Bókasafnið - 01.04.1995, Qupperneq 69
Niðurstöður
LIBIS-netið hefur gegnt veigamiklu hiutverki í uppbygg-
ingu safnkosts LIBIS-bókasafnanna. Það er þriðja mikilvæg-
asta hjálpargagnið við val nýrra aðfanga og ætla má að 86.5%
þeirra bókasafna sem tóku þátt í könnuninni noti það við val
aðfanga.
1 æp 73% þeirra bókasafna sem svöruðu spurningu um
fyrirhuguð not á netinu, við val, hugðust nota það til að velja
annað en þegar hafði verið valið á hinum LIBIS-söfnunum
og 34.5% til að afla efnis sem ekki var fyrsti valkostur ef það
efni vantaði í LIBIS-söfnin.
Niðurstöður styðja því tilgátuna um aukinn fjölbreydleika
safnkosts nettengdra bókasafna án þess að formleg samvinna
komi til. Val safnefnis LIBIS-bókasafnanna hefur þróast á
þann veg að valið er til sameiginlegra nota án þess að um
formlega samvinnu sé að ræða.
Ennfremur má ætla það af niðurstöðum að í löndum eins
og Belgíu þar sem aldagömul og rótgróin hefð er fyrir ein-
staklingshyggju og mikil virðing borin fyrir frelsi einstaklings-
ins (Borm, J. Van, 1991, s. 5) sé e.t.v. ráðlegra að stofna til ó-
formlegrar samvinnu um uppbyggingu safnkosts og nota við
það sameiginlegar vinnureglur en hafa samvinnuna formlega,
þar sem tæp 63% svarenda töldu sálfræðileg vandkvæði á
formlegri samvinnu enda þótt tæp 70% þeirra teldu hana
æskilega.
Hugsanlegt er að með óformlegri samvinnu megi ná næst-
um því jafnmiklum árangri og með formlegri samvinnu, án
þeirrar fyrirhafnar í vinnu og tilkostnaði sem formlegri sam-
vinnu fylgir. Frekari rannsókna á notkun LIBIS-netsins við
sameiginlega uppbyggingu safnkosts er þörf til þess að hægt
sé að segja nánar til um hvers er að vænta af óformlegri sam-
vinnu við uppbyggingu safnkosts nettengdra bókasafna. Ef
sú tilgáta að með óformlegri samvinnu megi ná næstum því
jafnmildum árangri og með formlegri samvinnu kemur það
notendum bókasafna, sem haga samvinnu sinni um upp-
byggingu safnkosts á þann hátt til góða vegna þess að starfs-
fólk hefur þá meiri tíma, en það hefði með formlegri sam-
vinnu, til að sinna annarri þjónustu við safngesti samhliða
því að safngestir hafa aðgang að fjölbreyttari safnkosti en ef
engin samvinna væri um uppbyggingu safnkosts.
Notagildi
Niðurstöður þessar nýtast við skipulag á samvinnu um
uppbyggingu safnkosts, m.a. hér á landi. Enda þótt sam-
skrárnar í Gegni og DOBIS/LIBIS séu aðeins vísir að sam-
skrá á borð við LIBIS-samskrána eru aðstæður hér um margt
svipaðar og í Belgíu:
* Ekkert heildarskipulag og/eða heildarsamstarfssamningur
er til um uppbyggingu safnkosts íslenskra bókasafna.
* Flest stærri bókasöfn hér á landi eru staðsett nálægt hvert
öðru á dltölulega litlu svæði.
* Hefð hefur skapast um að veita, þeim sem á þurfa að
halda, afnot af safnefni enda þótt þeir tilheyri ekki strangt
tekið notendahóp safns.
Óhætt er að fullyrða að meðal íslendinga er einstaklings-
hyggjan einnig sterk og mikil virðing borin fyrir frelsi ein-
staklingsins. Sennilegt er því að íslenskir bókaverðir séu ekk-
ert frekar reiðubtinir, en belgískir starfsbræður þeirra til að
taka þátt í formlegu samstarfi um uppbyggingu safnkosts,
sem felur það í sér að bókasafnið verður að einhverju leyti að
af sala sér sjálfsákvörðunarrétti við val aðfanga og þess efnis
sem varðveita á í viðkomandi bókasafni.
