Bókasafnið - 01.04.1995, Side 56
Hins vegar eru hinir tveir hóparnir (bókasafnsfræðingar í
öðrum söfnum og ófaglærðir) miklu líkari almenningsbóka-
vörðum á hinum Norðurlöndunum.
f einni athugasemdinni var tekin afstaða til efnisins á eftir-
farandi hátt: „Mér finnst siðferðilega rangt að hafa á almenn-
ingssafni bækur sem „kenna að drepa“ bæði sjálfa sig og aðra.
- Jakkaklæddur, fínn maður getur alveg eins drepið og stræt-
isróni.“
Forgangsröð notenda
Leitað var eftir viðhorfum bókavarða til einstakra notenda
eða notendahópa. Flestir bókaverðir vilja telja sig hlutlausa í
þeirri þjónustu sem þeir veita en eins og áður kom fram eru
þó sumir tregir til að veita þeim þjónustu sem ætla má að hafi
illt í huga. Kannað var hvort menn gætu metið hlutleysi sitt
eða hvort menn gerðu greinarmun á milli notenda og uppiýs-
ingaþarfa þeirra. Valdir voru einstaklingar sem gætu haft á-
hrif á viðhorf bókavarða annað hvort í þá veru að þeir vildu
fremur hjálpa við sérstakar aðstæður eða ekki. Ekki var spurt
um í hvora áttina menn væru tilbúnir til að láta lánþega hafa
„áhrif' á sig. Til þess að skoða viðhorf gagnvart einstaka not-
endahópum var búin til eftirfarandi saga:
Lánþegi kemnr inn í safnið og biður um aðstoð við aðfinna
upplýsingar. Spurningin er erfið ogþú sérðfram á aðþað muni
taka þig að minnsta kosti 30 mínútur að finna svarið. Hefur
það áhrifá leitina að svarinu ef lánþeginn er:
Bœjarstjórinn eða mikilvœgur maður í stjórnkerfinu
Menntaskólanemandi
„ Gunna gamla á elliheimilinu “
Sölumaður frá einu afstœrstufyrirtœkjum sveitarfélagsins
10 ára stelpa með hestadellu
Besti vinur þinn
Á þessari töflu eru settir saman allir sex aðilarnir og þeim
raðað eftir því hvort menn töldu það skipta máli hverjir þeir
væru. Valin voru dæmi sem gætu verið táknræn fyrir einstaka
lánþegahópa. Bæjarstjórinn átti að vera tákn fyrir yfirmenn
safnsins, menn sem gætu hugsanlega haft áhrif á fjárveitingar
til bókasafnsins síðar. Því gæti hugsanlega verið gagnlegt að
bjóða þeim sérstaka þjónustu. Menntaskólaneminn var full-
trúi fyrir þann hóp sem oft reynir á þolinmæði almennings-
bókavarða með endalausum beiðnum um alls kyns aðstoð við
ritgerðasmíð og upplýsingaöflun. „Gunna gamla“ átti að vera
táknræn fyrir eldra fólk sem gæti átt erfitt með að átta sig á
skipulagningu bókasafnsins og væri farið að sjá illa. Sölumað-
urinn er tákn fyrir þá aðila í samfélaginu sem ekki falla und-
ir almenna Iánþega en eru í jaðri þeirrar þjónustu sem al-
menn bókasöfn geta veitt. Stelpan með hestadelluna er full-
Tafla 9
Áhrif á leit ef lánþegi er ...
■ 3-5 (jákvæðir)
tU 0-2 (neikvæðir)
Besti vinurþinn
10 ára stelpa
Sölumaður
"Gunna gamla"
Menntaskólanemi
Bæjarstjórinn
0 100 200
trúi þeirra sem eru með upplýsingaþarfir sem kallast gætu
„ónauðsynlegar“ og auk þess eru hún fulltrúi barna í bóka-
safninu. Besti vinurinn átti að sýna hvort bókaverðir gætu
verið svo hlutlausir í þjónustu sinni að vinskapur og tengsl
hefðu engin áhrif á þá.
