmenntalega séð rusl. Það er nú svo margt annað
og þá má líka spyrja hvort bókaverðir á Islandi hafi al-
mennt menntun til að dæma um hvað sé rusl og hvað
ekki. Og það er einnig spurning hvort það sé hlutverk
bókavarða að ákveða hvað fólk hafi gott af að lesa.
Daglega kemur fólk Bókasafn Seltjarnarness einungis
vegna þess að við bjóðum upp á Isfólkið. Þetta eru oft foreldr-
ar unglinga sem sýnt hafa áhuga á að lesa þessar bækur. Oft
unglingar sem eru rétt búnir að ná tökum á lestri en vantar
æfinguna. Seríur af þessu tagi henta einmitt ágætlega í þeirn
tilgangi að ná upp lestrarhraða. Þær halda athygli og eru
spennandi. Svo er ekkert að siðferðinu. Sandemo predikar að
kynferðislegt ofbeldi af öllu tagi sé viðbjóður, allt ofbeldi af
hinu vonda, þú átt að vera góður og gegn þegn, trúr þínum
nánustu vinum og vandamönnum og elska náungan eins og
sjálfan þig. Lifir þú eftir þessum reglum mun þér farnast vel.
Fólk sem kemur eingöngu í þeim tilgangi að ná í Isfólks-
bakurnar hættir ekki að koma þó það ljúki við að lesa serí-
una. Það er þá orðið vant safninu, og finnur að þetta er eigin-
lega svolítið gaman. Svo hefur það hent að unglingum fylgi
foreldrar. Allir vita jú að unglingum í dag er ekið hvert á land
sem er. Þegar einn pabbinn var búinn að aka dóttur sinni
þrisvar ofan úr Grafarvogi til að ná í Isfólkið, spurði hann
okkur varlega hvort hann mætti nokkuð kaupa sér lánsskír-
teini og taka bækur. I dag er þetta einn af okkar traustustu
lánþegum, maður sem annars hefði ekki vanið sig á að nota
bókasöfn og er þar að auki á þessum aldri sem rannsóknir
sýna að vanti á söfnin. Þess utan tekur hann eingöngu fræði-
rit!
I l.tbl. 1994 af Biblioteket i samhdlle (BIS) má lesa viðtal
við Greta Renborg sem hefur verið í fararbroddi PR-bóka-
varða (public relations; almannatengsl) í Svíþjóð. Hún hefur
unnið í 47 ár við störf tengd bókasöfnum og segir m.a. í við-
talinu að það sé ekki spurningin um mat á góðum eða léleg-
um bókmenntum. Málið er að það verður að vera val til að
geta greint þarna á milli. Hún er þá spurð að því hvort það
séu óskir lánþeganna sem eiga að vera ráðandi í bókavali og
hún svarar að það sé svo og hafi reyndar alltaf verið. Ekki má
þó gleyma að kaupa inn efni sem ekki er spurt um.
Almenningsbókasöfn eru rekin að bæjarfélögum og þar af
leiðandi af fólkinu sem býr í þessum bæjarfélögum. Að mínu
viti erum við skyldug til að þjóna öllum þessum hóp, einnig
þeim sem kýs að lesa svokallaðar sjoppubókmenntir.
Það er staðreynd að bókaverðir verða alltaf að velja og
hafna í starfi sínu. Bókasöfnin eru mjög háð útlánatölum í
baráttu sinni fyrir auknurn fjárframlögum. Utlánatölur eru
eitthvað sem sveitarstjórnarmenn skilja vel. Bókaval almenn-
ingssafna er og verður alltaf umdeilt, því er hætt við því að
alltaf sé einhver sem finnst að við getum gert betur. Hins veg-
ar er það spurning hvort við höfum efni á að hafna ákveðum
tegundum bókmennta vegna fordóma okkar eða annarra.
Bókaval verður alltaf að ráðast af framboði og eftirspurn upp
að vissu marki ef við viljum halda útlánatölum safnanna
háum.
Heimildir:
Brevik, Thomas. 1993. -Nei til formynderi i bibliotekene. Bok oz bibliotek
60(3): 14.
Dahl, Willy. 1993. Om bibliotekarers bekymring for lánernes lyster. Bok og
bibliotek 60(3): 11-13.
Haugen, Morten.1993. Trivaldebatt og bokvalgskriterier. Bok og bibliotek
60(5): 38-39.
Menntamálaráðuneytið: Bókafulltrúi ríkisins. 1993. Ársskýrslur almennings-
bókasafua 1987-1991.
Myrstener, Mats. 1994. Biblioteket ar samhállets hjártepunkt. Greta Ren-
borg interjuvad av Mats Myrstener. BIS 119: 26-32.
Naper, Cecilie. 1993. De vanskelige valget. Bok og bibíiotek 60(8): 6-10.
Thanem, Rolf W. 1992. Á fj erne Sandemo er ikke sensur. Bok og bibliotek
59(7/8): 151.
SUMMARY
Book Selection and Popular Literature
The criteria for book selection in public libraries and its relation to
censorship is discussed. It is pointed out that public libraries get more and
more competition from other media of entertainment and education, like
television, videotapes and computers. The ultimate cause is status quo or
decline in library lending figures. Nevertheless, according to Icelandic library
statistic, there is a large increase in the lending figures for 1993, which might
a.o. be due to better housing of the libraries, better services, increased
unemployment in the country or people have simply enough of the new
media and are going back to the libraries. The impact of book selection
policy in public libraries on their lending figures is discussed. Deals further
with the question of book selection vs. censorship, e.g. if popular and trivi-
al literature should be excluded from public library collections. Refers to
debates on the subject in the other Nordic countries and discusses several
authors and publications in this regard. Concludes by stating that book sel-
ection in public libraries has partially to go by supply and demand, at least if
it is wished to keep lending figures high. Considers it not to be the role of
the librarian to decide what is „good“ for the user to read.
Bókasafnið 19. árg. 1995 43