HEIMILDIR:
Borm, J. Van. 1991. State of the art of the application of new information
technologies in libraries and their impact on library fiinctions : a reassess-
ment. With the assistance of K. Clare, M. Storms and H.D.L.Vervliet.
Antwerpen : s.n. (LIB-2/7-update (Belgium). A report prepared under a
study contract between the European Economic Community, Direct-
orate-General XIII B and the University of Antwerpen (ULA)(.
Dougherty, Richard M. 1978. The impact of networking on library mana-
gement. College and research libraries, 39 (1) January: 13-19.
Ferguson, Anthony W., Joan Grant and Joel S. Rutstein. 1988. The RLG
Conspectus : its uses and benefits. College & research libraries. 49(3) May:
197-206.
Hildreth, Charles. 1987. Library networking in North America in the
1980's. Part 1, the dreams, the realities. The electronic library, 5(4, Aug-
ust): 222 -228.
LIBIS jaarstatistiek catalogisering 1993. 1994. LIBIS-Net nieuwsbrief:
nieuwsbriefvoorgebruiker van het LIBIS-Net, 5(1, maart): 16.
LIBIS-Net. 1994. Leuven : K.U. Leuven, Centrale Bibliotheek. 17 in-
formationsheets distributed in January.
State ofthe art ofthe application of new information technologies in libraries
and their impact on library functions in Belgium. cl988. Prepared by Uni-
versitaire Instelling Antwerp Belgium. Luxembourg : Commission of the
European Communities. Final report. Project code LIB-2/7.
Structuur van het LIBIS-Net. 1990. LIBIS-Net nieuwsbrief : nieuwsbrief voor
gebruikers van het LIBIS-Net, 1(1, maart): 1-3
Aðrar heimildir:
Töluleg yfirlit um LIBIS-netið, áThe LIBIS-Secretariat að KUL hefur skráð
mest.
Regent, Alberic. The beginnings of LIBIS-Net. (Óútgefið).
Viðtöl við:
Alberic Regent, kerfisbókavörð í Leuven í apríl og maí 1994.
Jan Braeckman, forstöðumann bókasafns félagsvísindadeildar við Kaþólska
háskólann í Leuven í apríl og maí 1994.
Marcel De Smedt forstöðumann bókasafns heimspekideildar við Kaþólska
Háskólann í Leuven í apríl 1994.
J. Peeters forstöðumann útlánadeildar Bókasafns Kaþólska Háskólans í Leu-
ven í apríl 1994.
SUMMARY
The use of LIBIS-Net in collection development
Introduction with a brief outline of library automation. Reports on a
survey on the effect of networking and access to electronic information on
collection development, which was carried out on the library network
LIBIS-Net in Belgium. The purpose of the survey is to find out what hap-
pens in an environment where there are excellent facilities for cooperative
collection development, such as online access to a union catalog through a
common network, without there being an overall formal plan to base the
cooperation on with guidelines and rules on how the cooperation is to be
carried out. The hypothesis being that access to a union catalog does affect
collection development in such a way that there will be less overlap between
the individual collections than if these collections had been developed in
isolation. Therefore the combined collections of the participating libraries
will, over time, become richer in library material than if they had been devel-
oped in isolation, without the network access to the union catalog. The find-
ings of the survey support the hypothesis. LIBIS-Net has played an impor-
tant role in collection development in the LIBIS-Net libraries. It is the third
most important source for selection of new acquisitions, 86.5% of the
libraries taking part in the survey did plan to or now use LIBIS-Net as a
selection tool. Almost 73% of the libraries answering the question on
planned use of LIBIS-Net for selection purposes planned to use it to select
items different from those already acquired by the other LIBIS-Net libraries
and 34.5% to acquire items which wouldn’t be their first choice should those
items be missing in the LIBIS-Net libraries. Therefore the collections are
bound to be richer now than they would be without access to LIBIS-Net.
Furthermore the results give reasons to suspect that informal cooperation,
facilitated by the use of common workrules or guidelines, may be more cost
effective than formal cooperation for collection development. These find-
ings are transferable to similar situations for example the Icelandic situation.
Bókasafhið 19. árg. 1995 69