Bókasafnið

Ataaseq assigiiaat ilaat

Bókasafnið - 01.04.1995, Qupperneq 62

Bókasafnið - 01.04.1995, Qupperneq 62
magntölur eins og fjöldi útlána, fjöldi millisafnalána, fjöldi safngesta o.s.frv., heldur einnig hvort sú þjónusta sem veitt er mæti væntingum notendanna. Leitað er svara við spurn- ingum eins og, eru bækurnar sem beðið er um inni á safn- inu, eru þær á réttum stað í hillunni, er auðvelt fyrir notand- ann að nota tölvuskrár safnsins, hvað sættir notandinn sig við að það taki langan tíma að fá rit í millisafnaláni. Markviss söfnun upplýsinga og úrvinnsla þeirra verður sá grunnur sem ákvarðanataka byggist á. Það leiðir til bættrar starfsemi. Ahrifgœðastjórnunar á starfslið og starfsanda bókasafna An þess að stuðst sé við rannsóknir, er óhætt að staðhæfa að á mörgum íslenskum bókasöfnum ríkir góður starfsandi og staðblær þeirra er jákvæður. Til marks um þetta má benda á, að tilfærsla bókavarða á milli bókasafna og flótti úr stétt- inni, er mjög lítil, þrátt fyrir vaktavinnu og lág laun. En það er ekki þar með sagt að bókasöfnin geti ekki orðið enn betri vinnustaðir, þ.e. vinnustaðir sem þroska, þjálfa og mennta sitt starfsfólk og gera því kleift að gera sífellt betur og stefna að því að veita alltaf afbragðsþjónustu. Markviss þjálfun starfsfólks, sem gerir það hæfara til að gegna starfi sínu og einnig til að geta tekið þátt í liðsvinnu og unnið að umbótaverkefnum, eflir sjálfstraust og eykur á- ræði. Þjálfun í liðsvinnu er mjög mikilvæg, en hún er m.a. fólgin í fundarsköpum, tækni til að ná sammælum og leikni við að beita tækjum og tólum gæðastjórnunar eins og t.d. sjö hjalla umbótaferlinum sem getið var að ofan. Hún felst einnig í því að þjálfa alla starfsmenn í aðferðum við hugar- flug, gerð flæðirita og tölfræðilega framsetningu upplýsinga og gagna. Starfsmenn fá með öðrum orðum, þjálfun í öflun upplýsinga, úrvinnslu þeirra og því hvernig ákvarðanir eru teknar útfrá þeim. Gæðastjórnun leggur hverjum starfsmanni ábyrgð á herð- ar. Með þátttöku í umbótaliðum fær starfsfólkið vald til þess að gera ákveðnar breytingar á vinnuumhverfi sínu án afskipta stjórnenda. Einnig er öll ákvarðanataka færð neðar í stjórn- skipulagið, svo að almennir starfsmenn þurfa ekki að leita samþykkis yfirmanna sinna fyrir öllum ákvörðunum, heldur fá þeir sjálfir að bera ábyrgðina. Það hlýtur að skapast góður starfsandi og staðblær á vinnustað þar sem starfsmenn eru sérþjálfaðir til starfa og all- ir vinnsluferlar eru skýrir og eins einfaldir og hægt er. Einnig hlýtur það að vera hvetjandi að vinna á vinnustað þar sem stöðugt er unnið að umbótum með virkri þátttöku starfs- fólks, sem hefur vald til ákvarðanatöku um ýmis mikilvæg málefni á vinnustaðnum. Eða hvað? Lokaorð Ljóst er að gæðastjórnun hefur reynst vera geysiöflug að- ferð til að ná árangri með auknum gæðum og bættri starf- semi. Nægir þar að nefna árangur hinna fjölmörgu japönsku fyrirtækja þar sem kenningum þeirra Demings og Jurans var beitt. En það má ekki gleymast að Japanir hafa lagt sitt af mörkum til gæðastjórnunar. Þeir hafa þróað og þrautreynt kenningar tvímenninganna og aðlagað japönskum aðstæð- um. Eitt helsta framlag Japananna voru gæðahringirnir, en upphaflega notuðu þeir þá eins og Ieshringi til þess að fræðast um gæðastjórnun og aðferðir við beitingu hennar. Gæða- hringir hafa alltaf verið vinsælir í Japan og eru það enn. Á Vesturlöndum hins vegar, voru þeir í tísku á fyrri hluta ní- unda áratugarins, en lítið fréttist af þeim nú síðustu árin (Speakman, 1991, s. 22—27). Þetta er nefnt hér sem ábending til þeirra sem e.t.v. hafa áhuga á því að fræðast um gæða- stjórnun og hvernig hægt væri að koma á vettvangi til um- ræðna og skoðanaskipta um gæðastjórnun og bókasöfn. Gæðahringur gæti verið svarið og samskipti þátttakenda gætu farið fram með tölvupósti á sama hátt og Skrudda (skrudda@rhi .h i. is). Að lokum ber að leggja áherslu á, að gæðastjórnun er ekki síst fólgin í viðhorfum manna til fyrirtækja og stofnana sem þeir vinna hjá og viðskiptavina þeirra. Einnig skulu menn hafa hugfast, að það er langtímaverkefni að koma á gæða- stjórnun sem nær til allrar stofnunarinnar eða fyrirtækisins, það getur tekið allt að fimm árum og ekki má gefast upp þó að einstaka orrusta tapist, því markmiðið er að vinna stríðið. HEIMILDIR: Árni Laugdal, Sigurður Jóhannesson og Ögmundur Knútsson. 