Bókasafnið - 01.04.1995, Blaðsíða 58
Lokaorð
í þessu stutta ágripi af könnuninni hefur aðeins verið hægt
að drepa á örfá atriði sem fram komu í heildarkönnuninni.
Hefur verið valið að nefna einkum þau atriði sem gætu verið
hvað forvitnilegust. I’að er augijóst að á sumum sviðum eru
bókasafnsfræðingar á íslandi talsvert ólíkir starfsfélögum sín-
um á hinum Norðurlöndunum. Einnig er augljóst að skoð-
anir eru talsvert skiptar á meðal bókavarða á öllum þeim svið-
um sem könnuð voru.
Mismunur á milli landa er talsverður en er ekki til um-
ræðu hér. Vilji menn kynna sér betur hver þessi mismunur
er má lesa sér til um það í norrænu skýrslunni og einnig er
fjallað nokkuð um þennan mun í lokaskýrslu um íslensku
rannsóknina sem væntanleg er á næstunni. I mörgum svörum
kemur fram sterk siðfræðileg meðvitund um starfið og mikil
ábyrgðartilfmning bókavarðar í hverju tilviki. Dómgreind er
beitt fremur en að blindar reglur séu látnar ráða og viðhorf
mótast af aðstæðum. Telja má þessa könnun býsna gott inn-
legg í umræðu stéttarinnar um siðareglur og viðhorf hennar
til starfs, notenda og þjónustu.
HEIMILDIR:
Balslev, Johannes og Kerstin Rosenqvist. 1994. Bibliotekaren og samvittig-
heden. En rapport om nordisk bibliotekar-etik. Kobenhavn: JBim, s. 219.
SUMMARY
Some Questions ofConscience with a Sprinkling ofEthics.
The author describes a part of the Icelandic section of a survey
conducted in the Nordic countries on the attitudes of public librarians. The
objectives of the survey were to investigate if a speciftc Nordic pubiic library
philosophy existed. Questionnaires were sent to 120 professional librarians
in each of the Nordic countries, where they were asked about their attitudes.
Since professional librarians working in Icelandic public libraries are fewer
than 120, two other groups of librarians were included in the survey as
comparative groups, e.g. professional librarians working in other types of
libraries and para-professional librarians working in public libraries. The
total response rate was 66.45%, being the highest among professional
librarians in public libraries or 76.47%. The survey was divided into eight
sections, but in this article the results of just a few are accounted for in text
and tables. In some respects Icelandic librarians diflfer from their colleagues
in the other Nordic countries: They are rather in favour of serving the users
without taking into consideration, how they are going to use the
information; they are not influenced by the appearance of the users and they
are more ready to charge for the services than their colleagues in the other
Nordic countries.
Bókarýni
Islenskur tímaritalykill / ritstjóri Ásgerður Kjartansdóttir.
Reykjavík: Lindin 1993-
Árið 1993 hóf Lindin hf. útgáfu á Islenskum tímaritalykli
og er um bráðabirgðaútgáfu að ræða. Fyrsta heftið náði til
tímarita sem gefin voru út árið 1991 en síðan hafa komið út
hefti fyrir árin 1992 og 1993. I hverju hefti eru skráðar u.þ.b.
5000 greinar.
Lykillinn er stafrófsraðaður efnisorðalykill og við efnis-
greininguna er stuðst við Kerfisbundna efinisorðaskrá (thesaur-
us)fyrir bókasöfin eftir Margréti Loftsdóttur og Þórdísi T. Þór-
arinsdóttur. Eins og fram kemur í formála að lyklinum þurfti
þó oft að bæta við efnisorðum og breyta efnisorðagjöf.
Leitað var til útgefenda tímarita um samstarf og er val á
tímaritum í lykilinn í raun í þeirra höndum því einungis eru
efnistekin þau tímarit sem þeir senda inn til skráningar. Lyk-
illinn er því langt frá því að vera tæmandi en í hverju hefti er
listi yfir þau tímarit sem eru efnistekin hverju sinni.
