Bókasafnið - 01.04.1995, Qupperneq 66
1. Almennar upplýsingar um þau bókasöfn sem þátt tóku í
könnuninni
2. Áhrif notkunar LIBIS-netsins á uppbyggingu safnkosts
3. Áhrif samskránna (CCB og Antilope) á uppbyggingu safn-
kosts
4. Samvinna um uppbyggingu safnkosts
5. Conspectus
6. Áhrif beinlínuaðgangs að tölvutækum upplýsingum, þar
sem fá má það efni sem þörf er á samstundis yfir í eigin
tölvu, á uppbyggingu safnkosts.
1 þessari grein er eingöngu fjallað um annan og fjórða
hluta og lítillega um fyrsta hlutann.
Svörun
Miðað við stofnanir var svörun 81.3% (13 af 16 svara) og
miðað við bókasöfnin var svörun 84.1% (37 af 44 svara).
Urvinnsla gagna
Meira en helmingur þeirra bókasafna sem fengu send
könnunargögn eru innan sömu stofnunar Kaþólska háskól-
ans í Leuven. LIBIS-netið var upphaflega þróað fyrir þá
stofnun (Borm, J. Van, 1991, s. 26) og þar hafa flestar færsl-
ur í bókfræðigagnasafninu verið skráðar (LIBIS-net, 1994).
Viðbúið þótti að svör frá bókasöfnum innan Kaþólska há-
skólans í Leuven yrðu frábrugðin svörum frá bókasöfnum
utan þeirrar stofnunar. Því er unnið sitt í hvoru lagi úr svör-
um frá bókasöfnum innan Kaþólska háskólans og utan hans.
Einnig er unnið sameiginlega úr öllum svörum.
Trúnaður
Svarendur voru beðnir um að gefa til kynna hvort þeir
óskuðu eftir því að með svör þeirra yrði farið sem trúnaðar-
mál. Niðurstöður má sjá í eftirfarandi töflu.
Óskir svarenda um trúnað
Fjöldi % af ÍKUL Aðrar
bókasnfna 37 22 % af stofnanir % af
37 (100%) (100%) 22 15 (100%) 15
Ekki gefið tii kynna 4 10.8% 2 9.1% 2 13.3%
Trúnaðar óskað 9 24.3% 5 22.7% 4 26.7%
Trúnaðar ekki óskað 24 64.9% 15 68.2% 9 60%
Ails: 37 100% 22 100% 15 100%
Athygli vekur hve litlu munar hér á svörum bókasafna
innan Kaþólska háskólans í Leuven og bókasöfnum utan
hans. Ég átti von á því að mikill meirihluti bókasafna utan
KUL óskaði eftir því að með svör þeirra yrði farið sem trún-
aðarmál og að því yrði öfugt farið með bókasöfn innan skól-
ans.
Abyrgð á vali nýrra aðfanga
Misjafnt er eftir bókasöfnum hvaða aðilar ráða vali nýrra
aðfanga. Öll bókasöfnin 37 sem þátt taka í könnuninni svara
spurningu um það atriði. Og eru niðurstöður sem hér grein-
ir:
• 5 (13.5%) segja bókasafnsfræðingar
• 13 (35.1%) segja prófessorar
• 14 (37.8%) segja bókasafnsfræðingar og prófessorar sam-
eiginlega
• 3 (8.1%) segja bókasafnsfræðingar og notendur
• 1 (2.7%) segir bókasafnsfræðingar og bókasafnsnefnd
• 1 (2.7%) segir bókasafnsfræðingar og aðrir.
Prófessorar taka þátt í vali nýrra aðfanga í 27 eða 73%
bókasafna. Þegar þeir og notendur (annarra bókasafnateg-
unda en háskólabókasafna) eru settir undir sama hatt taka
þeir þátt í vali nýrra aðfanga í 30 bókasöfnum eða 81.1%
bókasafna. Bókasafnsfræðingar taka hins vegar þátt í vali
nýrra aðfanga í 24 eða 64.9% bókasafna.
