Bókasafnið - 01.04.1995, Qupperneq 44
Einar Sigurðsson landsbókavörður
Miðsvetrarævintyri
Landsbókasafn Islands — Háskólabókasafn tekur til starfa
Inngangur
Mér er ljúft að verða við þeirri ósk ritstjórnar Bókasafnsins
að segja í nokkrum orðum frá umsvifunum, sem fylgja því
að koma á fót nýrri stofnun, í nýju húsi, þar sem aðstæður
eru mjög ólíkar því sem fólk bjó við áður í þeim stofnunum,
sem mynda grunninn að hinni nýju.
Dregið verður fram hið helsta, sem lýtur að skipulagsmál-
um stofnunarinnar og stjórnsýslu, sagt frá ráðningarferlinu
og skyldum safnsins og hlutverki. Þá er farið fáeinum orðum
um bygginguna sjálfa, um viðtökur notenda og þá viðburða-
ríku mánuði, sem nú eru rétt að baki.
Stjórnskipun safhsins
Landsbókasafn Islands - Háskólabókasafn starfar sam-
kvæmt lögum nr. 71/1994. í 6. og 7. grein Iaganna er kveðið
á um hlutverk og markmið safnsins, og er sá kafli birtur í
heild með þessari grein.
Samkvæmt lögunum er stjórn safnsins skipuð fimm
mönnum: Tveimur að tilnefningu háskólaráðs, Rannsóknar-
ráð og Bókavarðafélagið tilnefna einn hvort og hinn fimmta
skipar ráðherra án tilnefningar. Landsbókavörður situr fundi
stjórnar með málfrelsi og tillögurétt, svo og einn fulltrúi
starfsmanna bókasafnsins.
Stjórnin er skipuð til fjögurra ára í senn. Eftirfarandi ein-
staklingar hafa valist til stjórnarsetu fyrstu fjögur árin:
Jóhannes Nordal fyrrv. seðlabankastjóri, formaður
Þorsteinn I. Sigfússon prófessor, varaformaður
Egill Skúli Ingibergsson verkfræðingur
Kristín Indriðadóttir yfirbókavörður
Vésteinn Ólason prófessor
Fulltrúi starfsmanna: Auður Gestsdóttir (til tveggja ára)
í reglugerð frá 11. október 1994 er kveðið á um deildir í
safninu, sem eru sex talsins, svo og um safnráð, sem er sam-
ráðsvettvangur yfirmanna bókasafnsins og forstöðumanna
deilda.
Safnráð er ekki valdastofnun til jafns við til dæmis stjórn-
ina. I safnráðinu eiga sæti: Landsbókavörður, sem er formað-
ur ráðsins, aðstoðarlandsbókavörður, forstöðumenn hinna sex
deilda og allt að þrír aðrir forstöðumenn einstakra starfsþátta
samkvæmt ákvörðun stjórnar safnsins að fengnum tillögum
landsbókavarðar.
Ein stofnun — ekki tvær undir sama þaki
Sameining tveggja stofnana hlýtur ávallt að vera vanda-
verk. Hér verður ekki fjölyrt um rök þau, sem Iögð voru til
grundvallar, þegar sameining safnanna tveggja var ákveðin á
sínum tíma. Eitt öflugt safn frekar en tvö vanmáttug, smæð
þjóðar, stærri rekstrarheild, meiri hagkvæmni og aukið hag-
ræði fyrir safngesti eru þó rök sem greinilega voru látin vega
þungt. í ljósi þessa var Icappkostað, þegar til framkvæmdar-
innar kom, að raunverulega yrði um eina heildstæða stofnun
að ræða. Þeir þættir úr báðum söfnum voru því sameinaðir,
sem saman gátu átt. Þannig er t.d. í safninu ein aðfangadeild,
sem fer með öll gagnakaup, skylduskil og ritaskipti og ein
skráningardeild, sem sinnir skráningu jafnt íslenskra rita sem
erlendra, efnisgreiningu og greinaskráningu. Þjóðdeild ber á-
byrgð í varðveislu og nýtingu íslensks þjóðbókakosts, en sér
jafnframt um sérsöfn, hvort heldur þau eru komin úr Lands-
bókasafninu gamla eða frá Háskólanum.
Skipuritið endurspeglar þessi atriði og meginskipulag
starfseminnar að öðru leyti. Rétt er þó að leggja á það áherslu,
að skipuritið er ekki föst óhagganleg eða lögbundin skipan,
heldur leiðbeinandi tæki, sem eðlilegt er að taki einhverjum
breytingum í ljósi reynslunnar. Skipuritið, eins og það birtist
hér, er líka dregið mjög einföldum dráttum, sem veldur því,
að ýmsir veigamiklir þættir eru til hlés og birtast ekki. Þeir
mundu til að mynda koma fram með skýrari hætti, ef gert
væri flæðirit yfir starfsemina.
Ráðning starfsfólks
I lögunum um safnið er ákvæði til bráðabirgða, þar sem
mælt er svo fyrir, að öll störf í fyrri söfnum, Landsbókasafni
og Háskólabókasafni, skuli lögð niður frá 30. nóvember 1994
og að auglýsa beri lausar til umsóknar allar stöður í hinu nýja
safni. Þessu ákvæði fékkst síðar frestað til 28. febrúar 1995.
Starfslið var ráðið til nýs safns í þessari röð: Landsbóka-
vörður, frá 1. október 1994; aðstoðarlandsbókavörður, frá 1.
nóvember; frá miðjum nóvember eða þar um bil voru ráðnir
forstöðumenn aðfangadeildar, handritadeildar, skráningar-
deildar, upplýsingadeildar, útlánadeildar og þjóðdeildar,
einnig tölvutæknifræðingur og yfirmatreiðslumaður; fjár-
málastjóri var ráðinn frá 1. desember; forstöðumaður kerfis-
þjónustu og átta deildarstjórar frá 1. janúar 1995, þ.e. tveir í
aðfangadeild, tveir í skráningardeild, tveir í upplýsingadeild
og tveir í útlánadeild.
Snemma í janúar 1995 var auglýst eftir umsækjendum um
öll þau störf sem þá hafði ekki verið ráðstafað og ætlunin var
að ráða í þegar á fyrsta starfsári safnsins.
I ljós kom, að nær allir starfsmenn fyrri safna, bæði fast-
ráðnir og lausráðnir, óskuðu eftir störfum í nýja safninu.
Við afgreiðslu fjárlaga rétt fyrir jól kom í ljós, að heildar-
upphæð til rekstrar safns og húss á árinu 1995 var um 190
milljónir króna. Það er miklu lægri upphæð en áætlað hafði
verið að þyrfti á fyrsta ári, og hlaut þetta að bitna mjög á
starfsmannaþættinum, einkum þeim störfum sem undanfar-
in missiri eða ár höfðu verið skipuð lausráðnu fólki, sem ráð-
ið var fyrir fé úr byggingarsjóði til undirbúnings flutningum.
Þarna er um að ræða rúmlega 20 stöðugildi. Jafnframt var
Ijóst, að rekstur safnsins fengi með engu móti staðist, yrðu
þessi störf látin falla niður. Málið var lagt fyrir menntamála-
ráðherra og liðsmenn hans í ráðuneytinu. Niðurstaðan varð
sú, að heimiluð var framlenging á lausráðningum um fjóra
mánuði eða til miðs árs 1995. Tíminn sem þannig ynnist
skyldi notaður til að freista þess að finna varanlegri lausn. Frá
44 Bókasafnið 19. árg. 1995