Lykillinn er hugsaður sem einfaldur lykill að efni íslenskra
tímarita sem allir ættu að geta nýtt sér.
SF
Islensk ættfræði: skrá um rit í ættfræði og skyldum grein-
um / tekið hefur saman Kristín H. Pétursdóttir = Icelandic
genealogy : a bibliography of publications in genealogy and
related fields / researched and compiled by Kristín H. Péturs-
dóttir. - Reykjavík : Þjóðsaga, 1994. - 454 s. : myndir, kort.
Bókin er þörf skrá um rit í ættfræði og skyldum greinum.
I ritinu er að finna prentaðar og fjölritaðar útgáfur ættfræði-
rita. Þetta eru allt frá stórum ritum niður í einfalda smábæk-
linga sem dreift hefur verið í dlefni fjölskyldumóta. Skráin
inniheldur ekki aðeins hrein ættfræðirit, heldur er einnig að
finna í henni önnur sem komið geta að notum við söfnun
heimilda og ættrakningu.
Tilgangur með skránni er, eins og höfundur segir í inn-
gangi, að gefa áhugamönnum um ættfræði yfirsýn yfir út-
gefnar heimildir og auðvelda þeim að leggja stund á þetta
skemmtilega tómstundastarf. Höfundur segir ennfremur það
vera von sína að skráin nýtist bóka- og skjalasöfnum og flýti
fyrir uppbyggingu ættfræðihorna eða deilda í þessum stofn-
unum.
Bókin skiptist í eina aðalskrá og nokkrar hjálparskrár. Rit-
um í aðalskrá er raðað í eina stafrófsröð eftir titli og hefur
hver færsla sitt sérstaka númer. I hjálparskrám, aftast í bók-
inni, má síðan finna sömu rit eftir ýmsum leiðum, nafni höf-
undar, nöfnum þeirra aðalpersóna sem fjallað er um, aðalbú-
setu þeirra, nafni ættar ef það kemur fram í titli rits, starfs-
heiti stéttar ef um stéttartal er að ræði, o.s.frv. í hjálparskrám
er alltaf vísað í númer færslu í aðalskrá en ekki blaðsíðutal.
Reynt var að gera ritið aðgengilegt fyrir fólk í Islendinga-
byggðum í Kanada og Bandaríkjunum, m.a. fylgir listi yfir
skammstafanir og ýmis gagnleg orð á íslensku og ensku.
PM
Islensk blöð og tímarit 1974 - 1993 : skrá um íslensk blöð
og tímarit 1974 - 1993 / Hallfríður Baldursdóttir tók
saman. - Reykjavík : Landsbókasafn Islands, 1994. xiii, 502 s.
Skráin er gefin út sem handrit og markmið með útgáfu
skrárinnar er að uppfylla þörf fyrir upplýsingar um blaða og
tímaritaútgáfu áranna 1974—1993. Upphaf skrárinnar mið-
ast við árið 1974 og nær yfir öll blöð og tímarit gefin út á ís-
landi og/eða á íslensku til og með ársins 1984. Alls telur skrá-
in 4.627 rit.
Skráin hefst á inngangi þar sem gerð er grein fyrir efnis-
söfnun, helstu heimildum, skráningu, röðun, tilvísunum og
fleira. Því næst kemur aðalskráin, henni er raðað í stafrófsröð
eftir titli tímarits. Hver færsla inniheldur hefðbundna bók-
fræðilega lýsingu auk þess hvenær útgáfa viðkomandi tíma-
rits/blaðs hófst og útgáfutíðni. Ymsar mikilvægar upplýsing-
ar er að finna í skránni t.d. ritstjóra 1. tbl., dtilbreytingar og
þá er eldri og yngri heita getið. Efnisyfirlita er getið ef að þau
eru til og eins alþjóðlegs tímaritsnúmers.
GM
58 Bókasafnið 19. árg. 1995