1993. Kennsluefiii í hugmyndafrœði gaðastjórnunar. Akureyri: Rannsóknastofn- un Háskólans á Akureyri og Iðnþróunarfélag Eyjafjarðar. Bank, John. 1992. The essence of total quality management. New York : Prent- ice Hall.Hannah, Ian. 1994.The management of quality „ yesterday, today and tomorrow. Menntun og gœðastjórnun : ráðstejha Háskólans á Akureyri haldin á Akureyri 4.júní 1993. Akureyri: Háskólinn á Akureyri. Clayton, Marlene. 1993. Towards total quality management in higher ed- ucation at Aston University - a case study. Higher Education 25(April): 363,371. Clayton, Peter. 1992. Japanese management theory and library ad- ministration. The Journal ofAcademic Librarianship 18(5): 298-301. Deming, Edwards W. 1990. Out of the crisis. Cambridge : Cambridge Uni- versity Press. Imai, Masaaki. 1986. KAIZEN (Ky’zen): the key to Japan's competitive success. New York : McGraw-Hill Ishikawa, Kaoru. 1985. What is totalquality control?: the Japanese way. Eng- lewood Cliffs : Prentice Hall. Juran, Joseph M. 1988. Juran on planningfor quality. New York : The Free Press. Juran, Joseph M. 1993. Made in U.S.A.: a renaissance in quality. Harvard Business Review 71 (July-August); 42-50. Logothetis, N. 1992. Managing for total quality: trom Deming to Taguchi and SPC. New York : Prentice Hall. Mackey, Terry og Kitty Mackey, Kitty. 1992. Think quality : the Deming approach does work in libraries. LibraryJournal 117(May): 57-61. Martin, Di. 1993. Towards Kaizen : the quest for quality improvement. L'ibrary Management 14(4 ): 4-12. Quality jargon : gœðatungutak, 30.12.1991 [óútgefmn listij. Speakman, Gina. 1991. Why not consider quality circles? Library Mana- gement 12(3): 22-27. Ulvik, Synnöve. 1994. Finn biblioteket svaret? Bok & bibiiotek 61 (August): 6-12. Walton, Mary. 1988. The Deming management method. New York : Perigee Books. SUMMARY Quality Control and Libraries The article is based on a lecture given in Reykjavik on April 20th 1994 for the Association of Professional Librarians (Felag bokasafnsfraedinga). The historical development of quality control is delineated and the main theories of its initiators, the Americans Deming and Juran, are introduced. Quality control was practiced in many American factories during the Second World War and later adapted and developed further, e.g. the quality circles, in Japan, where Deming and Juran were lecturing on the subject in the 1950s. Stresses the importance of team work in the quality control process, with emphasis on the participation of all employees. Describes the basic concepts and features of quality control. Argues that the methods of quality control are applicable in libraries as in other service industries. Maintains that by using methods of quality control, information can be collected more efficiently and processed further in order to improve the current services of libraries and to design or develop new ones. The author describes a library case study, where the methods of quality control were used successfully. States that more cost-effectiveness can be obtained by using quality control and further that the activities of libraries can be seen from a new perspecti- ve, i.e. with emphasis on quality rather than quantity. Coricludes by giving suggestions for implementing quality control but emphasizes that its implementation is a long term task. 62 Bókasafhið 19. árg. 1995
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Bókasafnið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bókasafnið
https://timarit.is/publication/245

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.