Langflestir telja það ekki skipta sig máli hver í hlut á en
einna minnsta samúð hefur sölumaðurinn. „Bæjarstjórinn“
og „Besti vinurinn“ fá meiri tillitsemi, auk þess sem nokkrir
nefna „Gunnu gömlu á elliheimilinu". Þótt ekki hafi verið
beinlínis spurt um það, má reikna með því að í þessum tilvik-
um væru menn tilbúnir til að eyða 30 mínútum í að leita að
upplýsingum fyrir ofangreinda hópa fremur en að þessum
þremur aðilum væri veitt verri þjónusta en hinum!
Nokkrir tóku það sérstaklega fram að ef bæjarstjórinn
kæmi í heimsókn væri það slíkt undrunarefni að menn yrðu
að láta það hafa áhrif á sig!
Menntaskólanemendur kalla á svipuð viðbrögð frá öllum
þremur hópunum. Um 80% svarenda sem vinna í almenn-
ingsbókasöfnum (79.5% bókasafnsfræðinga og 80.6% ófag-
lærðra), láta það ekki hafa áhrif á sig að notandinn er
menntaskólanemandi. Aðeins fleiri bókasafnsfræðingar í öðr-
um söfnum (25%) eru fúsir að láta það hafa áhrif á sig.
Þegar kemur að Gunnu gömlu eru þeir bókasafnsfræðing-
ar í öðrum söfnum áberandi flestir fúsir til að láta aldur
Gunnu hafa áhrif á sig. Þeir eru um 28.1% sem merkja við á-
hrifaþáttinn en meðal þeirra sem starfa í almenningsbóka-
söfnum eru aðeins 15.4% bókasafnsfræðinga á almennings-
bókasöfnum sem láta Gunnu hafa áhrif á sig og 19.4% ófag-
lærðra bókavarða eru sömu skoðunar.
Sölumaður frá einu af stærstu fyrirtækjum sveitarfélagsins
kallar ekki fram mikil viðbrögð hjá ófaglærðum bókavörðum
og aðeins 12.9% þeirra eru fúsir að láta hann hafa áhrif á
þjónustuna. Enn eru það bókasafnsfræðingar í öðrum söfn-
um sem láta sölumanninn hafa áhrif á þjónustuna þar sem
22.9% þeirra telja sig verða fyrir áhrifum af komu hans en
15.4% bókasafnsfræðinga.
Stelpa með hestadellu kallar fram svipuð viðbrögð meðal
allra hópanna. Alls eru það 84% svarenda sem vilja veita
henni jafngóða þjónustu og öðrum.
Besti vinurinn fær svipaðar viðtökur og bæjarstjórinn svo
draga má þá ályktun að það geti komið sér vel að þekkja
bókasafnsfræðinga! Þeir eru betri vinum sínum en ófaglærðir
bókaverðir svo um munar. Nálægt því þriðji hver bókasafns-
fræðingur lætur besta vin sinn hafa áhrif á þjónustuna og hér
er sáralítill munur á því hvar þeir vinna. 30.8% bókasafns-
fræðinga í almenningsbókasöfnum og 32.3% þeirra sem
starfa í öðrum söfnum láta besta vin sinn hafa áhrif. Ófag-
lærðir bókaverðir eru ekki eins fúsir að láta í ljós þessa mis-
munun og aðeins 22.6% þeirra telur besta vin sinn hafa á-
hrif á sig.
Þegar á heildina er litið virðast bókaverðir á Islandi gera
ákaflega lítinn greinarmun á því hver notandinn er sem til
þeirra leitar. Er þessi niðurstaða mjög í samræmi við það sem
áður hefur komið fram um að útlit notenda hafi lítil áhrif á
þjónustuna.
Nokkrir bókaverðir tóku sérstaklega fram að „Gunna
gamla“ myndi kannski hafa forgang vegna elli, hinir ekki.
Einn taldi sjálfsagt að „viðkomandi yrði að bíða í 30 mínútur
eða koma aftur næsta dag en þó ekki ellilífeyrisþeginn“. Það
er athyglisvert að flestir nefna ellilífeyrisþegann og eru fúsir
að gera eitthvað fyrir hann en þegar svörin eru skoðuð er
„Gunna gamla“ á eftir bæði besta vininum og bæjarstjóran-
um í vinsældum. Aðeins einn bókavörður telur sig mundi
56 Bókasafnið 19. árg. 1995