Könnunargögn voru send til bókasafnsfræðinga. Enda
þótt þeir séu ekki þeir aðilar sem oftast taka þátt í vali nýrra
aðfanga eru það þeir sem sjá um framkvæmd samvinnuverk-
efna svo sem millisafnalána. Viðhorf þeirra til samvinnunnar
getur ráðið úrslitum um það hvernig til tekst með slík verk-
efni. Bókasafnsfræðingar hafa auk þess yfirsýn yfir öll aðföng
og þróun uppbyggingar safnkosts á sínu bókasafni og eru því
í mörgum tilvikum betur í stakk búnir til þess að svara könn-
un sem þessari enda þótt þeir ráði formlega e.t.v. minna um
val efnis en prófessorar í háskólabókasöfnum.
Notkun LIBIS-netsins við uppbyggingu safnkosts
Athugað var hvort og hvernig starfsfólk bókasafna hugðist
nota LIBIS-netið við val nýrra aðfanga, þegar það var tekið í
notkun á bókasöfnunum og hvað taldir eru helstu kostir og
gallar við að nota netið. Ennfremur var athugað hve mikil-
vægt LIBIS-net er sem tæki við val nýrra aðfanga hjá þeim
bókasöfnum sem nota það og tóku þátt í könnuninni.
Niðurstöðurnar eru dregnar saman í töflur hér fyrir neðan:
Fyrirhuguð not á LIBIS-netinu við val nýrra aðfanga
Svörun 89.2% (33 svör)
Fyrirhuguð not bókasafna á LIBIS-neti við val nýrra
aðfanga við inngöngu í netið
Við inngöngu í LIBIS- netið hugðust söfn nota það til:
Fjöldi hókasafna % af 1 KIIL % af Aðrar stofnanir % af
29 29 21 21 8 8
Að forðast að afla þess sama og til var í öðrum bókasöfnum 24 82.8% 20 95.2% 4 50%
Að afla þess sem tiltekin söfn höfðu þegar aflað 6 20.7% 3 14.3% 3 37.5%
Að afla þess sem ekki er fyrsta val, ef það vantar í LIBIS-söfnin 10 34.5% 7 33.3% 3 37.5%
Á annan hátt 5 17.2% 2 9.5% 3 37.5%
Margir þættir gætu hafa haft áhrif á fyrirhuguð not LIBIS-
netsins við val aðfanga þegar það var tekið í notkun, svo sem
stærð bókasafns, tegund þess, efnissvið, staðsetning bókasafns
miðað við önnur bókasöfn á netinu, hvort önnur bókasöfn
sömu stofnunar notuðu netið, hvenær safnið tengdist því og
að sjálfsögðu samspil þessara og annarra þátta. Ekki er hægt
að ráða það af svörunum að neinn þessara þátta hafi haft af-
gerandi áhrif á fyrirhuguð not LIBIS-netsins við val nýrra að-
fanga. Eins og við var búist skera bókasöfn K.U. Leuven sig
úr að þessu leyti því um 91% þeirra 22 bókasafna innan
KUL sem hafa sjálfstæð aðföng og tóku þátt í könnuninni
hugðust nota LIBIS-netið við val aðfanga. I því sambandi
verður að hafa í huga að netið var sett á fót til þess að stuðla
að samvinnu meðal KUL bókasafna, sem næstum því öll eru
staðsett mjög nálægt hvort öðru, það er því í raun undarlegt
að þau skuli ekki öll hafa stefnt að því að nota netið við val
aðfanga þegar þau tengdust því.
1 'il viðbótar við þau 29 bókasöfn sem hugðust nota LIB-
IS-netið við val aðfanga þegar þau tengdust því sögðu 3, í at-
hugasemd, að þau hefðu ekki hugað á slík not við tengingu
en að nú notuðu þau netið við val aðfanga. Frá einu bóka-
safni barst það svar að tenging við LIBIS-net hefði engin áhrif
66 Bókasafnið 19. árg. 1995